Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Munu ekki breyta verðtryggingarfrumvarpi

Frum­varp Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra um skref til af­náms verð­trygg­ing­ar var kynnt við gerð kjara­samn­inga fyr­ir rúmu ári en hef­ur ekki ver­ið lagt fram á Al­þingi. At­huga­semd­ir að­ila vinnu­mark­að­ar­ins og fræðimanna verða ekki tekn­ar inn í frum­varp­ið.

Munu ekki breyta verðtryggingarfrumvarpi
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loforð voru gefin um skref til afnám verðtryggingar í tengslum við lífskjarasamninginn í apríl 2019. Mynd: Heiða Helgadóttir

Lagafrumvarp um skref til afnáms verðtryggingar mun ekki taka breytingum eftir samráðsferli frá því síðasta sumar. Rúmt ár er síðan frumvarpið var kynnt í tengslum við kjarasamninga, en það hefur ekki enn verið lagt fram á Alþingi.

Frumvarpið, sem kemur frá Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra felur í sér þrjár breytingar á veitingu verðtryggðra jafngreiðslulána. Óheimilt verður að veita þau til lengri tíma en 25 ára, nema ef lántakendur eru ungt eða tekjulágt fólk sem ætti í erfiðleikum með aukna greiðslubyrði sem fylgir styttri lánstíma. Þá er lágmarkstími slíkra lána lengdur úr fimm í tíu ár og þannig komið í veg fyrir að þau séu veitt til annars en kaupa á húsnæði. Loks verður vísitala neysluverðs án húsnæðis lögð til grundvallar nýjum lánum sem verða veitt.

Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um „markviss skref til afnáms verðtryggingar“ frá 3. apríl 2019 segir að breytingarnar hafi átt að eiga sér stað í byrjun …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár