Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Í dag klukkan 13: Landvernd verðlaunar bestu umhverfisfréttirnar

Ungu fólki bauðst í vet­ur að taka þátt í sam­keppni á veg­um Land­vernd­ar um bestu um­hverf­is­frétt­irn­ar. Verk­efni bár­ust frá 10 fram­halds­skól­um í sam­keppn­ina og verða þau bestu verð­laun­uð í dag. Stund­in streym­ir við­burð­in­um í dag klukk­an 13.

Ungu fólki bauðst í vetur að taka þátt í samkeppni á vegum Landverndar um bestu umhverfisfréttirnar. Verkefni bárust frá 10 framhaldsskólum í samkeppnina og verða þau bestu verðlaunuð í dag. Stundin streymir viðburðinum í dag á forsíðu Stundarinnar, í þessari frétt og á Facebook-síðum Stundarinnar, Landverndar og Norræna hússins. Útsendingin hefst klukkan 13.

Eftirfarandi er tilkynning frá Landvernd um viðburðinn:

Ungu fólki bauðst í vetur að taka þátt í samkeppni á vegum Landverndar um bestu umhverfisfréttirnar. Verkefni bárust frá 10 framhaldsskólum í samkeppnina og verða þau bestu verðlaunuð þann sjötta maí. 

Sýnd verða brot úr verkefnum sigurvegara og rætt við höfunda um hugmyndina þann 6. maí næstkomandi klukkan 13:00. Verðlaunaafhendingin er unnin í samstarfi við Norræna húsið. Viðburðinum verður streymt og má fylgjast með hér, á facebook viðburði Landverndar, á vefsíðu Norræna hússins og Stundin.is. 

Sýningin er hluti af verkefninu Ungt umhverfisfréttafólk sem er unnið í samstarfi við framhaldsskóla á landinu. Það er rekið í 45 löndum víðsvegar um heiminn og er vettvangur fyrir ungt fólk til að kynna sér umhverfismál með gagnrýnum hætti og miðla upplýsingum til almennings eftir fjölbreyttum leiðum. Vel hefur verið tekið í verkefnið og verður samkeppnin ansi spennandi að sögn verkefnastjóra. Landvernd hefur ásett sér að reka verkefnið í bæði framhaldsskólum, efri stigum grunnskóla og á háskólastigi þegar fram líða stundir.

Verkefnið veitir skólum tækifæri til þess að gefa umhverfismálunum aukið vægi í kennslu. Þeir fá faglega aðstoð kennara við að kynna sér umhverfismálin og mikil áhersla er lögð á að heimildir séu áreiðanlegar. Slíkt er nauðsynlegt á tímum falsfrétta.  

Mikil áhersla er lögð á aðkomu ungmenna í verkefninu. Í stýrihóp verkefnisins sitja t.d. aðilar frá Ungum umhverfissinnum, Landssamtökum íslenskra stúdenta og Sambandi íslenskra framhaldsskólanema. Ungmennasamtökin veita auk þess sérstök verðlaun ári hverju, fyrir það verkefni sem höfðar best til ungmenna hverju sinni og eiga einnig fulltrúa í ungliðadómnefndinni, þeir eru Jóhanna Steina; forseti SÍF, Hjördís Sveinsdóttir; ritari LÍS og Tinna Hallgrímsdóttir; varaformaður UU.

Hin dómnefnd verkefnisins samanstendur af reynsluríku fólki í miðlun upplýsinga á vettvangi fjölmiðla og kvikmyndagerðar. Dómnefndina skipa Snærós Sindradóttir, fjölmiðlakona, Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri og Ragnhildur Þrastardóttir, blaðamaður. 

Við hvetjum alla áhugasama til þess að horfa á streymið og kynnast því sem ungt fólk er að gera í umhverfismálum í dag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár