Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Fjárlagafrumvarpið muni auka ójöfnuð og fátækt

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn með 900 millj­arða króna halla næstu fimm ár­in. Hall­inn verð­ur fjár­magn­að­ur með lán­töku. Hag­fræð­ing­ar hafa áhyggj­ur af því hversu lág­um at­vinnu­leys­is­bót­um er hald­ið.

Sú ráðstöfun ríkisstjórnarinnar sem birtist í fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram í dag, að hækka ekki upphæð atvinnuleysisbóta, mun auka ójöfnuð og leiða til fátæktar stórs hóps Íslendinga. Þetta er skoðun hagfræðings BSRB. Hagfræðiprófessor bendir á að atvinnuleysisbætur séu svo lágar að líkur séu á að það muni kalla á aukin útgjöld hjá sveitarfélögum, í fjárhagsaðstoð og stoðþjónustu.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2021 og fjármálaáætlun fyrir árin 2021–2025 einnig. Ríkissjóður verður rekinn með 264 milljarða króna halla á næsta ári og gert er ráð fyrir að hallinn verði 900 milljarðar króna. Yfir 100 milljarðar króna fara til greiðslu atvinnuleysisbóta bæði í ár og á næsta ári.

Skatttekjur ríkissjóðs verða 52 milljörðum lægri í ár en stefnt hafði verið að. Bjarni sagði að hverjum manni væri augljóst að hrun hefði orðið í afkomu ríkissjóðs. „Við höfum ekki til lengri tíma efni á því að halda …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár