Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

136. spurningaþraut: Kóngurinn Atahúalpa og þéttbýliskjarnar utan Faxaflóa

136. spurningaþraut: Kóngurinn Atahúalpa og þéttbýliskjarnar utan Faxaflóa

Þrautin frá í gærmorgun er hérna.

Fyrri aukaspurning er þessi:

Úr hvaða bíómynd er skjáskotið hér að ofan? Athugið að þótt þetta virðist kannski erfitt, þá er þetta úr mynd sem mjög margir hafa séð og ef þið veltið aðeins vöngum yfir því sem gæti gerst næst, þá finniði örugglega rétta svarið.

***

Aðalspurningar, tíu af öllu tagi.

1.   Hvaða þjóð átti sér fyrir um 500 árum konunginn Atahúalpa? Það má fylgja sögunni að það fór illa fyrir honum.

2.   Hvaða klassískt tónskáld samdi gamanóperuna Rakarinn í Sevilla?

3.   Hvað heitir heiðin sem aka þarf liggi leiðin milli Hveragerðis og Reykjavíkur?

4.   Erlendur Sigtryggsson hét fréttamaður einn sem lengi vann á sama stað undir stjórn Péturs Teitssonar fréttastjóra. Á hvaða fréttastofu var það?

5.   Fyrir hvaða flokk sat Eysteinn Jónsson á þingi hér fyrrum daga?

6.   Árni Páll Árnason heitir tæplega hálfþrítugur tónlistarmaður úr Kópavogi sem hefur meðal annars sent frá sér plötuna Hetjan úr hverfinu. Hann kemur ævinlega fram undir öðru nafni, sem hann valdi sér sjálfur, kannski með tilliti til þess hver er eftirlætis fæðutegund hans. Hvert er þetta listamannsnafn Árna Páls?

7.   Hvað nefnist kvendýr sela?

8.   Guðrún Agnarsdóttir, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Kristín Halldórsdóttir. Hvað gerðu þær árið 1983?

9.   Af tólf fjölmennustu þéttbýliskjörnum á Íslandi eru átta við Faxaflóa, en fjórir utan hans. Þar er Akureyri fjölmennust en hverjir eru hinir þrír? Í þetta sinn megið gefa ykkur hálft stig ef þið hafið tvo rétta, en heilt stig aðeins ef þið hafið alla þrjá.

10.   Hver varð Miss World árið 1985?

***

Síðari aukaspurning kemur hér.

Hvað er að gerast á þessari frægu (og þó öllu heldur alræmdu) ljósmynd frá 1946? Hér sést aðeins hluti myndinnar.

 ***

Svörin við aðalspurningum:

1.   Inkar í Perú.

2.   Rossini.

3.   Hellisheiði.

4.   Fréttastofu Spaugstofunnar.

5.   Framsóknarflokkinn.

6.   Herra Hnetusmjör.

7.   Urtur. (Að ekki sé minnst á kæpur, skergálur, skerjakollur og skerjálur! Takk Ævar Örn!)

8.   Þær settust á þing sem fyrstu þingkonur Kvennalistans.

9.   Árborg (og jú, það má segja Selfoss), Vestmannaeyjar og Grindavík.

10.   Hólmfríður Karlsdóttir.

***

Svör við aukaspurningum:

Myndin efst er úr Guðföðurnum og sýnir Don Vito Corleone (Marlon Brando) leika sér við barnabarn sitt, sem verður á tímabili skelfingu lostið.

En barnið tekur svo gleði sína og leikur við afa, rétt áður en hann fær slag og deyr í garðinum heima hjá sér.

Hér er annað skjáskot nokkrum sekúndum fyrr.

***

Myndin með seinni aukaspurningunni sýnir gleðina sem greip bandaríska herforingja og frúr þeirra þegar fréttir bárust af vel heppnuðum kjarnorkutilraunum á eyjaklasanum Bikini 1946.

Smáatriðin þarf ekki að vita, en nauðsynlegt að vita að þau eru að skera köku í líki kjarnorkusprengju.

Hér má sjá gleðina betur:

***

Og hér er loks linkur (aftur) á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
3
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
4
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
6
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
„Ég mun hrópa hallelúja uppi í Hallgrímskirkjuturni þegar þessi ríkisstjórn hefur lagt upp laupana“
10
Stjórnmál

„Ég mun hrópa hallelúja uppi í Hall­gríms­kirkjut­urni þeg­ar þessi rík­is­stjórn hef­ur lagt upp laup­ana“

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, ætl­ar að fara upp í Hall­gríms­kirkjut­urn og „hrópa hallelúja“ þeg­ar rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Vinstri grænna legg­ur upp laup­ana. Mið­flokk­ur­inn íhug­ar að leggja fram van­traust á mat­væla­ráð­herra eft­ir helgi. Þing­mað­ur Við­reisn­ar styð­ur til­lög­una.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
5
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
Bankarnir búnir með alla sénsa - peningaþvættisvarnir í ólestri
8
FréttirPeningaþvætti

Bank­arn­ir bún­ir með alla sénsa - pen­inga­þvættis­varn­ir í ólestri

Tæp­lega 600 millj­ón króna sátt Ís­lands­banka við yf­ir­völd vegna ónógra pen­inga­þvættis­varna er til marks um að bæði séu séns­ar eft­ir­lits­að­ila á þrot­um og að mun hærri sekt­ir verði lagð­ar á fyr­ir­tæki en áð­ur. Ari­on banki er næst­ur, en óljóst er hversu há sú sekt verð­ur. Fyr­ir tveim­ur ár­um greiddi Salt­Pay rúm­lega tíu sinn­um lægri sekt fyr­ir mun al­var­legri brot.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
3
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
8
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
9
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár