Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

120. spurningaþraut: Fólk sem heitir eftir fyrirbærum sólkerfisins! Og eitthvað svolítið fleira.

120. spurningaþraut: Fólk sem heitir eftir fyrirbærum sólkerfisins! Og eitthvað svolítið fleira.

Hér er fyrst þrautin frá í gær.

Þar sem númer þessarar þrautar endar á núlli, þá snúast allar spurningarnar um sama efni.

Nú er það sólkerfið okkar.

Fyrri aukaspurningin:

Myndin hér að ofan sýnir ferjumann nokkurn. Eitt af tunglum sólkerfisins (sem sveimar umhverfis Plútó) heitir eftir honum. Hvað heitir ferjumaðurinn?

Aðalspurningar:

1.   Minnsta reikistjarna sólkerfisins er jafnframt næst sólu. Frægur rokksöngvari, sem hét í rauninni Bulsara að eftirnafni, tók sér sem listamannsheiti enska útgáfu á nafni þessarar reikistjörnu. Hvað hét hann?

2.   Venus heitir næsta reikistjarna frá sólu. Fræg tennisstjarna heitir Venus og reyndar er systir hennar Serena enn frægari tennisstjarna. Hvert er eftirnafn þeirra systra?

3.   Við þriðju reikistjörnuna, Jörðina, er, eins og menn vita, aðeins eitt tungl sem við köllum því einfaldlega Tunglið. Frægur enskur trommuleikari á hippatímanum hét Moon eins og Tunglið heitir á ensku. Keith Moon hét hann fullu nafni. Hann þótti gríðarlega kröftugur og skemmtilegur trommuleikari en átti við ógurlegt drykkjuvandamál að stríða og dó alltof ungur af þeim sökum. Í hvaða hljómsveit barði hann húðirnar?

4.   Mars er fjórða reikistjarnan. Hún heitir eftir stríðsguði Rómverja eins og flestir vita, en Mars er rómverska útgáfan af gríska stríðsguðinum, sem heitir ... hvað?

5.   Júpíter er fimmta reikistjarnan. Júpíter er ekki algengt mannsnafn en þó fæddist á tilteknum stað árið 1711 maður sem nefndist Jupiter Hammon. Foreldrar hans hétu Opium og Rose. Jupiter gerðist skáld og rithöfundur sem var síður en svo sjálfsagt um menn af hans sauðahúsi. Um fimmtugt eða um 1760 gaf Jupiter út ljóð og seinna ritgerðir þar sem hann fjallaði um hlutskipti sitt. Hvaða hlutskipti var það? Hvað var svona óvenjulegt við að Jupiter Hammon gæfi út ritsmíðar sínar og yfirleitt að hann kynni að lesa og skrifa?

6.   Ekki er algengt að fólk heiti eftir sjöttu reikistjörnunni, Satúrnusi. Þó tók bandarískur íþróttakappi að nafni Perry Satullo sér nafnið Perry Saturn og keppti með góðum árangri undir því nafni á síðasta áratug síðustu aldar. Hann er enn að, þótt kominn sé á efri ár íþróttamanna, og leggur jafnvel að velli mun yngri andstæðinga, sem kannski er ekki að furða því flestir vita satt að setja að þessi íþróttagrein er tómt blöff. Í hvaða íþrótt keppir Perry Saturn?

7.  Sjöunda reikistjarnan heitir Úranus. Um árið 1000 hét frægur herforingi Níkefor Úranus. Hann þjónaði keisaranum Basil Búlgarabana í styrjöldum þessa keisara við Búlgara, Araba, Persa og fleiri. Herjum hvaða ríkis stýrði Níkefor Úranus fyrir keisara sinn?

8.   Áttunda reikistjarnan er Neptúnus. Hann er, eins og hinar reikistjörnar, nefndur eftir fyrirbæri úr rómversku og/eða grísku goðafræðinni. Hvaða goðmagn var Neptúnus?

9.   Einn Íslendingur heitir Neptúnus. Hann er nú rétt tæplega þrítugur og ber nafnið með sóma. Það mun hafa verið móðir hans sem valdi honum þetta ágæta nafn, en hún er ljóðskáld og óhrædd við að fara ótroðnar slóðir. En hún hefur vissulega fetað troðnar slóðir líka, meira að segja verið árum saman á Alþingi Íslendinga. Hvað heitir hún?

10. Gríðarlegur fjöldi smástirna og stórra loftsteina hafa hlotið nöfn, ekki síst smástirnin sem leynast milli Júpíters og Mars. Þar af heitir eitt Iceland og tvö heita eftir frægum íslenskum náttúrufyrirbærum. Annað þeirra er hið lang, langstærsta í sínum flokki náttúrufyrirbæra - hér á landi. Hitt er eitt af þeim stærstu í öðrum flokki fyrirbæra, og um leið það langfrægasta. Frægð þess síðarnefnda hafði þegar fyrir mörgum öldum borist langt út fyrir landsteinana. Nefnið að minnsta kosti annað.

Seinni aukaspurning:

Hvaða reikistjarna er þetta?

Svörin:

1.   Freddie Mercury, söngvari Queen.

2.   Þær Serena og Venus bera ættarnafnið Williams.

3.   Keith Moon trommaði í The Who.

4.   Ares.

5.   Hann var svartur á hörund og alla ævi þræll í New York-nýlendu Breta í Ameríku, síðar Bandaríkjunum. Lykilorðin hér eru „þræll“ og „Ameríka“.

6.   Fjölbragðaglímu, „Wrestling“.

7.    Býsans-ríki, austurrómverska ríkinu eða Miklagarði. Þetta er allt rétt en „Rómaveldi“ er rangt.

8.   Sjávarguð.

9.   Birgitta Jónsdóttir.

10.   Vatnajökull og Hekla.

Fyrri aukaspurning:

Karon.

Seinni aukaspurning:

Mars.

Hér er þrautin frá í gær.

En hér eru allar spurningaþrautirnar 10 af öllu tagi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár