Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spurningaþraut 30: Höfuðborgarþáttur

Spurningaþraut 30: Höfuðborgarþáttur

Í tilefni af því að þetta er 30. spurningaþrautin verður sérstakt þema í þetta sinn, sem eru höfuðborgir.

Allar spurningarnar snerta höfuðborgir á einn eða annan hátt.

Báðar aukaspurningarnar líka: Frá hvað höfuðborgum eru myndirnar hér að ofan og líka sú að neðan?

En hinar venjubundu spurningar eru þessar tíu:

1.   Hvað heitir höfuðborgin í Argentínu?

2.   Eftir hverjum heitir höfuðborg Bandaríkjanna?

3.   Í hvaða landi er höfuðborgin Nairobi?

4.   Eftir að Róm hætti að koma að gagni sem höfuðborg vesturrómverska ríkisins töldust ýmsar borgir höfuðborgir, en oftast höfðu keisarar aðsetur í fremur lítilli borg, vel víggirtri, á norðanverðri Ítalíu nálægt strönd Adríahafs. Hvað hét þessi tímabundna höfuðborg vesturrómverska ríkisins?

5.  Hvað heitir höfuðborgin í Lettlandi?

6.   Hver var höfuðborg Þýskalands 1919-1933?

7.   Hvað heitir höfuðborgin í Alsír?

8.   Hvað heitir höfuðborg Grænlands?

9.   Hvaða höfuðborg í heimi hér er nefnd eftir bandarískum forseta og er þó ekki í Norður-Ameríku?

10.   Hvað heitir höfuðborg Indlands?

Hér eru svörin:

1.   Buenos Aires.

2.   George Washington, fyrsta forseta Bandaríkjanna.

3.   Keníu.

4.   Ravenna.

5.   Ríga.

6.   Berlín. Weimar var aldrei höfuðborg þótt þing kæmi þar saman um skamma hríð eftir fyrri heimsstyrjöld vegna ófriðar í Berlín.

7.   Alsír.

8.   Nuuk.

9.   Monrovia í Líberíu heitir eftir James Monroe.

10.   Nýja Dehlí.

Og svörin við aukaspurningunum eru:

Efst er mynd frá Helsinki, höfuðborg Finnlands.

En neðar mynd frá Moskvu, höfuðborg Rússlands.

Svo er þrautin á undan hérna.

En hin næsta, hún er hins vegar hér.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár