Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

37. spurningaþrautin: Hvaða kona varð fyrir V-1 flugskeyti, og hvaða karl er svo glottuleitur?

37. spurningaþrautin: Hvaða kona varð fyrir V-1 flugskeyti, og hvaða karl er svo glottuleitur?

Aukaspurningarnar eru báðar um unga karlmenn sem þið eigið að þekkja í sjón.

Hver er sá efri hér að ofan?

Og hver er sá neðri hér að neðan?

En þá eru það venjulegu spurningarnar tíu.

1.   Hver var fyrsta konan sem varð forsætisráðherra í einhverju Norðurlandanna?

2.   Í hvaða ríki voru svonefndir Ottómanar við völd?

3.   Hvað heitir höfuðborgin í Íran?

4.   Hvaða bandaríski öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu slóst um að verða forsetaefni Demókrata en varð að draga sig í hlé? Nú er hún hins vegar talin ein þeirra sem helst koma til álita sem varaforsetaefni Joe Bidens.

5.   „Allir vildu Lilju kveðið hafa,“ er orðtak eitt hérlendis. En hver er talinn hafa kveðið Lilju?

6.   Hvað heitir flugvélategundin sem tekin var úr notkun á síðasta ára eftir tvö alvarleg flugslys, og bitnaði til dæmis illa á Icelandair sem átti slíkar flugvélar?

7.   Vera Menchik hét kona ein og þótti leiftursnjöll og lét heilmikið að sér kveða á sviði þar sem karlmenn einir höfðu verið í fremstu röð fram að því. Hún fæddist í Moskvu, var mjög tékkneskrar ættar en settist að í London og dó þegar hún varð fyrir V-1 eldflaugasprengju Þjóðverja 1944. Hvert var sérsvið Veru Menchik?

8.   Hver hefur hlotið flest Óskarsverðlaun fyrir leik í bíómyndum vestan hafs?

9.   Hversu marga syni átti Njáll Þorgeirsson, bóndi á Bergþórshvoli?

10.   Hvaða þéttbýlisstaður er við Norðfjörð?

Svörin eru þessi:

1.   Gro Harlem Brundtland í Noregi.

2.   Tyrklandi.

3.   Tehran.

4.   Kamala Harris.

5.   Eysteinn munkur.

6.   Boeing 737 MAX.

7.   Skák. Hún var fyrsti heimsmeistari kvenna.

8.  Katherine Hepburn.

9.  Fjóra: Skarphéðin, Grím, Helga með spúsu sinni og svo Höskuld nokkurn utan dagskrár.

10.   Neskaupstaður.

Aukaspurningarnar:

Efri ungi maðurinn er Pete Best sem var fyrri trommari Bítlanna.

En neðri ungi maðurinn er Charles de Gaulle, franskur hershöfðingi og síðar forseti.

Loks er svo hægt að sjá spurningar frá í gær hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu