Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Munu ekki breyta verðtryggingarfrumvarpi

Frum­varp Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra um skref til af­náms verð­trygg­ing­ar var kynnt við gerð kjara­samn­inga fyr­ir rúmu ári en hef­ur ekki ver­ið lagt fram á Al­þingi. At­huga­semd­ir að­ila vinnu­mark­að­ar­ins og fræðimanna verða ekki tekn­ar inn í frum­varp­ið.

Munu ekki breyta verðtryggingarfrumvarpi
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loforð voru gefin um skref til afnám verðtryggingar í tengslum við lífskjarasamninginn í apríl 2019. Mynd: Heiða Helgadóttir

Lagafrumvarp um skref til afnáms verðtryggingar mun ekki taka breytingum eftir samráðsferli frá því síðasta sumar. Rúmt ár er síðan frumvarpið var kynnt í tengslum við kjarasamninga, en það hefur ekki enn verið lagt fram á Alþingi.

Frumvarpið, sem kemur frá Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra felur í sér þrjár breytingar á veitingu verðtryggðra jafngreiðslulána. Óheimilt verður að veita þau til lengri tíma en 25 ára, nema ef lántakendur eru ungt eða tekjulágt fólk sem ætti í erfiðleikum með aukna greiðslubyrði sem fylgir styttri lánstíma. Þá er lágmarkstími slíkra lána lengdur úr fimm í tíu ár og þannig komið í veg fyrir að þau séu veitt til annars en kaupa á húsnæði. Loks verður vísitala neysluverðs án húsnæðis lögð til grundvallar nýjum lánum sem verða veitt.

Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um „markviss skref til afnáms verðtryggingar“ frá 3. apríl 2019 segir að breytingarnar hafi átt að eiga sér stað í byrjun …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár