Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Spurningaþraut 28: Tunglvana plánetur, Rómarkeisari og stríðsforseti

Spurningaþraut 28: Tunglvana plánetur, Rómarkeisari og stríðsforseti

Þetta er 28. spurningaþrautin.

Aukaspurningar eru þessar:

Hver er sú hin hnellna stúlka sem arkar á óþekktri gangstétt hér að ofan?

Myndina hér að neðan málaði einn nafnkunnasti myndlistarmaður heims á 20. öld. Hann hét hvað?

En hér er svo spurt:

1.   Rómúlus Ágústulus nefndist einn Rómarkeisara til forna. Fyrir hvað er hans einkum minnst?

2.  Annar frægur karl, öllu yngri, var fæddur í Bandaríkjunum og hét Frank Lloyd Wright. Hvað var nú hans tilkall til frægðar og frama?

3.  Reikistjörnur við sólina eru átta, fyrir utan þó nokkrar dvergplánetur. En af þessum átta hafa allar - nema tvær - eitt eða fleiri tungl á braut um sig. Hverjar eru þessar tvær? Vitanlega verður að nefna báðar.

4.   Hvað er eina dæmi Íslandssögunnar um að litur á skipi hafi orðið tilefni yfirlýsinga í fréttum?

5.   Hvað nefnist hafsvæðið milli Ítalíuskaga og Balkanskaga þar sem ríki fyrrum Júgóslavíu eru hvert af öðru við ströndina? 

6.   Hver er heilbrigðisráðherra í núverandi ríkisstjórn?

7.   Hver var Bandaríkjaforseti meðan fyrri heimsstyrjöldin geisaði svo hart?

8.   Hver var nýlega ráðin ritstjóri DV?

9.   Hvað heitir stærsta eyjan í Ísafjarðardjúpi?

10.   Lýra Belacqua er 11 ára gömul hugrökk stúlka, sem heldur á slóðir ísa og norðurljósa í leit að týndum börnum. Í heimi hennar búa, auk venjulegs fólks, fylgjur, nornir, talandi birnir, Sígyptar svokallaðir og ýmsar fleiri kynjaverur. Hvað heitir sú bók, þar sem ferðalagi Lýru er lýst?

Þá eru hér svörin:

1.   Hann var síðasti keisarinn í vestur-rómverska ríkinu. „Síðasti keisari Rómaveldis“ dugar alveg, þótt ekki sé það tæknilega alveg nákvæmt, þar sem eystri hluti Rómaveldis hélt velli í tæp þúsund ár eftir það.

2.   Arkitektúr.

3.    Merkúr og Venus.

4.  Þegar Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja keypti Ísafjarðartogarann Guðbjörgu en lofaði því að hún yrði áfram gerð út frá Ísafirði með orðunum: „Guggan verður áfram gul.“ Hann stóð reyndar ekki við loforðið, en það er önnur saga.

5.   Adríahaf.

6.   Svandís Svavarsdóttir.

7.   Woodrow Wilson, reyndar dugir að nefna eftirnafn hans.

8.   Þorbjörg Marinósdóttir. Hún er yfirleitt alltaf kölluð Tobba Marinós, svo það dugar alveg.

9.   Æðey.

10.   Bókin heitir Gyllti áttavitinn. Hún er eftir Philip Pullmann, en það er ekki nauðsynlegt að muna.

Svör við aukaspurningum:

Stúlkan óx úr grasi og kallast nú Elísabet 2. Bretadrottning.

Málverkið málaði Marc Chagall.

Svo er hérna þraut gærdagsins. Reynið ykkur við hana líka!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu