Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

114. spurningaþraut: Hvar var hin forna Fönikía?

114. spurningaþraut: Hvar var hin forna Fönikía?

Hér er þrautin síðan í gærdag.

Aukaspurning sú hin fyrri:

Úr hvaða bíómynd er skjáskotið hér að ofan?

Aðalspurningar tíu:

1.   Hvaða ríki í nútímanum samsvaraði hið gamla menningar- og siglingaríki Fönikía?

2.   Auður er þeirrar sérkennilegu náttúru að orðið er í karlkyni en hefur verið notað sem kvenmannsnafn frá landnámsöld. Nú hefur ungur tónlistarmaður af karlkyni tekið sér orðið sem listamannsnafn. En hvað heitir tónlistarmaðurinn Auður í þjóðskránni? Hér dugar skírnarnafn.

3.   Hvaða ár varð Ísland fullvalda ríki?

4.   Margrét 2. Danadrottning ber eitt íslenskt nafn vegna þess að þegar hún fæddist voru Íslendingar enn í konungssambandi við Dani. Hvað er hennar íslenska nafn?

5.   Hvaða þjóð hefur oftast orðið heimsmeistari í fótbolta kvenna?

6.   Halastjörnur virðast bókstaflega brenna þar sem þær skjótast til og frá sólinni utan úr óravíðáttum geimsins. En úr hverju eru þær að stærstum hluta?

7.   Grikkir höfðu viskugyðjuna Aþenu í miklum hávegum en samsvarandi gyðja í hinni rómversku goðafræði var ekki alveg eins mikils metin. En hvað hét hin rómverska viskugyðja?

8.   Hvað hét sú dóttir Egils Skallagrímssonar sem gabbaði hann upp úr mestu sorg sinni eftir að hann missti tvo syni sína?

9.   Hvaða þéttbýlisstaður er í Grýtubakkahreppi austan Eyjafjarðar?

10.   Í hvaða heimsálfu er ríkið Túvalú?

Síðari aukaspurning:

Hver er þetta?

Svörin eru þessi:

1.   Líbanon.

2.   Auðunn.

3.   1918.

4.   Þórhildur.

5.   Bandaríkjamenn.

6.   Ís. Það mætti rökstyðja að rétt svar væri líka „ryk“ en aðalmálið er að þær eru gaddfreðnar, svo ís verður að fylgja í svarinu.

7.   Mínerva.

8.   Þorgerður.

9.   Grenivík.

10.   Eyjaálfu.

Svör við aukaspurningum:

Skjáskotið er úr bíómyndinni A Clockwork Orange eftir Stanley Kubrick.

Karlinn á neðri myndinni er Hermann Jónasson forsætisráðherra Íslands.

En tókuði eftir linknum á þrautina frá í gær?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
6
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár