Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Myndhöggvarar öskuillir

Mynd­höggv­ara­fé­lag­ið í Reykja­vík er mjög ósátt við nið­ur­stöðu sam­keppni um út­lista­verk í Vest­ur­bæ. Ástæð­an er sú að sig­ur­veg­ar­arn­ir eru ekki starf­andi mynd­list­ar­menn held­ur arki­tekt­ar og rit­höf­und­ur­inn Andri Snær Magna­son. Til skoð­un­ar er að kæra sam­keppn­ina.

Myndhöggvarar öskuillir
Sjávarmál Myndhöggvarar eru ósáttir við að verkið sem bara sigur úr býtum sé ekki eftir myndlistarmenn. Mynd: Listasafn Reykjavíkur

Myndhöggvarar eru mjög ósáttir við framkvæmd og niðurstöðu samkeppni um nýtt útilistaverk í Vesturbæ Reykjavíkur. Myndhöggvarafélagið í Reykjavík vill meina að brotið hafi verið gegn samkeppnisreglum Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM) við framkvæmd samkeppninnar. Þá hafi Listasafn Reykjavíkur brugðist hrapalega faglega og SÍM hafi brugðist eftirlitshlutverki sínu.

Ástæðan fyrir reiði myndhöggvara er sú að þeir sem báru sigur úr býtum í samkeppninni voru ekki starfandi myndhöggvarar eða myndlistarmenn, heldur arkitektar og rithöfundar. Sigurtillagan, listaverkið Sjávarmál, er eftir arkitektana Baldur Helga Snorrason og David Hugo Cabo, unnin í samstarfi við Andra Snæ Magnason rithöfund. Baldur Helgi segir að sér þyki leitt að myndhöggvarar séu ósáttir en þeir félagar hafi tekið þátt í samræmi við þær reglur sem settar voru um samkeppnina.

Reykjavíkurborg auglýsti eftir tillögum að útilistaverki sem setja skyldi upp í Vesturbænum í apríl á þessu ár, í framhaldi af íbúakosningu á síðasta ári. Í auglýsingu á vef borgarinnar kom fram að samkeppnin yrði haldin samkvæmt samkeppnisreglum SÍM og myndi dómnefnd skipuð fulltrúum Reykjavíkurborgar, íbúaráðs Vesturbæjar, Listasafns Reykjavíkur og SÍM velja úr innsendum hugmyndum. Jafnframt kom fram að þátttaka færi fram á grundvelli nafnleyndar og að samkeppnin væri öllum opin.

Segja reglur hafa verið margbrotnar

Við þetta hafa myndhöggvarar ýmislegt að athuga.

Telja reglur brotnarLogi segir að myndhöggvara ósátta með að ekki hafi verið farið eftir semkeppnisreglum SÍM.

Í tölvupósti sem Logi Bjarnason, formaður Myndhöggvararfélags Reykjavíkur, sendi Stundinni kemur fram að myndhöggvarar telji að samkeppnisreglur SÍM hafi verið margbrotnar í samkeppninni, þrátt fyrir að hafa verið lagðar til grundvallar þegar í upphafi. Mest fer fyrir brjóstið á Myndhöggvarafélaginu sú staðreynd að sigurvegarar samkeppninnar séu ekki starfandi, og hafi aldrei starfað sem, myndlistarmenn. Fyrirsögn póstsins er enda „Arkitektar gera nú myndlistarverk“.

„Það þýðir hinhvegar ekki að starfið myndlistarmaður sé ekki til“

Í samkeppnisreglum SÍM segir um tilhögun samkeppna að almenn samkeppni sé opin öllum myndlistarmönnum. Hins vegar segir í sömu reglum að í keppnislýsingu skuli koma fram hverjir rétt hafi á þátttöku. Þrátt fyrir að í auglýsingu keppninnar hafi komið fram að samkeppnin væri öllum opin túlka myndhöggvarar það svo að þar sem vísað hafi verið til samkeppnisreglnanna hafi verið átt við að hún væri opin öllum starfandi myndlistarmönnum, en ekki hverjum sem er úti í bæ.

Skilgreiningar ættu ekki að vefjast fyrir neinum

Samkeppnisreglur SÍM skilgreina ekki hver telst myndlistarmaður, enda er starfheitið ekki verndað. „Það þýðir hinhvegar ekki að starfið myndlistarmaður sé ekki til og vefst skilgreiningin ekki fyrir neinum í öðru faglegu samhengi eins og við úthlutun listamannalauna, við úthlutanir styrkja úr Myndlistarsjóði, ráðningar til kennslu í myndlist á efri stigum, etc. ÞAR skiptir nám og starferill innan fagsins öllu máli,“ segir í svari Olgu Bergmann, ritara Myndhöggvarafélagsins við fyrirspurn Stundarinnar um málið.

Myndhöggvarar eru sérlega ósáttir við niðurstöðu samkeppninnar í ljósi þess að um sé að ræða verkefni sem sé sjaldséð í íslenska myndlistargeiranum og „langt er á milli slíkra atvinnutækifæra,“ eins og segir í svari Olgu. Þá séu samkeppnir af þessu tagi, þar sem öllum myndlistarmönnum bjóðist að senda inn tillögur án forvals séu enn fátíðari og því ljóst að um mikið hagsmunamál sé að ræða fyrir stéttina.

„Popúlísk útgáfa myndlistarsamkeppni“

Stjórn Myndhöggvarafélagið segir SÍM hafa brugðist eftirlitshlutverki sínu og hefur SÍM játað upp á sig sökina. Stjórn SÍM hefur beðið Myndhöggvarafélagið velvirðingar á sinni aðkomu að málinu í erindi sem stjórn Myndhöggvarafélagsins var send og „harmar það hvernig samkeppnisreglur SÍM um gerð listaverka voru túlkaðar nýverið í auglýsingu um samkeppni um listaverk í almannarými í Vesturbænum, nánar tiltekið að „öllum“ væri heimil þátttaka, en ekki einungis myndlistarmönnum eins og samkeppnisreglur kveða á um.“ Ljóst sé að stjórn SÍM beri að nokkru leyti ábyrgð á útkomu málsins, þar eð bæði stjórnin og trúnaðarmaður SÍM í tengslum við samkeppnina hefðu samþykkt keppnislýsinguna „án þess að taka eftir að búið var að breyta skilgreiningu á því hverjir mættu taka þátt.“ Reykjavíkurborg hafi hins vegar gert sterka kröfu um að samkeppnin væri opin öllum.

Ljóst er að myndhöggvarar eru öskuillir yfir málinu öllu. Þannig segir í svari Olgu Bergmann við fyrirspurn Stundarinnar að þegar ítrekað sé fullyrt að fara eigi eftir samkeppnisreglum SÍM reikni starfandi myndlistarmenn með því að um faglega samkeppni sé að ræða en ekki „ populíska útgáfu „myndlistarsamkeppni“ þar sem faglegur bakgrunnur keppenda skiptir ekki máli.“

„Það er voða leiðinlegt að myndhöggvarar séu ósáttir“

Beðið hafi verið um ítarlega ferilskrá sem fylgdi tillögum í lokuðu umslagi. Það skilja myndhöggvarar ekki fyrst keppnin hafi í raun verið galopin fyrir almenningi og engu máli hafi skipt hvort höfundar ættu nokkurn myndlistarferil að baki. Hins vegar er sú krafa í samræmi við umræddar samkeppnisreglur SÍM.

Myndhöggvarafélagið segir enn fremur ámælisvert að ein helsta myndlistarstofnun landsins, Listasafn Reykjavíkur, bregðist myndlistarmönnum „svo hrapalega í þessari samkeppni um útilistaverk Starfsemi Listasafns Reykjavíkur snýst fyrst og fremst um að sýna verk íslenskra og erlendra myndlistarmanna en ekki afurðir “skapandi einstaklinga og hópa.“

Stjórn Myndhöggvarafélagsins hefur leitað álits hjá lögfræðingi Myndstefs og telur hann ástæðu til að kæra niðurstöðu samkeppninnar til kærunefndar útboðsmála, þar eð Reykjavíkurborg, sem stóð fyrir samkeppninni, sé opinber aðili.

SjávarmálÞeir Andri Snær og Baldur Helgi sjást hér með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra þegar niðurstaða dómnefndar var kynnt í ágúst síðastliðnum.

Tóku þátt út frá gefnum forsendum

Baldur Helgi Snorrason, einn þeirra sem átti vinningstillöguna, segist í samtali við Stundina ekki hafa heyrt af málinu fyrr. Baldur Helgi segir að hann og samstarfsmenn hans hafi tekið þátt í samkeppninni á þeim forsendum sem gefnar voru, að hún væri öllum opin. „Það er oft spurning hvar arkitektur hættir og myndlistin byrjar. Það er alveg hægt að líta á þetta sem arkitektónískt verk í umhverfi. Það er ákveðin fúnksjón þarna, þetta er bekkur og svo er þarna veggur með hljóðeiginleikum í. Þetta getur verið á gráu svæði, hvað á að kalla arkitektúr og hvað myndlist.

Baldur Helgi segir að honum þyki leitt að deilur ætli að rísa um verkið. „Það er voða leiðinlegt að myndhöggvarar séu ósáttir en við tókum auðvitað þátt í samkeppninni út frá þeim forsendum sem gefnar voru, að þetta væri opið öllum. Við stöndum bara með verkinu út frá þeim forsendum sem voru gefnar. Ég get auðvitað skilið þeirra afstöðu að einhverju leyti, svona verkefni eru af skornum skammti fyrir myndhöggvara og myndlistarmenn. Ég skil þetta alveg en mér finnst þetta mjög leiðinlegt.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár