Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Vandséð er hvernig uppbygging hjólastíga í Reykjavík skerði lífsgæði Vestfirðinga“

Stofn­leið­ir hjóla­stíga sem flytja munu fólk í og úr vinnu og skóla á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru fjár­magn­að­ar með 8,2 millj­örð­um úr sam­göngusátt­mála. Vig­dís Hauks­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Mið­flokks­ins, er and­víg því að borg­in fái fjár­muni frá rík­inu til að leggja hjóla­stíga.

„Vandséð er hvernig uppbygging hjólastíga í Reykjavík skerði lífsgæði Vestfirðinga“
Vigdís Hauksdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson „Hvað er samgönguráðherra að hugsa?“ spyr borgarfulltrúi Miðflokksins.

Mikil samstaða er meðal flokkanna í borgarstjórn um að byggja upp stíga til að mæta fjölgun hjólreiðafólks. Öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu standa að verkefninu sem mun tengja saman sveitarfélög, innviði þeirra og atvinnusvæði. Borgarfulltrúi Miðflokksins er andvígur því að ríkið veiti borginni pening til uppbyggingar hjólastíga.

Tillaga um uppbyggingu stofnleiða hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 ár með fjármagni samgöngusáttmála var kynnt á fundi skipulags- og samgönguráðs í gær. Samgöngusáttmáli ríkis og sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins var undirritaður í lok september 2019 með fjárfestingu upp á 120 milljarða króna á tímabilinu, þar af 8,2 milljarða í göngu- og hjólastíga.

Fjármagnið úr samgöngusáttmálanum fer fyrst og fremst í uppbyggingu á samgöngustígum, sem eru þeir stígar á stofnleiðum sem flytja fólk til og frá vinnu eða skóla. Forgangsröðun uppbyggingarinnar var ákveðin í samráði sveitarfélaganna og Vegagerðarinnar og byggir meðal annars á talningu á fjölda hjólandi í fyrra, uppbyggingu Borgarlínu og markmiðum um að tengja saman þá hjólastíga sem nú þegar eru aðskildir frá gangandi umferð.

„Hjólabúðir borgarinnar standa flestar tómar, biðraðir hafa náð langt út úr dyrum og eftirspurnin hefur aldrei verið meiri“

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í ráðinu eru jákvæðir gagnvart tillögunni. „Samfélagið hefur óhjákvæmilega tekið breytingum í kjölfar COVID-19 faraldursins,“ segir í bókun fulltrúa flokksins. „Fólk hefur séð jákvæð áhrif þess að ganga eða hjóla um borgarlandið. Göngu- og hjólastígar borgarinnar hafa aldrei verið jafn þétt setnir, hvort sem um er að ræða hjólandi vegfarendur eða gangandi. Þetta sýna talningar borgarinnar glöggt, en vegfarendum hefur fjölgað gífurlega í samanburði við aprílmánuð síðasta árs. Hjólabúðir borgarinnar standa flestar tómar, biðraðir hafa náð langt út úr dyrum og eftirspurnin hefur aldrei verið meiri. Mikilvægt er að styðja við þessa jákvæðu þróun með áframhaldandi uppbyggingu göngu- og hjólastíga í borginni, með áherslu á fjölgun stíga og aðgreiningu gangandi og hjólandi vegfarenda.“

HjólastígarMyndin sýnir hvernig hjólastígar gætu legið eftir 15 ár. Rauðu línurnar sýna fyrsta áfanga uppbyggingar, en þær bleiku sýna mörk sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, er áheyrnarfulltrúi í ráðinu. Hún er á móti því að ríkissjóður leggi borginni til fjármagn í þessi verkefni. „Átta þúsund og tvöhundruð milljónir í hjólastíga. Sjá ekki allir peningasóunina? Hvernig má það vera að íslenska ríkið sé að spandera sköttum landsmanna með þessum hætti og í gæluverkefni borgarstjóra og meirihlutans?“ segir í bókun hennar á fundinum.

„En að sækja hjólapeninga í tóman ríkissjóð er dæmalaust“

Gagnrýnir Vigdís sinn fyrrverandi samflokksmann, Sigurð Inga Jóhannsson, samgönguráðherra og formann Framsóknarflokksins. „Meirihlutinn getur/má gera það sem hann vill á meðan hann er við völd,“ lét hún bóka á fundinum. „En að sækja hjólapeninga í tóman ríkissjóð er dæmalaust. Ekki kemur Akureyringurinn, Vestfirðingurinn eða Austfirðingurinn hjólandi til Reykjavíkur að sinna erindum sínum í stjórnsýsluhúsum ríkisins sem búa nú þegar við skert aðgengi sem er á ábyrgð sama meirihluta. Ég spyr á ný – hvað er samgöngumálaráðherra að hugsa?“

Fulltrúar meirihlutar svöruðu bókun Vigdísar í einni setningu: „Vandséð er hvernig uppbygging hjólastíga í Reykjavík skerði lífsgæði Vestfirðinga.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár