Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

114. spurningaþraut: Hvar var hin forna Fönikía?

114. spurningaþraut: Hvar var hin forna Fönikía?

Hér er þrautin síðan í gærdag.

Aukaspurning sú hin fyrri:

Úr hvaða bíómynd er skjáskotið hér að ofan?

Aðalspurningar tíu:

1.   Hvaða ríki í nútímanum samsvaraði hið gamla menningar- og siglingaríki Fönikía?

2.   Auður er þeirrar sérkennilegu náttúru að orðið er í karlkyni en hefur verið notað sem kvenmannsnafn frá landnámsöld. Nú hefur ungur tónlistarmaður af karlkyni tekið sér orðið sem listamannsnafn. En hvað heitir tónlistarmaðurinn Auður í þjóðskránni? Hér dugar skírnarnafn.

3.   Hvaða ár varð Ísland fullvalda ríki?

4.   Margrét 2. Danadrottning ber eitt íslenskt nafn vegna þess að þegar hún fæddist voru Íslendingar enn í konungssambandi við Dani. Hvað er hennar íslenska nafn?

5.   Hvaða þjóð hefur oftast orðið heimsmeistari í fótbolta kvenna?

6.   Halastjörnur virðast bókstaflega brenna þar sem þær skjótast til og frá sólinni utan úr óravíðáttum geimsins. En úr hverju eru þær að stærstum hluta?

7.   Grikkir höfðu viskugyðjuna Aþenu í miklum hávegum en samsvarandi gyðja í hinni rómversku goðafræði var ekki alveg eins mikils metin. En hvað hét hin rómverska viskugyðja?

8.   Hvað hét sú dóttir Egils Skallagrímssonar sem gabbaði hann upp úr mestu sorg sinni eftir að hann missti tvo syni sína?

9.   Hvaða þéttbýlisstaður er í Grýtubakkahreppi austan Eyjafjarðar?

10.   Í hvaða heimsálfu er ríkið Túvalú?

Síðari aukaspurning:

Hver er þetta?

Svörin eru þessi:

1.   Líbanon.

2.   Auðunn.

3.   1918.

4.   Þórhildur.

5.   Bandaríkjamenn.

6.   Ís. Það mætti rökstyðja að rétt svar væri líka „ryk“ en aðalmálið er að þær eru gaddfreðnar, svo ís verður að fylgja í svarinu.

7.   Mínerva.

8.   Þorgerður.

9.   Grenivík.

10.   Eyjaálfu.

Svör við aukaspurningum:

Skjáskotið er úr bíómyndinni A Clockwork Orange eftir Stanley Kubrick.

Karlinn á neðri myndinni er Hermann Jónasson forsætisráðherra Íslands.

En tókuði eftir linknum á þrautina frá í gær?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár