Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ölfus að semja við Hjallastefnuna – Foreldrar og starfsmenn ósáttir

Unn­ið er að því að semja við Hjalla­stefn­una um að taka við rekstri leik­skól­ans Berg­heima. Íbú­ar í Þor­láks­höfn og fyrr­ver­andi starfs­menn lýsa megnri óánægju og tala um virð­ing­ar­leysi. Elliði Vign­is­son bæj­ar­stjóri seg­ir að ver­ið sé að auka gæði leik­skóla­starfs­ins.

Ölfus að semja við Hjallastefnuna – Foreldrar og starfsmenn ósáttir
Styr um ákvörðun bæjarstjórnar Ekki eru allir íbúar Þorlákshafnar ánægðir með ákvörðun bæjarstjórnar um að ganga til samninga við Hjallastefnuna um að taka yfir rekstur leikskólans í bænum.

Starfsfólki leikskólans Bergheima í Þorlákshöfn er verulega brugðið eftir að tilkynnt var á mánudag um að sveitarfélagið Ölfus hefði hafið samningaviðræður við Hjallastefnuna um að taka yfir rekstur leikskólans. Ekkert samráð hafi verið haft við starfsfólk þar um og óttast það um stöðu sína þess vegna. Þá gagnrýna íbúar í Þorlákshöfn að ef af samningum verði þá sé þeim nauðugur einn kostur að senda börn sín á leikskóla sem fylgi stefnu sem einkaaðili móti, auk þess sem það skjóti mjög skökku við að samningaviðræður séu hafnar án þess að neitt samráð hafi verið haft við forelda.

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum á mánudaginn að ganga til viðræðna við Hjallastefnuna um rekstur leikskólans Bergheima. Sex fulltrúar bæði meirihluta og minnihluta greiddu atkvæði með því en forseti bæjarstjórnar, Gestur Þór Kristjánsson, sat hjá. Málið var hið eina sem var á dagskrá bæjarstjórnar á þessum fundi.

Starfsmenn óttast um stöðu sína

Bergheimar eru eini leikskólkinn sem rekinn er í Þorlákshöfn og því hafa íbúar Þorlákshafnar takmarkað val um að senda börn sín á annan leikskóla. Starfsmenn Bergheima sem Stundin ræddi við vildu ekki koma fram undir nafni enda sögðust þeir óttast um stöðu sína. Þeir lýstu því þó að tilkynning hefði verið þeim reiðarslag og högg fyrir það og þau teldu framtíð sína í óvissu. Bæði væri alls óljóst hvort starfsmenn myndu halda vinnu sinni en eins þyrfti starfsfólk þá að undirgangast þá hugmyndafræði sem Hjallastefnan vinni eftir, sem inniber meðal annars kynjaskiptingu barnanna á leikskólanum.

Gagnrýnivert væri að ekkert samtal hefði átt sér stað heldur aðeins tilkynnt að samningaviðræður væru hafnar. Enginn hafi vitað af þessu innan leikskólans og það hafi verið fyrst á mánudaginn sem starfsfólk hafi heyrt af málinu þegar fulltrúar bæjarstjórnar og hópur frá Hjallastefnunni hafi mætt á fund starfsfólks og þau upplýst um að hafnar væru viðræður um að Hjallastefnan tæki við rekstri Bergheima. Þá var einnig gagnrýnt að fulltrúar Hjallastefnunnar væru þegar byrjaðir að hafa afskipti af leikskólastarfinu og byrjaðir að kalla starfsfólk á fundi til viðræðna.

Í athugasemdum á Facebook-síðu Hafnarfrétta, fréttamiðils Þorlákshafnarbúa, þar sem frétt um málið er deilt, gagnrýna íbúar mjög að ekki skuli hafa verið haft samráð við þá um samningaviðræðurnar. Aðferðafræði Hjallastefnunnar sé umdeild og það sé skrýtið að foreldrum bjóðist ekki annar valkostur.

Segir vinnubrögðin ófagleg

Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir er íbúi í Þorlákshöfn, á barn á Bergheimum, er leikskólakennari og fyrrverandi starfsmaður Bergheima. Hún er verulega ósátt við hvernig staðið er að málinu öllu. „Þetta er algjört virðingarleysi við starfsmenn og foreldra. Það er virðingarleysi að taka svona stóra ákvörðun um stefnumótandi breytingu án þess að tala við kóng né prest.“

„Það er eins og þessu sé bara kastað út af einhverju skrifstofufólki sem hefur engan skilning á starfi leikskólans“

Segir ákvörðunina glapræðiHrafnhildur Hlín Hjartardóttir segir allt of langt gengið með því að hefja samninga við Hjallastefnuna án þess að ráðgast við kóng eða prest.

Hrafnhildur bendir á að þær upplýsingar sem hafi borist um málið, og komi frá sveitarfélaginu, séu mjög misvísandi. Greint hafi verið frá því að búist sé við að Hjallastefnan taki við rekstrinum á næstu dögum til að mynda en svo sé nú talað um að setja eigi á fót stýrihóp með aðkomu foreldra og starfsmanna. „Það eru allir að fara í sumarfrí, er ætlast til þess að fólk vinni í stýrihóp í sumarfríinu sínu eða á þá bara ekki að hafa það með í ráðum. Hvað á eiginlega að gera? Þetta eru ekki fagleg vinnubrögð, það er eins og þessu sé bara kastað út af einhverju skrifstofufólki sem hefur engan skilning á starfi leikskólans.“

Hrafnhildur segir að henni hugnist ekki að hafa ekki val um að senda sitt barn annað en á Hjallastefnuleikskóla. „Það er ábyggilega margt þarna gott en það er líka margt sem ég set spurningamerki við. Mér finnst algjört glapræði að henda þessu svona fram og halda að enginn hafi skoðun á þessu. Það er gengið allt of langt, með frekju og virðingarleysi.“

Bæjarstjóri segir samráð verða haft

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir að engar breytingar verði á aðgengi barna í Þorlákshöfn að leikskólanum, leikskólagjöld og opnunartími verði óbreytt og sveitarfélagið hafi eftir sem áður sömu stjórnunarlegu aðkomu að leikskólanum og verið hefur. Hins vegar muni, ef samningar takist, leikskólinn taka upp Hjallastefnuna.

Hvað varðar gagnrýni íbúa, foreldra og starfsmanna á að ekki hafi verið haft samráð við þau vill Elliði ekki taka undir það. „Ferlið er innan við tveggja sólarhringa gamalt og það er ekki búið að semja við Hjalla. Bæjarstjórn kom saman klukkan fjögur á mánudaginn og ákvað að taka upp viðræður við Hjalla. Innan við klukkutíma síðar er starfsmönnum tilkynnt um að taka eigi upp viðræður við Hjalla og að myndaður verði stýrihópur um framkvæmdina með aðkomu starfsmanna og foreldra. Innan við tveimur tímum frá ákvörðun er búið að tilkynna foreldrum þetta. Innan við þremur tímum eftir að fundur er haldinn er búið að senda fréttatilkynningu á bæjarmiðilinn og tilkynna íbúum þetta. Núna hefjast samningaviðræður, með aðkomu sveitarfélagsins, með aðkomu Hjalla, með aðkomu foreldra og með aðkomu starfsmanna.“

Athygli vekur, í ljósi þess sem Elliði segir hér að framan, að Stundin hefur upplýsingar um að einhverjum starfsmönnum Bergheima hafi verið tilkynnt um að semja ætti við Hjallastefnuna um rekstur leikskólans þegar í hádeginu síðastliðinn mánudag, þó að fundur bæjarstjórnar þar sem ákvörðun var tekin hafi þá ekki enn farið fram. Eins voru fulltrúar Hjallastefnunnar mættir á svæðið áður en ákvörðunin var tekin.

Eðlilega er starfsfólki brugðið

Elliði segir að það muni taka þrjá til fjóra mánuði, hið minnsta, að klára samningaviðræður. Hann segir að lögð hafi verið áhersla á að eyða óvissu sem starfsmenn og foreldrar væru í vegna þessa og því hafi strax verið upplýst um hver staðan væri. Í dag muni Hjallastefnan funda með foreldrum til að kynna þeim stöðuna og á mánudaginn muni bæjarfulltrúar funda með foreldrum.

„Það er ekki verið að fara þessa leið af því að allt sé ónýtt, það er verið að reyna að gera góðan rekstur enn betri“

Spurður af hverju viðræður við Hjallastefnuna um rekstur á Bergheimum væru hafnar segir Elliði að bæjarfulltrúar hafi mikla trú á Hjallastefnunni, þar séu sérfróðir aðilar um rekstur leikskóla og vilji bæjarstjórnar sé að með þessu sé hægt að gera góðan leikskóla enn betri. „Það er ekki verið að fara þessa leið af því að allt sé ónýtt, það er verið að reyna að gera góðan rekstur enn betri. Hjalli hefur sérfræðiþekkingu á rekstri leikskóla sem við höfum ekki, við erum að reka allt frá dráttarbáti og fráveitukerfi upp í leik- og grunnskóla.“ Verið sé að leita leiða til að gera hlutina betur.

Spurður hvernig starfsmönnum leikskólans hafi orðið við þessi tíðindi segir Elliði að þeim hafi brugðið við. „Þeim var bara eðlilega brugðið, og mjög auðvelt að bera virðingu fyrir því. Þetta er bæði starf sem fólk brennur fyrir að vinna og þetta er líka lífsviðurværi þess.“

Elliði segir að í gær hafi starfsmenn Hjallastefnunnar tekið viðtöl við starfsfólk leikskólans og hann hafi fengið þær upplýsingar að þeim fundum að yfirgnæfandi hluti starfsmanna myndi halda áfram. Það hafi verið von bæjarstjórnar. Spurður hvort skilyrði þess efnis hafi verið sett áður en til samningaviðræðna var gengið neitaði Elliði því. „Við stjórnum ekki ráðningum hjá Hjalla. Okkar von er sú að allir starfsmenn haldi sínum stöðum. Allur réttur starfsmanna verður virtur, allt sem þeir hafa áunnið sér mun halda sér. Til viðbótar verður vinnutími þeirra styttur, um fimm klukkutíma á viku fyrir starfsmenn í fullu starfi og laun þeirra hækka um einn launaflokk. Starfsmönnum verður ekki fækkað, þetta er ekki aðgerð til að skera niður eða draga úr starfsmannakostnaði. Þetta er fyrst og fremst til að auka gæði þjónustunnar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
6
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár