Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Sex Íslendingar fjárfesta í enskum fótboltaklúbbi

Þrenn ís­lensk hjón eru með­al nýrra eig­enda Burt­on Al­bi­on FC, liðs í ensku C-deild­inni. Ís­lend­ing­ar ekki ver­ið fyr­ir­ferð­ar­mikl­ir í eig­enda­hópi liða í enska bolt­an­um síð­an fyr­ir hrun.

Sex Íslendingar fjárfesta í enskum fótboltaklúbbi
Burton Albion spilar í C-deild ensku knattspyrnunnar. Mynd: Burton Albion FC

Þann 3. júní síðastliðinn var greint frá því að formaður enska fótboltafélagsins Burton Albion Football Club, maður að nafni Ben Robinson, hefði selt alla meirihlutaeign sína í félaginu til Nordic Football Group (NFG). Meðal stórra hluthafa í því félagi eru þrenn íslensk hjón.

Degi eftir að tilkynnt um kaup hópsins á félaginu kynnti það til sögunnar nýjan aðalþjálfara, Mark Robinson. Mark, sem áður starfaði í uppbyggingarstarfi Chelsea, var auk þess þjálfari AFC Birmingham um tíma og þykir að sögn talsverður fengur fyrir Burton Albion.

Þá mun Fleur Robinson, dóttir fráfarandi eiganda, snúa aftur í forstjórastólinn hjá félaginu. En Fleur hefur stýrt velska fótboltaliðinu Wrexham A.F.C. síðustu þrjú árin. Wrexham, sem er í eigu Hollywood leikaranna Ryan Reynolds og Rob McElhenney, hefur færst upp úr E-deild upp í C-deild á síðastliðnum árum og öðlast töluverða frægð í gegnum sjónvarpsþættina Welcome to Wrexham.

Burton Albion spilar í ensku C-deildinni og er staðsett í breska bænum Burton upon Trent. Það hefur ekki verið tilþrifamikið í deildum ofar þeirri sem það leikur í núna, og mátti teljast heppið að halda sér í deildinni þetta tímabilið. Félagið lék tvö tímabil í ensku B-deildinni, Championship deildinni frá 2016-2018, eftir að hafa unnið sig upp úr E-deild enska fótboltans á rúmlega áratug.

Trent heillar

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Íslendingar gera sig gildandi í hluthafahópi knattspyrnuliða á Englandi, og raunar alls ekki í fyrsta sinn sem lið við ána Trent er að hluta eða stórum hluta í eigu Íslendinga. Stoke City FC var í um áratug í eigu og undir stjórn íslenskra fjárfesta, en heimavöllur þess er í borginni Stoke on Trent. Rétt er að taka fram að áin sú arna hefur ansi hreint vítt vatnasvið.

Einna hæstum hæðum náðu þó íslenskir fjárfestar þegar þeir komust yfir enska úrvaldsdeildarliðið West Ham, þegar Björgólfur Guðmundsson eignaðist meirihluta í félaginu um nokkurra missera skeið, fram að bankahruni.

Síðan þá hafa Íslendingar ekki verið áberandi þátttakendur í eigendahópi enskra knattspyrnuliða.

Þrenn íslensk hjón í hópi eigenda

Í félaginu Nordic Football Group sem keypti Burton Albion á dögunum eru ýmsir fjárfestar frá Norðurlöndunum – Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi og Íslandi.  Á heimasíðu fótboltafélagsins má sjá lista yfir 18 manns sem eiga verulegan hlut í félaginu. Eru þar á meðal nöfn sex Íslendinga, þrennra hjóna.

Ein þeirra eru Bogi Þór Siguroddsson og Linda Björk Ólafsdóttir, ein ríkustu hjón landsins. Tímaritið Frjáls verslun mat auð hjónanna á 15 milljarða króna í fyrra. En í tímaritinu eru fimmtíu ríkustu Íslendingarnir útlistaðir.

Bogi Þór er aðaleigandi og stjórnarformaður Fagkaupa sem er stærsta heildsala á Íslandi m.t.t. veltu. Fagkaup er móðurfélag Johan Rönning, Sindra og Áltaks meðal annarra fyrirtækja. 

Bogi Þór og Linda Björk hafa einkum verið áberandi í kaupum á íslenskum heildsölum. Þau eiga fjárfestingarfélagið Bóksal, sem hefur verið meðal stærstu hluthafa fyrirtækja s.s. Icelandair, Arion banka og Kviku banka. Bóksal var enn fremur stærsti einkaaðilinn sem tók þátt í útboði Bankasýslunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 

Bogi Þór var í 21. sæti yfir tekjuhæstu Íslendingana á höfuðborgarsvæðinu árið 2022 með yfir hálfan milljarð í heildarárstekjur. 

Fyrrverandi fótboltamenn og núverandi fjárfestar

Önnur íslensk hjón í eigendahópnum eru með bakgrunn í fótbolta. Það eru þau Hrafnhildur Eymundsdóttir og Ólafur Páll Snorrason, sem eru bæði fyrrverandi fótboltamenn. Lét Ólafur Páll þar einkum til sín taka á þeim vettvangi, hann starfaði sem atvinnumaður í íþróttinni og á að baki marga Íslandsmeistaratitla. 

Ólafur Páll og Hrafnhildur eiga saman OS Eignir sem er fasteigna- og byggingarfélag. Hann er framkvæmdastjóri fyrirtækisins en hún er sölu- og markaðsstjóri þess. Þau hafa enn fremur stundað fjárfestingar í gegnum félag sitt Funaberg. 

Árið 2022 var Ólafur Páll með heildarárstekjur upp á yfir 90 milljónir og var því í 318. sæti yfir tekjuhæstu einstaklingana á höfuðborgarsvæðinu. 

Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og stjórnarformaður Bláa lónssins, og kona hans Jóna Ósk Pétursdóttir eru einnig á listanum. Samkvæmt hátekjulista Heimildarinnar frá því í fyrra var Úlfar í 261. sæti yfir tekjuhæstu Íslendingana á höfuðborgarsvæðinu, með heildartekjur sem námu rúmri 101 milljón fyrir árið 2022. 

Úlfar starfaði á árum áður sem formaður ÍR. 

Jóna hefur orðið þekkt fyrir skrif sín um lífsstíl og gaf hún meðal annars út bókina Frábær eftir fertugt árið 2012.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
4
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár