Sumarið 1907 fengu norsku bræðurnir Gustav og Olav Evanger lóð í landi Staðarhóls, austan Siglufjarðar, þar sem ekki var lengur mikið pláss á Siglufjarðareyri fyrir umsvifamikla útgerð og síldarsöltun. Byggð var síldarsöltunarstöð með fiskihúsi og bryggju og síðan var farið að undirbúa byggingu stórrar og fullkominnar síldarverksmiðju sem tók til starfa sumarið 1911 og var hún ein sú fyrsta á landinu.
Áþreifanleg saga
„Síldarverksmiðjan auk fimm annarra húsa hurfu í snjóflóði árið 1919 og fórust níu manns,“ segir Anita Elefsen, safnstjóri Síldarminjasafns Íslands, sem er borinn og barnfæddur Siglfirðingur. „Heimildir segja að snjóflóðið hafi verið um kílómetri …
Athugasemdir