Niðurstöður nýrrar rannsóknar gleðja líklega marga foreldra. Sér í lagi á þeim tímum sem við göngum í gegnum nú. Samkvæmt rannsókninni virðist ekkert benda til þess að aukin skjánotkun barna á undanförnum árum leiði til þess að þau búi yfir verri félagsfærni en áður var.
Hugmyndin kviknaði eftir samtal feðga
Douglas Downey, prófessor í félagsfræði við Ohio State University í Bandaríkjunum, er fyrsti höfundur greinar sem birtist í tímaritinu American Journal of Sociology. Hugmyndin að rannsókninni kviknaði fyrir nokkrum árum síðan þegar Downey sat á veitingastað með syni sínum. Feðgarnir deildu þar um hvort félagsfærni barna og ungmenna væri verri í dag en áður var vegna aukinnar notkunar snjalltækja í daglegu lífi.
Að sögn Downey útskýrði hann fyrir syni sínum hversu slæm félagsfærni barna og ungmenna væri orðin. Nick, sonur hans, spurði þá á móti hvernig hann gæti fullyrt það.
Eftir nokkra rannsóknarvinnu komst Downey að því að það væru …
Athugasemdir