Spurningaþraut 35: Fyrsti tvinnbíllinn og hve lengi á leiðinni er ljósið?

Spurningaþraut 35: Fyrsti tvinnbíllinn og hve lengi á leiðinni er ljósið?

Aukaspurningar eru eins og venjulega um myndirnar tvær.

Í hvaða borg er myndin að ofan tekin?

Hvað heitir pastategundin sem sést á neðri myndinni?

1.   Hver sér um viðtalsþáttinn Segðu mér á Ríkisútvarpinu?

2.   Hvaða starfi gegndi Kristján Eldjárn áður en hann varð forseti Íslands 1968?

3.  Í hvaða landi voru Zóróaster-trúarbrögðin upprunnin?

4.  Þýska bílafyrirtækið Porsche framleiddi fyrsta tvinn-bílinn, sem knúinn var bæði rafmagni og bensíni. Hvaða ár var það? Hér má skeika fimm árum.

5.   Hvað hét bróðir Símonar Péturs, lærisveins Jesúa frá Nasaret, sá er einnig var í hópi postulanna tólf, samkvæmt Biblíunni?

6.   Hver er fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður?

7.   Tónlistarmaðurinn Drake er einn sá vinsælasti í heimi rapps, hipphopps og þess háttar tónlistar. Þekktastur er hann kannski fyrir lögin God's Plan eða One Dance. Í hvaða landi er Drake fæddur?

8.  Hachikō nokkur var ekki nema 11 ára þegar hann lést en honum hafa verið reistar styttur í Japan, árleg hátíð er haldin honum til heiðurs og sérstök tegund af litlum rútum er nefnd eftir honum. Hver var Hachikō?

9.  Hversu lengi er ljós að meðaltali að ferðast frá Sólinni til Jarðar? Hér má skeika 20 sekúndum?

10.   Litla-Hraun var aðal fangelsi Íslands í áratugi, en hefur nú verið leyst af hólmi. Hvað nefnist nýja fangelsið?

1.   Sigurlaug Margrét Jónasdóttir.

2.   Þjóðminjavörður.

3.   Persíu.

4.   Það var árið 1906, svo rétt er allt frá 1901 til 1911.

5.   Andrés.

6.   Sigríður Á. Andersen.

7.   Kanada.

8.   Hundur.

9.   8 mínútur og 20 sekúndur, svo rétt er allt frá 8 mínútum til 8 og 40.

10.   Fangelsið að Hólmsheiði.

Aukaspurningarnar:

Borgin er vitanlega Aþena, og pastategundin heitir ravioli.

Hér er svo þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár