„Það var æðislegt að vinna með þessu fagmannlega starfsfólki. Ég lærði ofboðslega mikið um matreiðsluiðnaðinn af því að vinna þarna og vandamálunum sem starfsfólk í honum þarf að kljást við. En ég sá líka hvernig eigendur fóru með starfsfólkið, sem ósýnilega framleiðendur peninga. Eini áhugi eigenda er hagnaður með öllum tiltækum ráðum.“
Svona lýsir Anna Marjankowska vinnu sinni hjá Messanum á Lækjargötu. Anna vann þar frá febrúar til desember árið 2018 og gegndi þar stöðu trúnaðarmanns Eflingar, en hún segist hafa átt fullt í fangi á þeim vinnustað. Hún varð vitni að ýmsum kjarasamningsbrotum; laun voru lægri en kjarasamningar kveða á um, vinnuhlé voru virt að vettugi og vinnuaðstæðum starfsfólksins mjög ábótavant.
„Eini áhugi eigenda er hagnaður með öllum tiltækum ráðum“
Á hálfu ári tókst henni að samstilla starfsfólkið til að krefjast úrbóta. Hún náði takmarki sínu – samstarfsmenn hennar fengu ráðningarsamninga og sáu mikinn mun á launaseðlum sem voru …
Athugasemdir