Hrönn hitti ég í sundi. Hún stundar Vesturbæjarlaug snemma, kemur í skottið á fyrsta holli morgunhananna þegar hægist um í lauginni, áður en krakkarnir mæta í skólasundið. Þá eru brautirnar auðar. Við erum tvær, þrjár í skammdegismyrkrinu og útiklefanum sem skelfur í vondum veðrum svo hurðirnar sveiflast á hjörum og snjórinn fýkur úr lofti og meðfram veggjunum. Vörðurinn stígur inn á vaðstígvélum og heldur á kústi. Ofan úr himnagatinu á hálfu þakinu fellur drífa um leið og hann segir eitthvað sem líkist setningu úr rússnesku leikriti. Síðan er talað um sápur, um borgarstjórnina, ráð við kvefi: koníakslús í heitt vatn rétt fyrir svefn. Nú sitjum við sundfélagar í öðru umhverfi, borgaralega klæddir, þakið heilt.
Takk fyrir að koma í viðtal fyrir Stundina, kæra Hrönn. Viltu segja mér hvar þú ert fædd og hvenær, hvað foreldrar þínir heita, áttu systkini, hvað heita þau – kæri þú þig um að svara því …
Athugasemdir