Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Í dag klukkan 13: Landvernd verðlaunar bestu umhverfisfréttirnar

Ungu fólki bauðst í vet­ur að taka þátt í sam­keppni á veg­um Land­vernd­ar um bestu um­hverf­is­frétt­irn­ar. Verk­efni bár­ust frá 10 fram­halds­skól­um í sam­keppn­ina og verða þau bestu verð­laun­uð í dag. Stund­in streym­ir við­burð­in­um í dag klukk­an 13.

Ungu fólki bauðst í vetur að taka þátt í samkeppni á vegum Landverndar um bestu umhverfisfréttirnar. Verkefni bárust frá 10 framhaldsskólum í samkeppnina og verða þau bestu verðlaunuð í dag. Stundin streymir viðburðinum í dag á forsíðu Stundarinnar, í þessari frétt og á Facebook-síðum Stundarinnar, Landverndar og Norræna hússins. Útsendingin hefst klukkan 13.

Eftirfarandi er tilkynning frá Landvernd um viðburðinn:

Ungu fólki bauðst í vetur að taka þátt í samkeppni á vegum Landverndar um bestu umhverfisfréttirnar. Verkefni bárust frá 10 framhaldsskólum í samkeppnina og verða þau bestu verðlaunuð þann sjötta maí. 

Sýnd verða brot úr verkefnum sigurvegara og rætt við höfunda um hugmyndina þann 6. maí næstkomandi klukkan 13:00. Verðlaunaafhendingin er unnin í samstarfi við Norræna húsið. Viðburðinum verður streymt og má fylgjast með hér, á facebook viðburði Landverndar, á vefsíðu Norræna hússins og Stundin.is. 

Sýningin er hluti af verkefninu Ungt umhverfisfréttafólk sem er unnið í samstarfi við framhaldsskóla á landinu. Það er rekið í 45 löndum víðsvegar um heiminn og er vettvangur fyrir ungt fólk til að kynna sér umhverfismál með gagnrýnum hætti og miðla upplýsingum til almennings eftir fjölbreyttum leiðum. Vel hefur verið tekið í verkefnið og verður samkeppnin ansi spennandi að sögn verkefnastjóra. Landvernd hefur ásett sér að reka verkefnið í bæði framhaldsskólum, efri stigum grunnskóla og á háskólastigi þegar fram líða stundir.

Verkefnið veitir skólum tækifæri til þess að gefa umhverfismálunum aukið vægi í kennslu. Þeir fá faglega aðstoð kennara við að kynna sér umhverfismálin og mikil áhersla er lögð á að heimildir séu áreiðanlegar. Slíkt er nauðsynlegt á tímum falsfrétta.  

Mikil áhersla er lögð á aðkomu ungmenna í verkefninu. Í stýrihóp verkefnisins sitja t.d. aðilar frá Ungum umhverfissinnum, Landssamtökum íslenskra stúdenta og Sambandi íslenskra framhaldsskólanema. Ungmennasamtökin veita auk þess sérstök verðlaun ári hverju, fyrir það verkefni sem höfðar best til ungmenna hverju sinni og eiga einnig fulltrúa í ungliðadómnefndinni, þeir eru Jóhanna Steina; forseti SÍF, Hjördís Sveinsdóttir; ritari LÍS og Tinna Hallgrímsdóttir; varaformaður UU.

Hin dómnefnd verkefnisins samanstendur af reynsluríku fólki í miðlun upplýsinga á vettvangi fjölmiðla og kvikmyndagerðar. Dómnefndina skipa Snærós Sindradóttir, fjölmiðlakona, Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri og Ragnhildur Þrastardóttir, blaðamaður. 

Við hvetjum alla áhugasama til þess að horfa á streymið og kynnast því sem ungt fólk er að gera í umhverfismálum í dag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár