Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spurningaþraut 35: Fyrsti tvinnbíllinn og hve lengi á leiðinni er ljósið?

Spurningaþraut 35: Fyrsti tvinnbíllinn og hve lengi á leiðinni er ljósið?

Aukaspurningar eru eins og venjulega um myndirnar tvær.

Í hvaða borg er myndin að ofan tekin?

Hvað heitir pastategundin sem sést á neðri myndinni?

1.   Hver sér um viðtalsþáttinn Segðu mér á Ríkisútvarpinu?

2.   Hvaða starfi gegndi Kristján Eldjárn áður en hann varð forseti Íslands 1968?

3.  Í hvaða landi voru Zóróaster-trúarbrögðin upprunnin?

4.  Þýska bílafyrirtækið Porsche framleiddi fyrsta tvinn-bílinn, sem knúinn var bæði rafmagni og bensíni. Hvaða ár var það? Hér má skeika fimm árum.

5.   Hvað hét bróðir Símonar Péturs, lærisveins Jesúa frá Nasaret, sá er einnig var í hópi postulanna tólf, samkvæmt Biblíunni?

6.   Hver er fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður?

7.   Tónlistarmaðurinn Drake er einn sá vinsælasti í heimi rapps, hipphopps og þess háttar tónlistar. Þekktastur er hann kannski fyrir lögin God's Plan eða One Dance. Í hvaða landi er Drake fæddur?

8.  Hachikō nokkur var ekki nema 11 ára þegar hann lést en honum hafa verið reistar styttur í Japan, árleg hátíð er haldin honum til heiðurs og sérstök tegund af litlum rútum er nefnd eftir honum. Hver var Hachikō?

9.  Hversu lengi er ljós að meðaltali að ferðast frá Sólinni til Jarðar? Hér má skeika 20 sekúndum?

10.   Litla-Hraun var aðal fangelsi Íslands í áratugi, en hefur nú verið leyst af hólmi. Hvað nefnist nýja fangelsið?

1.   Sigurlaug Margrét Jónasdóttir.

2.   Þjóðminjavörður.

3.   Persíu.

4.   Það var árið 1906, svo rétt er allt frá 1901 til 1911.

5.   Andrés.

6.   Sigríður Á. Andersen.

7.   Kanada.

8.   Hundur.

9.   8 mínútur og 20 sekúndur, svo rétt er allt frá 8 mínútum til 8 og 40.

10.   Fangelsið að Hólmsheiði.

Aukaspurningarnar:

Borgin er vitanlega Aþena, og pastategundin heitir ravioli.

Hér er svo þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu