Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Leynda perlan: Gengið að verksmiðjurústum

Rúst­ir stórr­ar síld­ar­verk­smiðju standa til móts við Siglu­fjarð­ar­bæ og seg­ir Anita Elef­sen, safn­stjóri Síld­ar­minja­safns Ís­lands, að þeir séu ekki marg­ir ferða­menn­irn­ir sem hafa far­ið þang­að.„Þarna er dá­sam­legt að setj­ast nið­ur, njóta þess að staldra við og fá sér nesti.“

Leynda perlan: Gengið að verksmiðjurústum
Rústir síldarverksmiðjunnar á Siglufirði Anita Elefsen, safnstjóri Síldarminjasafns Íslands, sem er borinn og barnfæddur Siglfirðingur segir söguna áþreifanlega við rústirnar.

Sumarið 1907 fengu norsku bræðurnir Gustav og Olav Evanger lóð í landi Staðarhóls, austan Siglufjarðar, þar sem ekki var lengur mikið pláss á Siglufjarðareyri fyrir umsvifamikla útgerð og síldarsöltun. Byggð var síldarsöltunarstöð með fiskihúsi og bryggju og síðan var farið að undirbúa byggingu stórrar og fullkominnar síldarverksmiðju sem tók til starfa sumarið 1911 og var hún ein sú fyrsta á landinu. Byggingin var á steyptum grunni, byggð úr timbri og þrílyft. Steinsteypt síldarþró var fyrir framan bygginguna og stóð hún í fjörunni. Á milli 80 og 100 manns unnu í verksmiðjunni og reis lítið þorp á staðnum.

Áþreifanleg saga

Anita ElefsenHún segir fáa koma að síldarverksmiðjunni en gangan þangað sé vel þess virði.

„Síldarverksmiðjan auk fimm annarra húsa hurfu í snjóflóði árið 1919 og fórust níu manns,“ segir Anita Elefsen, safnstjóri Síldarminjasafns Íslands, sem er borinn og barnfæddur Siglfirðingur. „Heimildir segja að snjóflóðið hafi verið um kílómetri …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár