Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

136. spurningaþraut: Kóngurinn Atahúalpa og þéttbýliskjarnar utan Faxaflóa

136. spurningaþraut: Kóngurinn Atahúalpa og þéttbýliskjarnar utan Faxaflóa

Þrautin frá í gærmorgun er hérna.

Fyrri aukaspurning er þessi:

Úr hvaða bíómynd er skjáskotið hér að ofan? Athugið að þótt þetta virðist kannski erfitt, þá er þetta úr mynd sem mjög margir hafa séð og ef þið veltið aðeins vöngum yfir því sem gæti gerst næst, þá finniði örugglega rétta svarið.

***

Aðalspurningar, tíu af öllu tagi.

1.   Hvaða þjóð átti sér fyrir um 500 árum konunginn Atahúalpa? Það má fylgja sögunni að það fór illa fyrir honum.

2.   Hvaða klassískt tónskáld samdi gamanóperuna Rakarinn í Sevilla?

3.   Hvað heitir heiðin sem aka þarf liggi leiðin milli Hveragerðis og Reykjavíkur?

4.   Erlendur Sigtryggsson hét fréttamaður einn sem lengi vann á sama stað undir stjórn Péturs Teitssonar fréttastjóra. Á hvaða fréttastofu var það?

5.   Fyrir hvaða flokk sat Eysteinn Jónsson á þingi hér fyrrum daga?

6.   Árni Páll Árnason heitir tæplega hálfþrítugur tónlistarmaður úr Kópavogi sem hefur meðal annars sent frá sér plötuna Hetjan úr hverfinu. Hann kemur ævinlega fram undir öðru nafni, sem hann valdi sér sjálfur, kannski með tilliti til þess hver er eftirlætis fæðutegund hans. Hvert er þetta listamannsnafn Árna Páls?

7.   Hvað nefnist kvendýr sela?

8.   Guðrún Agnarsdóttir, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Kristín Halldórsdóttir. Hvað gerðu þær árið 1983?

9.   Af tólf fjölmennustu þéttbýliskjörnum á Íslandi eru átta við Faxaflóa, en fjórir utan hans. Þar er Akureyri fjölmennust en hverjir eru hinir þrír? Í þetta sinn megið gefa ykkur hálft stig ef þið hafið tvo rétta, en heilt stig aðeins ef þið hafið alla þrjá.

10.   Hver varð Miss World árið 1985?

***

Síðari aukaspurning kemur hér.

Hvað er að gerast á þessari frægu (og þó öllu heldur alræmdu) ljósmynd frá 1946? Hér sést aðeins hluti myndinnar.

 ***

Svörin við aðalspurningum:

1.   Inkar í Perú.

2.   Rossini.

3.   Hellisheiði.

4.   Fréttastofu Spaugstofunnar.

5.   Framsóknarflokkinn.

6.   Herra Hnetusmjör.

7.   Urtur. (Að ekki sé minnst á kæpur, skergálur, skerjakollur og skerjálur! Takk Ævar Örn!)

8.   Þær settust á þing sem fyrstu þingkonur Kvennalistans.

9.   Árborg (og jú, það má segja Selfoss), Vestmannaeyjar og Grindavík.

10.   Hólmfríður Karlsdóttir.

***

Svör við aukaspurningum:

Myndin efst er úr Guðföðurnum og sýnir Don Vito Corleone (Marlon Brando) leika sér við barnabarn sitt, sem verður á tímabili skelfingu lostið.

En barnið tekur svo gleði sína og leikur við afa, rétt áður en hann fær slag og deyr í garðinum heima hjá sér.

Hér er annað skjáskot nokkrum sekúndum fyrr.

***

Myndin með seinni aukaspurningunni sýnir gleðina sem greip bandaríska herforingja og frúr þeirra þegar fréttir bárust af vel heppnuðum kjarnorkutilraunum á eyjaklasanum Bikini 1946.

Smáatriðin þarf ekki að vita, en nauðsynlegt að vita að þau eru að skera köku í líki kjarnorkusprengju.

Hér má sjá gleðina betur:

***

Og hér er loks linkur (aftur) á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu