Íris Elna Harðardóttir er stödd á þýskri grund þar sem hún, eingöngu 22 ára að aldri, jafnar sig eftir legnám, nánar tiltekið fjarlægingu legs, legháls, eggjaleiðara og blaðra af eggjastokkum, framkvæmda í borginni Weimar. Aðspurð segir Íris ákvörðunina hafa verið auðvelda. „Ég var komin á endastöð.“
Aðgerðin mun binda enda á ævilöng veikindi Írisar, en hún þjáðist af svæsinni tegund endómetríósu og legslímu- og vöðvavillu (e. adenomyosis). Endómetríósa hefur síðastliðin ár orðið meira áberandi í umræðunni um kynbundna sjúkdóma, enda talið að hún hrjái 1 af hverjum 10 konum og transkörlum. Þá er endómetríósa iðulega notuð sem dæmi um mismunun gagnvart konum og kvenlægum sjúkdómum innan heilbrigðisgeirans, en fyrirbærið hefur undanfarna áratugi sætt gífurlegum fjölda rannsókna. Niðurstöður þeirra sýna meðal annars að karlmenn eru líklegri til að vera lagðir inn á gjörgæslu, bíða styttra eftir aðstoð, fá árangursríkari verkjalyf og meðferðarráð, á meðan konum eru frekar skrifuð geðlyf og ráðlagt …
Athugasemdir