Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

50. spurningaþraut: Tíu léttar spurningar um síðari heimsstyrjöld

50. spurningaþraut: Tíu léttar spurningar um síðari heimsstyrjöld

Hér koma 10 aðalspurningar og tvær aukaspurningar allar um sama efnið af því þrautin endar á núlli, hún er sú fimmtugasta í röðinni.

Aukaspurningarnar eru þessar:

Hvað er að gerast á efri myndinni, eða þó öllu heldur, hvar er hún tekin?

Og á neðri myndinni er flugvél, bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni Boeing B-17, en hvað voru slíkar vélar kallaðar?

Þá eru það hinar tíu:

1.   Á fyrstu klukkutímum heimsstyrjaldarinnar gerði gamalt þýskt orrustuskip fallbyssuárás á virki í borginni ... ja, hvaða borg?

2.   „Næturnornirnar“ voru þær oft kallaðar, konurnar sem flugu að næturþeli gömlum og úreltum sprengjuflugvélum yfir lönd óvinanna og létu sprengjunum rigna af miklu hugrekki. Flugfloti hvaða ríkis treysti konum svo glatt til átaka?

3.   Hvað var hún kölluð, sprengjan sem Bandaríkjamenn notuðu til gereyða Hirósjíma í lok styrjaldarinnar?

4.   Fjölmargar skipalestir sigldu frá Íslandi til Rússlands með vistir handa Stalín. Sumar urðu fyrir miklum árásum af hendi Þjóðverja en aðrar sluppu betur. Hvað var hún nefnd, sú skipalest sem varð fyrir mestu tjóni?

5.   Hver var æðsti hershöfðingi Bandamanna í Evrópu síðustu misseri stríðsins?

6.   Þjóðverjar lögðu undir sig mörg lönd í síðari heimsstyrjöld. Hernám eins þeirra var sýnu auðveldara en annarra, því það tók bara einn dag, þann 9. apríl 1940. Hvaða land var Þjóðverjum svo auðvelt viðfangs?

7.   Ung Gyðingastúlka, Anna Frank, er óneitanlega einhver eftirminnilegasta manneskja stríðsins og skyggir á flestalla hershöfðingja. Í hvaða landi fæddist hún?

8.   Í raun voru aðeins sex ríki í Evrópu hlutlaus í stríðinu: Tyrkland, Svíþjóð, Sviss, Spánn, Portúgal og ... hvað var það sjötta?

9.   Hvar gerðu Japanir óvænta árás á bandaríska flotann í byrjun desember 1941?

10.   Hvaða landsvæði var það síðasta sem Þjóðverjar lögðu undir sig í stríðinu, og þá er átt við sem þeir höfðu aldrei haldið áður í stríðinu?

Svörin:

1.   Danzig, sem nú heitir Gdansk.

2.   Sovétríkjanna.

3.   Snáðinn, eða Little Boy.

4.   PQ-17.

5.   Dwight D. Eisenhower - eftirnafnið er alveg nóg.

6.   Danmörk.

7.   Í Þýskalandi.

8.   Írland.

9.   Pearl Harbor á Hawaii-eyjum.

10.   Ródos og aðrar Tylftareyjar í Eyjahafinu, sem Þjóðverjar tóku af Ítölum eftir að Ítalir sneru við blaðinu í styrjöldinni í byrjun hausts 1943.

Efri myndin er tekið við gryfjuna þar sem lík Hitlers og eiginkonu hans voru brennd við neðanjarðarbyrgi Hitlers í stríðslok. Rússar eru að sýna hermönnum annarra þjóða staðinn.

Flugvélin var kölluð fljúgandi virki.

Hér er svo þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu