Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

39. spurningaþrautin: Forseti Kína og fjórar konur

39. spurningaþrautin: Forseti Kína og fjórar konur

Nú er allt eins og venjulega. Tvær aukaspurningar. Hvaða kallast sú kattartegund sem er á efri myndinni?

Og á hvaða hljóðfæri er karlinn hér að neðan að spila? 

En hinar tíu aðalspurningar eru svona:

1.   Hvað heitir forseti Kína? Eftirnafnið - það er að segja fyrra nafnið í tilfelli Kínverja - dugar.

2.   Árið 2010 var tilkynnt í Reykjavík að fjórar götur hefðu fengið ný nöfn og myndu eftirleiðis heita eftir Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, Katrínu Magnúsdóttur, Guðrúnu Björnsdóttur og Þórunni Jónassen. Hvað gerðu þessar fjórar konur til þess að þær voru heiðraðar saman með þessum hætti?

3.   Hvar í Portúgal fæddist Cristiano Ronaldo dos Santos Aveiro fótboltakappi?

4.   Hvað heitir nýjasta skáldsaga Hallgríms Helgasonar þar sem segir frá lífinu í firði einum?

5.   Í hvaða landi heitir höfuðborgin Bratislava?

6.   Hversu hár er stóri píramídinn í Giza núna? Hér má skeika 5 metrum til eða frá.

7.   Hversu margir eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins nú? Hér má engu skeika.

8.   Hver leikstýrði kvikmyndinni Kona fer í stríð?

9.   Hver var skyldleiki indversku sjálfstæðishetjunnar Mahatma Gandhi og forsætisráðherrans Indiru Gandhi?

10.   Hvaða algengi fugl hefur latneska fræðiheitið pluvialis apricaria?

Hér eru svörin:

1.   Xi Jinping. Því dugar Xi.

2.   Þær voru fyrstu konurnar sem náðu kjöri í bæjarstjórn Reykjavíkur.

3.   Madeira.

4.   Sextíu kíló af sólskini.

5.   Slóvakíu.

6.   138,8 metrar.  Rétt er því 133 til 145 metrar.

7.   Sextán.

8.   Benedikt Erlingsson.

9.   Hann var enginn.

10.   Heiðlóa.

Kötturinn kallast persneskur.

Karlinn er að spila á óbó.

Hér er þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
5
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár