Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

50. spurningaþraut: Tíu léttar spurningar um síðari heimsstyrjöld

50. spurningaþraut: Tíu léttar spurningar um síðari heimsstyrjöld

Hér koma 10 aðalspurningar og tvær aukaspurningar allar um sama efnið af því þrautin endar á núlli, hún er sú fimmtugasta í röðinni.

Aukaspurningarnar eru þessar:

Hvað er að gerast á efri myndinni, eða þó öllu heldur, hvar er hún tekin?

Og á neðri myndinni er flugvél, bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni Boeing B-17, en hvað voru slíkar vélar kallaðar?

Þá eru það hinar tíu:

1.   Á fyrstu klukkutímum heimsstyrjaldarinnar gerði gamalt þýskt orrustuskip fallbyssuárás á virki í borginni ... ja, hvaða borg?

2.   „Næturnornirnar“ voru þær oft kallaðar, konurnar sem flugu að næturþeli gömlum og úreltum sprengjuflugvélum yfir lönd óvinanna og létu sprengjunum rigna af miklu hugrekki. Flugfloti hvaða ríkis treysti konum svo glatt til átaka?

3.   Hvað var hún kölluð, sprengjan sem Bandaríkjamenn notuðu til gereyða Hirósjíma í lok styrjaldarinnar?

4.   Fjölmargar skipalestir sigldu frá Íslandi til Rússlands með vistir handa Stalín. Sumar urðu fyrir miklum árásum af hendi Þjóðverja en aðrar sluppu betur. Hvað var hún nefnd, sú skipalest sem varð fyrir mestu tjóni?

5.   Hver var æðsti hershöfðingi Bandamanna í Evrópu síðustu misseri stríðsins?

6.   Þjóðverjar lögðu undir sig mörg lönd í síðari heimsstyrjöld. Hernám eins þeirra var sýnu auðveldara en annarra, því það tók bara einn dag, þann 9. apríl 1940. Hvaða land var Þjóðverjum svo auðvelt viðfangs?

7.   Ung Gyðingastúlka, Anna Frank, er óneitanlega einhver eftirminnilegasta manneskja stríðsins og skyggir á flestalla hershöfðingja. Í hvaða landi fæddist hún?

8.   Í raun voru aðeins sex ríki í Evrópu hlutlaus í stríðinu: Tyrkland, Svíþjóð, Sviss, Spánn, Portúgal og ... hvað var það sjötta?

9.   Hvar gerðu Japanir óvænta árás á bandaríska flotann í byrjun desember 1941?

10.   Hvaða landsvæði var það síðasta sem Þjóðverjar lögðu undir sig í stríðinu, og þá er átt við sem þeir höfðu aldrei haldið áður í stríðinu?

Svörin:

1.   Danzig, sem nú heitir Gdansk.

2.   Sovétríkjanna.

3.   Snáðinn, eða Little Boy.

4.   PQ-17.

5.   Dwight D. Eisenhower - eftirnafnið er alveg nóg.

6.   Danmörk.

7.   Í Þýskalandi.

8.   Írland.

9.   Pearl Harbor á Hawaii-eyjum.

10.   Ródos og aðrar Tylftareyjar í Eyjahafinu, sem Þjóðverjar tóku af Ítölum eftir að Ítalir sneru við blaðinu í styrjöldinni í byrjun hausts 1943.

Efri myndin er tekið við gryfjuna þar sem lík Hitlers og eiginkonu hans voru brennd við neðanjarðarbyrgi Hitlers í stríðslok. Rússar eru að sýna hermönnum annarra þjóða staðinn.

Flugvélin var kölluð fljúgandi virki.

Hér er svo þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu