Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

38. spurningaþrautin: Tennisleikarinn Federer, og hver er Dick Grayson?

38. spurningaþrautin: Tennisleikarinn Federer, og hver er Dick Grayson?

Byrjum á vísbendingaspurningunum.

Hver málaði málverkið hér að ofan?

En hvað nefnist unga konan hér að neðan?

Athugið að ég er búinn að skipta út einni af spurningunum 10 hér að neðan, hún var óþarflega flókin.

1.   Tennisleikari einn heitir Roger Federer og einhver sá allra sigursælasti í heimi. Frá hvaða landi kemur pilturinn?

2.  Dick nokkur Grayson er eða öllu heldur var helsti hjálparkokkur afar frægrar persónu. Nú á seinni árum gengur Dick Grayson stundum undir nafninu Nightwing en hvað var eldra viðurnefni hans, og miklu frægara?

3.   Sagt er að þegar Jón Arason var lagður á höggstokk hafi hann beðið að heilsa „Sigurði dóttur minni og [x] syni sínum“ en [x] kemur hér í staðinn fyrir nafnið á uppáhaldsdóttur hans. Biskup taldi sem sé að meiri töggur væri í dótturinni en syninum Sigurði. Hvað hét þessi dóttir?

4.   Hvaða fjöll eru á mótum Frakklands og Spánar?

5.   Við hvað starfar Ragnar Aðalsteinsson og hefur gert í áratugi?

6.   Hvað nefnist efsti hluti þarmanna í meltingarveginum, þar sem fæðan lendir þegar hún fer úr maganum?

7.   Hvaða fugl er frægastur fyrir að verpa í hreiður annarra fugla og láta þá sjá um uppeldi unganna?

8.   Hið gamla Indland skiptist nú í þrjú ríki: Indland, Pakistan og Bangla Desj. Í öllum þessum löndum þykir jafnrétti kynjanna ekki alveg upp á tíu, þótt það sé nokkuð misjafnt eftir löndum. En þessi þrjú lönd deila þó ákveðnum áfanga í jafnréttismálum sem ekki nærri öll lönd önnur hafa náð. Hver er hann?

9.   Á sínum tíma var undirritun hins svonefnda Gamla sáttmála milli íslenskra höfðingja og Noregskonungs talin einn mesti sorgaratburður Íslandssögunnar. Nú kann fleira að vera málum blandið um þennan sáttmála en áður var haldið, en hvaða ár er yfirleitt nefnt í tengslum við undirritun hans? 

10.  Hvaða dýrategundir á landi uppi eru skyldastar hvölunum í sjónum?

Svörin tíu:

1.   Sviss.

2.  Robin, aðstoðarmaður Batmans.

3.   Þórunn.

4.  Pýreneafjöll.

5.   Lögmennsku.

6.  Skeifugörn.

7.   Gaukur.

8.   Í öllum löndunum hafa konur orðið forsætisráðherrar: Indira Ghandi á Indlandi 1966, Benazir Bhutto í Pakistan 1988 og Sheik Hasina í Bangla Desj 1996. Ekki er þó nauðsynlegt að vita nöfn þeirra.

9.   1262.

10.  Klaufdýr (nautgripir, svín, dádýr, kameldýr, flóðhestar, kindur, geitur o.s.frv.).

Og svörin við aukaspurningunum:

Jóhannes Kjarval málaði myndina.

Stúlkan gekk þá undir nafninu Melania Knavs en nú Melania Trump.

Og hér eru svo spurningar gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár