Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ungmenni mótmæla brottvísun barna: Einn bangsi fyrir hvert barn sem sent var burt

Bangs­ar biðu þing­manna fyr­ir fram­an nefnda­svið Al­þing­is í morg­un, bangs­ar sem tákna börn sem send voru burt og neit­að um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Ung­menna­ráð UNICEF stóð fyr­ir mót­mæl­un­um, sem áttu að vekja sam­visku­bit eða sekt­ar­kennd hjá þing­mönn­um.

Ungmenni mótmæla brottvísun barna: Einn bangsi fyrir hvert barn sem sent var burt
Vöktu athygli Mótmælin vöktu athygli þingmanna og gesta og gangandi. Hér er Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður velferðarnefndar Alþingis, á leið framhjá gjörningnum.

Í morgun mættu þingmenn óvenjulegum gestum á leið til vinnu, en fyrir framan nefndasvið Alþingis sátu 75 tuskudýr. Talan var ekki valin af handahófi. Hver bangsi táknar barn, sem hafnað var landvistarleyfi árið 2019, samkvæmt lögum um útlendinga. Gerður Ævarsdóttir, varaforseti Ungmennaráðs UNICEF á Íslandi, telur útlendingalögin ekki hafa mannúðarsjónarmið í forgrunni.

Gerður er tvítugur nýstúdent, og hefur tekið þátt í starfi Ungmennaráðsins síðastliðin tvö ár. Ungmennaráðið er hópur ungs fólks sem vinnur náið með starfsfólki UNICEF á Íslandi að fræðslu og framkvæmd Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Samtökin hafa ítrekað gagnrýnt brottvísanir flóttabarna og bent á að aðstæður í viðtökulöndum séu langt frá því að uppfylla staðla um mannsæmandi lífsskilyrði.

75 börn75 börnum var neitað um landvistarleyfi á Íslandi á síðasta ári. Hér horfir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á tuskudýrin sem tákna börnin.

Óar við frumvarpi ráðherra

Innsetning bangsanna er hluti af táknrænum mótmælum Ungmennaráðsins gegn framkvæmd stjórnvalda. Framkvæmdin byggir ekki á lagaskyldu af neinum toga, og brýtur gegn upphaflegum tilgangi Dyflinnarreglugerðarinnar, sem var að dreifa ábyrgð á flóttafólki um Evrópu, en íslensk stjórnvöld nota almennt til að réttlæta endursendingar viðkvæmra hópa. Bangsanir halda á skiltum þar sem stendur meðal annars með rithendi barns: „Áslaug Arna, er þér sama um réttindi barna?“

„Áslaug Arna, er þér sama um réttindi barna?“

Ungmennaráðinu óar við yfirvofandi þrengingum á réttindum hælisleitenda. Frumvarp dómsmálaráðherra myndi gera stjórnvöldum skylt að hafna umsókn þeirra, óháð aldri og möguleikum viðkomulanda til að uppfylla ákvæði alþjóðalaga um grundvallarréttindi barna, til dæmis frið, fjölskyldu, skólagöngu og vernd gegn hvers kyns ofbeldi, en börn í yfirfullum flóttamannabúðum eru afar berskjölduð fyrir vændi og vinnuþrælkun.

Börn sem þurftu á aðstoð að halda

Gerður ÆvarsdóttirGerður er varaformaður Ungmennaráðs UNICEF á Íslandi, sem stóð fyrir mótmælunum.

Samkvæmt Gerði á aðgerðin að veita alþingismönnum tengingu við málaflokkinn. „Þetta eru ekki bara tölur á blaði, heldur raunveruleg börn, sem þurftu á hjálp okkar að halda.“ Afdrif endursendra barna eru yfirleitt óljós vegna takmarkaðra samskiptatækifæra, en árið 2018 birtu tengiliðir flóttafjölskyldu, sem endursend var til Þýskalands, almenningi myndir af tveimur smábörnum sem neyddust til að dvelja í skóglendi um hávetur.

 „Bangsarnir og skiltin eiga að vekja alþingismönnum samviskubit, ef ekki hreinlega sektarkennd“

Gerður segir aðgerðinni beint að allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, sem ber ábyrgð á málaflokknum. „Bangsarnir og skiltin eiga að vekja alþingismönnum samviskubit, ef ekki hreinlega sektarkennd. Hvað hefðu þau getað gert til að stöðva brottvísanir? Hver ber ábyrgðina? Alþingi setur vissulega lögin, en það er hlutverk okkar allra að vera á verði og vernda börn, sama hvaðan þau koma.“ 

Fyrir utan nefndarsviðBöngsunum var komið fyrir fyrir utan nefndarsvið Alþingis. Hér má sjá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, þingkonu Vinstri grænna, á leið framhjá.
Gengið framhjáBrynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gengur inn á nefndasvið og framhjá böngsunum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár