Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

136. spurningaþraut: Kóngurinn Atahúalpa og þéttbýliskjarnar utan Faxaflóa

136. spurningaþraut: Kóngurinn Atahúalpa og þéttbýliskjarnar utan Faxaflóa

Þrautin frá í gærmorgun er hérna.

Fyrri aukaspurning er þessi:

Úr hvaða bíómynd er skjáskotið hér að ofan? Athugið að þótt þetta virðist kannski erfitt, þá er þetta úr mynd sem mjög margir hafa séð og ef þið veltið aðeins vöngum yfir því sem gæti gerst næst, þá finniði örugglega rétta svarið.

***

Aðalspurningar, tíu af öllu tagi.

1.   Hvaða þjóð átti sér fyrir um 500 árum konunginn Atahúalpa? Það má fylgja sögunni að það fór illa fyrir honum.

2.   Hvaða klassískt tónskáld samdi gamanóperuna Rakarinn í Sevilla?

3.   Hvað heitir heiðin sem aka þarf liggi leiðin milli Hveragerðis og Reykjavíkur?

4.   Erlendur Sigtryggsson hét fréttamaður einn sem lengi vann á sama stað undir stjórn Péturs Teitssonar fréttastjóra. Á hvaða fréttastofu var það?

5.   Fyrir hvaða flokk sat Eysteinn Jónsson á þingi hér fyrrum daga?

6.   Árni Páll Árnason heitir tæplega hálfþrítugur tónlistarmaður úr Kópavogi sem hefur meðal annars sent frá sér plötuna Hetjan úr hverfinu. Hann kemur ævinlega fram undir öðru nafni, sem hann valdi sér sjálfur, kannski með tilliti til þess hver er eftirlætis fæðutegund hans. Hvert er þetta listamannsnafn Árna Páls?

7.   Hvað nefnist kvendýr sela?

8.   Guðrún Agnarsdóttir, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Kristín Halldórsdóttir. Hvað gerðu þær árið 1983?

9.   Af tólf fjölmennustu þéttbýliskjörnum á Íslandi eru átta við Faxaflóa, en fjórir utan hans. Þar er Akureyri fjölmennust en hverjir eru hinir þrír? Í þetta sinn megið gefa ykkur hálft stig ef þið hafið tvo rétta, en heilt stig aðeins ef þið hafið alla þrjá.

10.   Hver varð Miss World árið 1985?

***

Síðari aukaspurning kemur hér.

Hvað er að gerast á þessari frægu (og þó öllu heldur alræmdu) ljósmynd frá 1946? Hér sést aðeins hluti myndinnar.

 ***

Svörin við aðalspurningum:

1.   Inkar í Perú.

2.   Rossini.

3.   Hellisheiði.

4.   Fréttastofu Spaugstofunnar.

5.   Framsóknarflokkinn.

6.   Herra Hnetusmjör.

7.   Urtur. (Að ekki sé minnst á kæpur, skergálur, skerjakollur og skerjálur! Takk Ævar Örn!)

8.   Þær settust á þing sem fyrstu þingkonur Kvennalistans.

9.   Árborg (og jú, það má segja Selfoss), Vestmannaeyjar og Grindavík.

10.   Hólmfríður Karlsdóttir.

***

Svör við aukaspurningum:

Myndin efst er úr Guðföðurnum og sýnir Don Vito Corleone (Marlon Brando) leika sér við barnabarn sitt, sem verður á tímabili skelfingu lostið.

En barnið tekur svo gleði sína og leikur við afa, rétt áður en hann fær slag og deyr í garðinum heima hjá sér.

Hér er annað skjáskot nokkrum sekúndum fyrr.

***

Myndin með seinni aukaspurningunni sýnir gleðina sem greip bandaríska herforingja og frúr þeirra þegar fréttir bárust af vel heppnuðum kjarnorkutilraunum á eyjaklasanum Bikini 1946.

Smáatriðin þarf ekki að vita, en nauðsynlegt að vita að þau eru að skera köku í líki kjarnorkusprengju.

Hér má sjá gleðina betur:

***

Og hér er loks linkur (aftur) á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
4
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár