Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spurningaþraut 30: Höfuðborgarþáttur

Spurningaþraut 30: Höfuðborgarþáttur

Í tilefni af því að þetta er 30. spurningaþrautin verður sérstakt þema í þetta sinn, sem eru höfuðborgir.

Allar spurningarnar snerta höfuðborgir á einn eða annan hátt.

Báðar aukaspurningarnar líka: Frá hvað höfuðborgum eru myndirnar hér að ofan og líka sú að neðan?

En hinar venjubundu spurningar eru þessar tíu:

1.   Hvað heitir höfuðborgin í Argentínu?

2.   Eftir hverjum heitir höfuðborg Bandaríkjanna?

3.   Í hvaða landi er höfuðborgin Nairobi?

4.   Eftir að Róm hætti að koma að gagni sem höfuðborg vesturrómverska ríkisins töldust ýmsar borgir höfuðborgir, en oftast höfðu keisarar aðsetur í fremur lítilli borg, vel víggirtri, á norðanverðri Ítalíu nálægt strönd Adríahafs. Hvað hét þessi tímabundna höfuðborg vesturrómverska ríkisins?

5.  Hvað heitir höfuðborgin í Lettlandi?

6.   Hver var höfuðborg Þýskalands 1919-1933?

7.   Hvað heitir höfuðborgin í Alsír?

8.   Hvað heitir höfuðborg Grænlands?

9.   Hvaða höfuðborg í heimi hér er nefnd eftir bandarískum forseta og er þó ekki í Norður-Ameríku?

10.   Hvað heitir höfuðborg Indlands?

Hér eru svörin:

1.   Buenos Aires.

2.   George Washington, fyrsta forseta Bandaríkjanna.

3.   Keníu.

4.   Ravenna.

5.   Ríga.

6.   Berlín. Weimar var aldrei höfuðborg þótt þing kæmi þar saman um skamma hríð eftir fyrri heimsstyrjöld vegna ófriðar í Berlín.

7.   Alsír.

8.   Nuuk.

9.   Monrovia í Líberíu heitir eftir James Monroe.

10.   Nýja Dehlí.

Og svörin við aukaspurningunum eru:

Efst er mynd frá Helsinki, höfuðborg Finnlands.

En neðar mynd frá Moskvu, höfuðborg Rússlands.

Svo er þrautin á undan hérna.

En hin næsta, hún er hins vegar hér.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
5
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár