Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spurningaþraut 28: Tunglvana plánetur, Rómarkeisari og stríðsforseti

Spurningaþraut 28: Tunglvana plánetur, Rómarkeisari og stríðsforseti

Þetta er 28. spurningaþrautin.

Aukaspurningar eru þessar:

Hver er sú hin hnellna stúlka sem arkar á óþekktri gangstétt hér að ofan?

Myndina hér að neðan málaði einn nafnkunnasti myndlistarmaður heims á 20. öld. Hann hét hvað?

En hér er svo spurt:

1.   Rómúlus Ágústulus nefndist einn Rómarkeisara til forna. Fyrir hvað er hans einkum minnst?

2.  Annar frægur karl, öllu yngri, var fæddur í Bandaríkjunum og hét Frank Lloyd Wright. Hvað var nú hans tilkall til frægðar og frama?

3.  Reikistjörnur við sólina eru átta, fyrir utan þó nokkrar dvergplánetur. En af þessum átta hafa allar - nema tvær - eitt eða fleiri tungl á braut um sig. Hverjar eru þessar tvær? Vitanlega verður að nefna báðar.

4.   Hvað er eina dæmi Íslandssögunnar um að litur á skipi hafi orðið tilefni yfirlýsinga í fréttum?

5.   Hvað nefnist hafsvæðið milli Ítalíuskaga og Balkanskaga þar sem ríki fyrrum Júgóslavíu eru hvert af öðru við ströndina? 

6.   Hver er heilbrigðisráðherra í núverandi ríkisstjórn?

7.   Hver var Bandaríkjaforseti meðan fyrri heimsstyrjöldin geisaði svo hart?

8.   Hver var nýlega ráðin ritstjóri DV?

9.   Hvað heitir stærsta eyjan í Ísafjarðardjúpi?

10.   Lýra Belacqua er 11 ára gömul hugrökk stúlka, sem heldur á slóðir ísa og norðurljósa í leit að týndum börnum. Í heimi hennar búa, auk venjulegs fólks, fylgjur, nornir, talandi birnir, Sígyptar svokallaðir og ýmsar fleiri kynjaverur. Hvað heitir sú bók, þar sem ferðalagi Lýru er lýst?

Þá eru hér svörin:

1.   Hann var síðasti keisarinn í vestur-rómverska ríkinu. „Síðasti keisari Rómaveldis“ dugar alveg, þótt ekki sé það tæknilega alveg nákvæmt, þar sem eystri hluti Rómaveldis hélt velli í tæp þúsund ár eftir það.

2.   Arkitektúr.

3.    Merkúr og Venus.

4.  Þegar Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja keypti Ísafjarðartogarann Guðbjörgu en lofaði því að hún yrði áfram gerð út frá Ísafirði með orðunum: „Guggan verður áfram gul.“ Hann stóð reyndar ekki við loforðið, en það er önnur saga.

5.   Adríahaf.

6.   Svandís Svavarsdóttir.

7.   Woodrow Wilson, reyndar dugir að nefna eftirnafn hans.

8.   Þorbjörg Marinósdóttir. Hún er yfirleitt alltaf kölluð Tobba Marinós, svo það dugar alveg.

9.   Æðey.

10.   Bókin heitir Gyllti áttavitinn. Hún er eftir Philip Pullmann, en það er ekki nauðsynlegt að muna.

Svör við aukaspurningum:

Stúlkan óx úr grasi og kallast nú Elísabet 2. Bretadrottning.

Málverkið málaði Marc Chagall.

Svo er hérna þraut gærdagsins. Reynið ykkur við hana líka!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
5
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár