Sjávarmál var valið úr 70 innsendum tillögum sem nýtt útilistaverk við Eiðsgranda í Vesturbæ Reykjavíkur. Verkið er eftir arkitektana Baldur Helga Snorrason og David Hugo Cabo í samstarfi við skáldið Andra Snæ Magnason.
Á þeirri hlið sem snýr að hafinu verður innbjúg skál sem magnar upp hljóð hafsins, en á hinni hliðinni, sem snýr að borginni, verða letruð íslensk heiti yfir hafið. Tilgangur verksins er að bjóða borgarbúum tækifæri til þess að hlusta eftir því sem náttúran hefur að segja, en áhrif loftslagsbreytinga á hafið eru höfundum verksins hugleikin.
Athugasemdir