Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ungmenni mótmæla brottvísun barna: Einn bangsi fyrir hvert barn sem sent var burt

Bangs­ar biðu þing­manna fyr­ir fram­an nefnda­svið Al­þing­is í morg­un, bangs­ar sem tákna börn sem send voru burt og neit­að um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Ung­menna­ráð UNICEF stóð fyr­ir mót­mæl­un­um, sem áttu að vekja sam­visku­bit eða sekt­ar­kennd hjá þing­mönn­um.

Ungmenni mótmæla brottvísun barna: Einn bangsi fyrir hvert barn sem sent var burt
Vöktu athygli Mótmælin vöktu athygli þingmanna og gesta og gangandi. Hér er Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður velferðarnefndar Alþingis, á leið framhjá gjörningnum.

Í morgun mættu þingmenn óvenjulegum gestum á leið til vinnu, en fyrir framan nefndasvið Alþingis sátu 75 tuskudýr. Talan var ekki valin af handahófi. Hver bangsi táknar barn, sem hafnað var landvistarleyfi árið 2019, samkvæmt lögum um útlendinga. Gerður Ævarsdóttir, varaforseti Ungmennaráðs UNICEF á Íslandi, telur útlendingalögin ekki hafa mannúðarsjónarmið í forgrunni.

Gerður er tvítugur nýstúdent, og hefur tekið þátt í starfi Ungmennaráðsins síðastliðin tvö ár. Ungmennaráðið er hópur ungs fólks sem vinnur náið með starfsfólki UNICEF á Íslandi að fræðslu og framkvæmd Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Samtökin hafa ítrekað gagnrýnt brottvísanir flóttabarna og bent á að aðstæður í viðtökulöndum séu langt frá því að uppfylla staðla um mannsæmandi lífsskilyrði.

75 börn75 börnum var neitað um landvistarleyfi á Íslandi á síðasta ári. Hér horfir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á tuskudýrin sem tákna börnin.

Óar við frumvarpi ráðherra

Innsetning bangsanna er hluti af táknrænum mótmælum Ungmennaráðsins gegn framkvæmd stjórnvalda. Framkvæmdin byggir ekki á lagaskyldu af neinum toga, og brýtur gegn upphaflegum tilgangi Dyflinnarreglugerðarinnar, sem var að dreifa ábyrgð á flóttafólki um Evrópu, en íslensk stjórnvöld nota almennt til að réttlæta endursendingar viðkvæmra hópa. Bangsanir halda á skiltum þar sem stendur meðal annars með rithendi barns: „Áslaug Arna, er þér sama um réttindi barna?“

„Áslaug Arna, er þér sama um réttindi barna?“

Ungmennaráðinu óar við yfirvofandi þrengingum á réttindum hælisleitenda. Frumvarp dómsmálaráðherra myndi gera stjórnvöldum skylt að hafna umsókn þeirra, óháð aldri og möguleikum viðkomulanda til að uppfylla ákvæði alþjóðalaga um grundvallarréttindi barna, til dæmis frið, fjölskyldu, skólagöngu og vernd gegn hvers kyns ofbeldi, en börn í yfirfullum flóttamannabúðum eru afar berskjölduð fyrir vændi og vinnuþrælkun.

Börn sem þurftu á aðstoð að halda

Gerður ÆvarsdóttirGerður er varaformaður Ungmennaráðs UNICEF á Íslandi, sem stóð fyrir mótmælunum.

Samkvæmt Gerði á aðgerðin að veita alþingismönnum tengingu við málaflokkinn. „Þetta eru ekki bara tölur á blaði, heldur raunveruleg börn, sem þurftu á hjálp okkar að halda.“ Afdrif endursendra barna eru yfirleitt óljós vegna takmarkaðra samskiptatækifæra, en árið 2018 birtu tengiliðir flóttafjölskyldu, sem endursend var til Þýskalands, almenningi myndir af tveimur smábörnum sem neyddust til að dvelja í skóglendi um hávetur.

 „Bangsarnir og skiltin eiga að vekja alþingismönnum samviskubit, ef ekki hreinlega sektarkennd“

Gerður segir aðgerðinni beint að allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, sem ber ábyrgð á málaflokknum. „Bangsarnir og skiltin eiga að vekja alþingismönnum samviskubit, ef ekki hreinlega sektarkennd. Hvað hefðu þau getað gert til að stöðva brottvísanir? Hver ber ábyrgðina? Alþingi setur vissulega lögin, en það er hlutverk okkar allra að vera á verði og vernda börn, sama hvaðan þau koma.“ 

Fyrir utan nefndarsviðBöngsunum var komið fyrir fyrir utan nefndarsvið Alþingis. Hér má sjá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, þingkonu Vinstri grænna, á leið framhjá.
Gengið framhjáBrynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gengur inn á nefndasvið og framhjá böngsunum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var krabbamein í sýninu?
3
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
4
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár