Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Ég er oft á milli steins og sleggju þegar kemur að viðkvæmum málum“

Þor­steinn Pálm­ars­son, eig­andi Allt-af ehf, fyr­ir­tæk­is­ins sem fjar­lægði veggl­ista­verk­ið „Hvar er nýja stjórn­ar­skrá­in?“ seg­ist oft upp­lifa sig á milli steins og sleggju í deilu­mál­um milli þeirra sem mála á veggi og þeirra sem biðja um að verk­in verði fjar­lægð. Hann vann við að hreinsa til eft­ir mót­mæli í Búsáhalda­bylt­ing­unni.

Þorsteinn Pálmarsson, eigandi Allt-af ehf, fékk nýlega í hendurnar umdeilt verkefni. Það kom í hans hlut að hreinsa metnaðarfullt vegglistaverk Skiltamálunar Reykjavíkur, þar sem spurt var: „Hvar er nýja stjórnarskráin?“ Skyndilega var háþrýstiþvottur Þorsteins kominn í miðju þjóðfélagsumræðunnar.

Þorsteinn hefur verið í hreinsigeiranum í aldarfjórðung. Frá því hann hóf störf árið 1996 hefur hann haldið þekkingu sinni við og meðal annars farið á ráðstefnu um veggjakrot. Um leið hafa stefnur og straumar þjóðfélagsins orðið á vegi hans. Hann hefur áður komið að umdeildum verkefnum sem kljúfa þjóðina.

„Já, þetta kom upp núna nýverið en það hefur svo sem gerst áður,“ segir Þorsteinn.

Hreinsaði til eftir hrunið

„Það kom mjög vel í ljós í bankahruninu til dæmis, þá vorum við á milli þó svo að við vorum hluti af þeim hóp sem lenti í hruninu. Við vorum í þeirri stöðu að við þurftum að hreinsa eftir mótmæli og annað. Það var oft mjög erfitt og erfitt að vera í þeirri stöðu.“

„Við erum fengnir til að leiðrétta stöðuna og þá myndu sumir halda að við værum komnir á móti hinum.“

Þorsteinn segir að það hafi aldrei verið hættulegt að vinna við að þrífa Alþingishúsið eins og hann gerði í hruninu og gagnrýnin hafi ekki beinst að þeim sem starfa hjá fyrirtækinu. „Ég get ímyndað mér að það voru ekki allir hressir með það sem ég var að gera en þetta er eitthvað sem þarf að gera,“ segir hann.

Vegglistaverkið þvegiðAllt-af að störfum.

Alþingishúsið var þó krefjandi verkefni að hans sögn vegna þess að almenningur henti í það efnum eins og rauðri olíumálningu og erfitt sé að hreinsa yfirborð þess. Hann telur að það eigi ekki að henda neinu í Alþingishúsið en ef það eigi að henda einhverju í það þá mætti það vera eitthvað sem eyðileggur ekki steininn, eins og bananar.

Það geti þó komið fyrir að Þorsteini líði eins og hann sé milli steins og sleggju þegar komi að því að þrífa eignir sem tengjast viðkvæmum málum. „Við erum fengnir til að leiðrétta stöðuna og þá myndu sumir halda að við værum komnir á móti hinum.“ Þá meinar hann þeim sem teiknuðu eða máluðu á eignirnar. Hann tekur það skýrt fram að Allt- af ehf taki ekki stöðu í málum sem þessum. „Við erum hvorki með eða á móti einu eða neinu. Við erum bara að vinna. Þetta er bara vinnan okkar. Ég vil ekki vera settur í þá stöðu.“

Listaverk á röngum stað

Þegar Þorsteinn hóf störf árið 1996 var ekki eins mikið um veggjakrot eða hreinsun á þeim hér á landi en hinsvegar var það, að hans sögn, víða um heim. Á þeim tíma kynnti Þorsteinn sér hvernig slík veggjakrot voru framkvæmd til þess að vita hvernig ætti að fjarlægja þau. Hann sótti sér námskeið um efnið og upp frá því hóf hann að þrífa veggi í Reykjavík.  

„Það var oft mjög erfitt og erfitt að vera í þeirri stöðu.“

Aðspurður hvort hann hafi verið í þeirri stöðu að þurfa að þrífa af verk sem honum þótti fallegt svarar hann játandi. „Við verðum að átta okkur á því að mikið af þessu fólki hefur mikla hæfileika. Það er engum blöðum um það að fletta og ég fer ekki ofan af því.“

Honum var þó kennt að ef listverkin eru sett á eigur annarra í óleyfi væri það skemmdarverk. Hann tekur það þó fram að sjálfur leggi hann ekki mat á hvað sé list og hvað ekki. „Ég dæmi ekki hvort þetta er list eða ekki,“ segir hann. „Ef ég er beðinn um að gera þetta, geri ég þetta. Jafnvel flottustu myndirnar sem ég hef þurft að fjarlægja, sem mér fannst mjög flottar, þær voru bara á röngum stað,“ segir hann.

Vill þjóna almenningi

Almennt telur hann að málið snúist um hvort verknaðurinn sé gerður með leyfi þess sem á eignina. Hann vilji hjálpa fólki að fjarlægja eitthvað sem það vill ekki hafa á sinni eign. Öllum brögðum sé beitt til að krota.

Hann segist geta kallað sig hreinsimann. „Við erum að hreinsa, ekki bara veggjakrot, alls konar stéttar, fjarlægjum tyggjó og hreinsum stéttar hjá fólki heima, sem vill losna við gras á milli.“

Þorsteinn segist reyna að þjóna almenningi. „Hvað var verið að tala um í fjölmiðlum, að einhverjir háþrýstikarlar eitthvað? Mér er alveg sama hvernig þetta er skilgreint. Við notum háþrýstidælur, en við notum líka efni, og við notum þekkingu,“ segir hann. „Það er okkar hlutverk að reyna að koma hlutunum í upprunalegt horf.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnarskrármálið

Mest lesið

CCP sagðist endurskoða fjölda starfa á Íslandi vegna lagabreytinga
4
Stjórnmál

CCP sagð­ist end­ur­skoða fjölda starfa á Ís­landi vegna laga­breyt­inga

Í bandorms­frum­varpi sem kom­ið er fram á þingi eru lagð­ar til breyt­ing­ar sem snerta styrki til öfl­ug­ustu fyr­ir­tækj­anna í hug­verka­iðn­að­in­um hér­lend­is. CCP og fleiri fyr­ir­tæki risu upp á aft­ur­lapp­irn­ar þeg­ar frum­varp­ið var kynnt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda á dög­un­um og fer frum­varp Sig­urð­ar Inga Jó­hanns­son­ar fjár­mála­ráð­herra ögn mild­ari hönd­um um stærstu fyr­ir­tæk­in í brans­an­um en frum­varps­drög­in gerðu.
Erla Hlynsdóttir
5
Leiðari

Erla Hlynsdóttir

Erf­iði hlut­inn í þessu

Ár­um sam­an hef­ur ver­ið kall­að eft­ir betr­um­bót­um þeg­ar kem­ur að með­ferð­ar­úr­ræð­um fyr­ir börn í vanda. Eft­ir að for­stöðu­mað­ur Stuðla kall­aði enn einu sinni á hjálp var hann send­ur í leyfi. Um ára­bil hafa ver­ið gef­in fög­ur fyr­ir­heit, það er bú­ið að skrifa skýrsl­ur, skipa starfs­hópa og nefnd­ir, meira að segja skrifa und­ir vilja­yf­ir­lýs­ing­ar, en ekk­ert hef­ur enn gerst.
Sympatískari gagnvart Sigmundi eftir því sem „hugmyndafræðin þvoðist af“
6
FréttirPressa

Sympa­tísk­ari gagn­vart Sig­mundi eft­ir því sem „hug­mynda­fræð­in þvoð­ist af“

Snorri Más­son fjöl­miðla­mað­ur seg­ir Mið­flokk­inn ekki vera eitt­hvað hylki ut­an um for­mann­inn Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son – held­ur al­vöru stjórn­mála­flokk. Hann hefði upp­haf­lega hall­ast til vinstri en síð­an orð­ið skiln­ings­rík­ari í garð Sig­mund­ar Dav­íðs „eft­ir því sem minn innri mað­ur kom bet­ur í ljós gagn­vart sjálf­um mér og hug­mynda­fræð­in þvoð­ist af mér.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
5
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár