Nú er allt eins og venjulega. Tvær aukaspurningar. Hvaða kallast sú kattartegund sem er á efri myndinni?
Og á hvaða hljóðfæri er karlinn hér að neðan að spila?
En hinar tíu aðalspurningar eru svona:
1. Hvað heitir forseti Kína? Eftirnafnið - það er að segja fyrra nafnið í tilfelli Kínverja - dugar.
2. Árið 2010 var tilkynnt í Reykjavík að fjórar götur hefðu fengið ný nöfn og myndu eftirleiðis heita eftir Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, Katrínu Magnúsdóttur, Guðrúnu Björnsdóttur og Þórunni Jónassen. Hvað gerðu þessar fjórar konur til þess að þær voru heiðraðar saman með þessum hætti?
3. Hvar í Portúgal fæddist Cristiano Ronaldo dos Santos Aveiro fótboltakappi?
4. Hvað heitir nýjasta skáldsaga Hallgríms Helgasonar þar sem segir frá lífinu í firði einum?
5. Í hvaða landi heitir höfuðborgin Bratislava?
6. Hversu hár er stóri píramídinn í Giza núna? Hér má skeika 5 metrum til eða frá.
7. Hversu margir eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins nú? Hér má engu skeika.
8. Hver leikstýrði kvikmyndinni Kona fer í stríð?
9. Hver var skyldleiki indversku sjálfstæðishetjunnar Mahatma Gandhi og forsætisráðherrans Indiru Gandhi?
10. Hvaða algengi fugl hefur latneska fræðiheitið pluvialis apricaria?

Hér eru svörin:
1. Xi Jinping. Því dugar Xi.
2. Þær voru fyrstu konurnar sem náðu kjöri í bæjarstjórn Reykjavíkur.
3. Madeira.
4. Sextíu kíló af sólskini.
5. Slóvakíu.
6. 138,8 metrar. Rétt er því 133 til 145 metrar.
7. Sextán.
8. Benedikt Erlingsson.
9. Hann var enginn.
10. Heiðlóa.
Kötturinn kallast persneskur.
Karlinn er að spila á óbó.
Hér er þrautin frá í gær.
Athugasemdir