Lagafrumvarp um skref til afnáms verðtryggingar mun ekki taka breytingum eftir samráðsferli frá því síðasta sumar. Rúmt ár er síðan frumvarpið var kynnt í tengslum við kjarasamninga, en það hefur ekki enn verið lagt fram á Alþingi.
Frumvarpið, sem kemur frá Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra felur í sér þrjár breytingar á veitingu verðtryggðra jafngreiðslulána. Óheimilt verður að veita þau til lengri tíma en 25 ára, nema ef lántakendur eru ungt eða tekjulágt fólk sem ætti í erfiðleikum með aukna greiðslubyrði sem fylgir styttri lánstíma. Þá er lágmarkstími slíkra lána lengdur úr fimm í tíu ár og þannig komið í veg fyrir að þau séu veitt til annars en kaupa á húsnæði. Loks verður vísitala neysluverðs án húsnæðis lögð til grundvallar nýjum lánum sem verða veitt.
Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um „markviss skref til afnáms verðtryggingar“ frá 3. apríl 2019 segir að breytingarnar hafi átt að eiga sér stað í byrjun …
Athugasemdir