Sex Íslendingar fjárfesta í enskum fótboltaklúbbi

Þrenn ís­lensk hjón eru með­al nýrra eig­enda Burt­on Al­bi­on FC, liðs í ensku C-deild­inni. Ís­lend­ing­ar ekki ver­ið fyr­ir­ferð­ar­mikl­ir í eig­enda­hópi liða í enska bolt­an­um síð­an fyr­ir hrun.

Sex Íslendingar fjárfesta í enskum fótboltaklúbbi
Burton Albion spilar í C-deild ensku knattspyrnunnar. Mynd: Burton Albion FC

Þann 3. júní síðastliðinn var greint frá því að formaður enska fótboltafélagsins Burton Albion Football Club, maður að nafni Ben Robinson, hefði selt alla meirihlutaeign sína í félaginu til Nordic Football Group (NFG). Meðal stórra hluthafa í því félagi eru þrenn íslensk hjón.

Degi eftir að tilkynnt um kaup hópsins á félaginu kynnti það til sögunnar nýjan aðalþjálfara, Mark Robinson. Mark, sem áður starfaði í uppbyggingarstarfi Chelsea, var auk þess þjálfari AFC Birmingham um tíma og þykir að sögn talsverður fengur fyrir Burton Albion.

Þá mun Fleur Robinson, dóttir fráfarandi eiganda, snúa aftur í forstjórastólinn hjá félaginu. En Fleur hefur stýrt velska fótboltaliðinu Wrexham A.F.C. síðustu þrjú árin. Wrexham, sem er í eigu Hollywood leikaranna Ryan Reynolds og Rob McElhenney, hefur færst upp úr E-deild upp í C-deild á síðastliðnum árum og öðlast töluverða frægð í gegnum sjónvarpsþættina Welcome to Wrexham.

Burton Albion spilar í ensku C-deildinni og er staðsett í breska bænum Burton upon Trent. Það hefur ekki verið tilþrifamikið í deildum ofar þeirri sem það leikur í núna, og mátti teljast heppið að halda sér í deildinni þetta tímabilið. Félagið lék tvö tímabil í ensku B-deildinni, Championship deildinni frá 2016-2018, eftir að hafa unnið sig upp úr E-deild enska fótboltans á rúmlega áratug.

Trent heillar

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Íslendingar gera sig gildandi í hluthafahópi knattspyrnuliða á Englandi, og raunar alls ekki í fyrsta sinn sem lið við ána Trent er að hluta eða stórum hluta í eigu Íslendinga. Stoke City FC var í um áratug í eigu og undir stjórn íslenskra fjárfesta, en heimavöllur þess er í borginni Stoke on Trent. Rétt er að taka fram að áin sú arna hefur ansi hreint vítt vatnasvið.

Einna hæstum hæðum náðu þó íslenskir fjárfestar þegar þeir komust yfir enska úrvaldsdeildarliðið West Ham, þegar Björgólfur Guðmundsson eignaðist meirihluta í félaginu um nokkurra missera skeið, fram að bankahruni.

Síðan þá hafa Íslendingar ekki verið áberandi þátttakendur í eigendahópi enskra knattspyrnuliða.

Þrenn íslensk hjón í hópi eigenda

Í félaginu Nordic Football Group sem keypti Burton Albion á dögunum eru ýmsir fjárfestar frá Norðurlöndunum – Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi og Íslandi.  Á heimasíðu fótboltafélagsins má sjá lista yfir 18 manns sem eiga verulegan hlut í félaginu. Eru þar á meðal nöfn sex Íslendinga, þrennra hjóna.

Ein þeirra eru Bogi Þór Siguroddsson og Linda Björk Ólafsdóttir, ein ríkustu hjón landsins. Tímaritið Frjáls verslun mat auð hjónanna á 15 milljarða króna í fyrra. En í tímaritinu eru fimmtíu ríkustu Íslendingarnir útlistaðir.

Bogi Þór er aðaleigandi og stjórnarformaður Fagkaupa sem er stærsta heildsala á Íslandi m.t.t. veltu. Fagkaup er móðurfélag Johan Rönning, Sindra og Áltaks meðal annarra fyrirtækja. 

Bogi Þór og Linda Björk hafa einkum verið áberandi í kaupum á íslenskum heildsölum. Þau eiga fjárfestingarfélagið Bóksal, sem hefur verið meðal stærstu hluthafa fyrirtækja s.s. Icelandair, Arion banka og Kviku banka. Bóksal var enn fremur stærsti einkaaðilinn sem tók þátt í útboði Bankasýslunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 

Bogi Þór var í 21. sæti yfir tekjuhæstu Íslendingana á höfuðborgarsvæðinu árið 2022 með yfir hálfan milljarð í heildarárstekjur. 

Fyrrverandi fótboltamenn og núverandi fjárfestar

Önnur íslensk hjón í eigendahópnum eru með bakgrunn í fótbolta. Það eru þau Hrafnhildur Eymundsdóttir og Ólafur Páll Snorrason, sem eru bæði fyrrverandi fótboltamenn. Lét Ólafur Páll þar einkum til sín taka á þeim vettvangi, hann starfaði sem atvinnumaður í íþróttinni og á að baki marga Íslandsmeistaratitla. 

Ólafur Páll og Hrafnhildur eiga saman OS Eignir sem er fasteigna- og byggingarfélag. Hann er framkvæmdastjóri fyrirtækisins en hún er sölu- og markaðsstjóri þess. Þau hafa enn fremur stundað fjárfestingar í gegnum félag sitt Funaberg. 

Árið 2022 var Ólafur Páll með heildarárstekjur upp á yfir 90 milljónir og var því í 318. sæti yfir tekjuhæstu einstaklingana á höfuðborgarsvæðinu. 

Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og stjórnarformaður Bláa lónssins, og kona hans Jóna Ósk Pétursdóttir eru einnig á listanum. Samkvæmt hátekjulista Heimildarinnar frá því í fyrra var Úlfar í 261. sæti yfir tekjuhæstu Íslendingana á höfuðborgarsvæðinu, með heildartekjur sem námu rúmri 101 milljón fyrir árið 2022. 

Úlfar starfaði á árum áður sem formaður ÍR. 

Jóna hefur orðið þekkt fyrir skrif sín um lífsstíl og gaf hún meðal annars út bókina Frábær eftir fertugt árið 2012.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lögregla í átaksverkefni við eftirlit á leigubifreiðum
7
Fréttir

Lög­regla í átaks­verk­efni við eft­ir­lit á leigu­bif­reið­um

Frá því um síð­ustu helgi hef­ur lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stað­ið í sér­stöku átaks­verk­efni ásamt Sam­göngu­stofu og Skatt­in­um þar sem haft er eft­ir­lit með leigu­bif­reið­um ak­andi um göt­ur borg­ar­inn­ar. Þrátt fyr­ir að rúmt ár sé lið­ið frá því að ný lög um leigu­bif­reiða­akst­ur tóku gildi virð­ist ekki hafa orð­ið fjölg­un á heild­ar­fjölda leigu­bif­reiða­stjóra.
Náttúran er skólastofa framtíðarinnar
10
Viðtal

Nátt­úr­an er skóla­stofa fram­tíð­ar­inn­ar

Mögu­leik­ar úti­mennt­un­ar á Ís­landi fel­ast í sér­stöðu ís­lenskr­ar nátt­úru og fjöl­breyti­leika henn­ar. Dr. Jakob Frí­mann Þor­steins­son hef­ur unn­ið hörð­um hönd­um að því að gera úti­vist að úti­mennt­un og í doktors­rann­sókn sinni kann­aði hann mögu­leika úti­mennt­un­ar á Ís­landi. Og þeir eru fjöl­marg­ir. „Lang­stærsta hindr­un­in er í hausn­um á okk­ur sjálf­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
1
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
2
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
5
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.
Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
7
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
8
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
9
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár