Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Vandséð er hvernig uppbygging hjólastíga í Reykjavík skerði lífsgæði Vestfirðinga“

Stofn­leið­ir hjóla­stíga sem flytja munu fólk í og úr vinnu og skóla á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru fjár­magn­að­ar með 8,2 millj­örð­um úr sam­göngusátt­mála. Vig­dís Hauks­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Mið­flokks­ins, er and­víg því að borg­in fái fjár­muni frá rík­inu til að leggja hjóla­stíga.

„Vandséð er hvernig uppbygging hjólastíga í Reykjavík skerði lífsgæði Vestfirðinga“
Vigdís Hauksdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson „Hvað er samgönguráðherra að hugsa?“ spyr borgarfulltrúi Miðflokksins.

Mikil samstaða er meðal flokkanna í borgarstjórn um að byggja upp stíga til að mæta fjölgun hjólreiðafólks. Öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu standa að verkefninu sem mun tengja saman sveitarfélög, innviði þeirra og atvinnusvæði. Borgarfulltrúi Miðflokksins er andvígur því að ríkið veiti borginni pening til uppbyggingar hjólastíga.

Tillaga um uppbyggingu stofnleiða hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 ár með fjármagni samgöngusáttmála var kynnt á fundi skipulags- og samgönguráðs í gær. Samgöngusáttmáli ríkis og sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins var undirritaður í lok september 2019 með fjárfestingu upp á 120 milljarða króna á tímabilinu, þar af 8,2 milljarða í göngu- og hjólastíga.

Fjármagnið úr samgöngusáttmálanum fer fyrst og fremst í uppbyggingu á samgöngustígum, sem eru þeir stígar á stofnleiðum sem flytja fólk til og frá vinnu eða skóla. Forgangsröðun uppbyggingarinnar var ákveðin í samráði sveitarfélaganna og Vegagerðarinnar og byggir meðal annars á talningu á fjölda hjólandi í fyrra, uppbyggingu Borgarlínu og markmiðum um að tengja saman þá hjólastíga sem nú þegar eru aðskildir frá gangandi umferð.

„Hjólabúðir borgarinnar standa flestar tómar, biðraðir hafa náð langt út úr dyrum og eftirspurnin hefur aldrei verið meiri“

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í ráðinu eru jákvæðir gagnvart tillögunni. „Samfélagið hefur óhjákvæmilega tekið breytingum í kjölfar COVID-19 faraldursins,“ segir í bókun fulltrúa flokksins. „Fólk hefur séð jákvæð áhrif þess að ganga eða hjóla um borgarlandið. Göngu- og hjólastígar borgarinnar hafa aldrei verið jafn þétt setnir, hvort sem um er að ræða hjólandi vegfarendur eða gangandi. Þetta sýna talningar borgarinnar glöggt, en vegfarendum hefur fjölgað gífurlega í samanburði við aprílmánuð síðasta árs. Hjólabúðir borgarinnar standa flestar tómar, biðraðir hafa náð langt út úr dyrum og eftirspurnin hefur aldrei verið meiri. Mikilvægt er að styðja við þessa jákvæðu þróun með áframhaldandi uppbyggingu göngu- og hjólastíga í borginni, með áherslu á fjölgun stíga og aðgreiningu gangandi og hjólandi vegfarenda.“

HjólastígarMyndin sýnir hvernig hjólastígar gætu legið eftir 15 ár. Rauðu línurnar sýna fyrsta áfanga uppbyggingar, en þær bleiku sýna mörk sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, er áheyrnarfulltrúi í ráðinu. Hún er á móti því að ríkissjóður leggi borginni til fjármagn í þessi verkefni. „Átta þúsund og tvöhundruð milljónir í hjólastíga. Sjá ekki allir peningasóunina? Hvernig má það vera að íslenska ríkið sé að spandera sköttum landsmanna með þessum hætti og í gæluverkefni borgarstjóra og meirihlutans?“ segir í bókun hennar á fundinum.

„En að sækja hjólapeninga í tóman ríkissjóð er dæmalaust“

Gagnrýnir Vigdís sinn fyrrverandi samflokksmann, Sigurð Inga Jóhannsson, samgönguráðherra og formann Framsóknarflokksins. „Meirihlutinn getur/má gera það sem hann vill á meðan hann er við völd,“ lét hún bóka á fundinum. „En að sækja hjólapeninga í tóman ríkissjóð er dæmalaust. Ekki kemur Akureyringurinn, Vestfirðingurinn eða Austfirðingurinn hjólandi til Reykjavíkur að sinna erindum sínum í stjórnsýsluhúsum ríkisins sem búa nú þegar við skert aðgengi sem er á ábyrgð sama meirihluta. Ég spyr á ný – hvað er samgöngumálaráðherra að hugsa?“

Fulltrúar meirihlutar svöruðu bókun Vigdísar í einni setningu: „Vandséð er hvernig uppbygging hjólastíga í Reykjavík skerði lífsgæði Vestfirðinga.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár