Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fór til Þýskalands í legnám: „Allar aðrar dyr voru lokaðar“

En­dómetríósa og legs­límu- og vöðvavilla hef­ur vald­ið Ír­isi Elnu Harð­ar­dótt­ur kvöl­um frá 10 ára aldri. Hún seg­ist hafa mætt skiln­ings­leysi mennta- og heil­brigð­is­starfs­fólks þar sem hún beri ekki sjúk­dóm­inn ut­an á sér. Nú hef­ur hún safn­að reynslu­sög­um tuga kvenna sem telja sig hafa mætt skiln­ings­leysi í kerf­inu.

Fór til Þýskalands í legnám: „Allar aðrar dyr voru lokaðar“
Íris Elna Harðardóttir Íris hefur liðið ótrúlegar kvalir frá 10 ára aldri og leitaði læknishjálpar í Weimar í Þýskalandi. Mynd: Una Kristín Jónsdóttir

Íris Elna Harðardóttir er stödd á þýskri grund þar sem hún, eingöngu 22 ára að aldri, jafnar sig eftir legnám, nánar tiltekið fjarlægingu legs, legháls, eggjaleiðara og blaðra af eggjastokkum, framkvæmda í borginni Weimar. Aðspurð segir Íris ákvörðunina hafa verið auðvelda. „Ég var komin á endastöð.“

Aðgerðin mun binda enda á ævilöng veikindi Írisar, en hún þjáðist af svæsinni tegund endómetríósu og legslímu- og vöðvavillu (e. adenomyosis). Endómetríósa hefur síðastliðin ár orðið meira áberandi í umræðunni um kynbundna sjúkdóma, enda talið að hún hrjái 1 af hverjum 10 konum og transkörlum. Þá er endómetríósa iðulega notuð sem dæmi um mismunun gagnvart konum og kvenlægum sjúkdómum innan heilbrigðisgeirans, en fyrirbærið hefur undanfarna áratugi sætt gífurlegum fjölda rannsókna. Niðurstöður þeirra sýna meðal annars að karlmenn eru líklegri til að vera lagðir inn á gjörgæslu, bíða styttra eftir aðstoð, fá árangursríkari verkjalyf og meðferðarráð, á meðan konum eru frekar skrifuð geðlyf og ráðlagt …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár