Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Að minnsta kosti eina konu þarf í hvert verk

Hvað skyldi helst hafa áunn­ist í kven­rétt­inda­bar­áttu er snýr að dag­legu lífi kvenna, er verk­stjórn heim­il­is­ins sjálf­krafa á herð­um kvenna og er press­an í sam­fé­lag­inu og á sam­fé­lags­miðl­um við að kaf­færa marga? Þessu veltu þrír ætt­lið­ir m.a. upp og báru sam­an bæk­ur sín­ar í spjalli við blaða­mann.

Að minnsta kosti eina konu þarf í hvert verk
Þrír ættliðir Signý, Hrafnhildur og Didda ræddu stöðu kvenna í samfélaginu þá og nú, barnauppeldi, dugnað og hlutskipti feðranna.

Þær mæðgur Didda og Signý og Hrafnhildur, móðir Diddu, taka á móti blaðamanni og ljósmyndara á heimili Diddu í Grindavík. Yfir kaffibolla við eldhúsborðið berst talið meðal annars að stöðu kvenna í samfélaginu þá og nú, barnauppeldi, dugnaði og hlutskipti feðranna. Þó margt hafi áunnist er varðar réttindi kvenna eru þær sammála því að ekki megi sofna á verðinum.

Þær eiga það sameiginlegt að hafa byrjað snemma að vinna og alla tíð unnið mikið. Didda segir að ímyndin um hina fullkomnu heimavinnandi húsmóður sé falleg mynd í sínum huga. Hún hafi lofað sjálfri sér því í hvert skipti sem hún varð ófrísk að nú væri við hæfi að verða heimavinnandi. En allt kom fyrir ekki. 

„Það æxlaðist alltaf þannig að ég var allt í einu búin að ráða mig í hálft starf sem varð svo að 150% stöðu innan tíðar. Ég dáist að konum sem velja sér það að vera …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár