Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Dætur Dofra segja frá: „Þetta er ljót saga og sorgleg“

Dótt­ir og fyrr­um fóst­ur­dótt­ir Dof­ra Her­manns­son­ar, for­manns Fé­lags um for­eldra­jafn­frétti og með­lims í Jafn­rétt­is­ráði, út­skýra hvers vegna þær slitu tengsl­um við hann og segja hann hafa beitt þær of­beldi og yf­ir­gangi.

Dætur Dofra segja frá: „Þetta er ljót saga og sorgleg“

„Hér skrifum við, 21 árs dóttir Dofra og 28 ára fyrrum fósturdóttir, til að útskýra hvers vegna við á endanum ákváðum að slíta öllum samskiptum við hann. Þetta er ljót saga og sorgleg,“ segja tvær konur í yfirlýsingu í dag, sem er svar við opinberri umræðu Dofra Hermannssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa, um svokallaða foreldraútilokun.

Greinin Leyfi til að elska eftir Dofra Hermannsson, formanns Félags um foreldrajafnrétti, birtist á Vísi um helgina. Þar fjallaði Dofri um það hvernig foreldrar geta innrætt barni „svo mikla skömm, ótta og hatur í garð foreldris að það hafnar samband við það“ en slíkt væri árás á tilfinningalíf barnsins sem myndi líða fyrir það alla ævi ef ekki væri gripið í taumana. Dorfi hefur um árabil barist gegn því sem hann telur markvisst ranglæti gagnvart feðrum og vísað til eigin tilfellis.

„Ofbeldi þrífst best í þögn og skömm,“ skrifar Dofri. „Við veigrum okkur við því að gera óþægilega hluti og því getur verið þægilegra að líta í hina áttina, að spyrja einskis og þegja frekar en að segja hug sinn.“

Konurnar tvær, sem tilfelli hans varðar, hafa aðra sögu að segja en hann.

„Það er ekki hægt að láta það átölulaust að Dofri ljúgi upp á okkur sínum hugarórum og fráleitum söguskýringum,“ skrifa þær. „Dofri hefur einfaldlega komið illa fram við okkur og beitt okkur ofbeldi, getur ekki horfst í augu við eigin framkomu og varpar henni á okkur. Dofri hefur lagt mikið á sig til að teikna upp sviðsmynd, sem byggir á vafasömum kenningum um foreldraútilokun, sem feðrahreyfingar víða um heim nota til að berjast fyrir málstað sínum gegn konum og börnum og gengur jafnvel svo langt að klæða það í búning jafnréttisbaráttu.“

Áður hefur Dofri fjallað um kenningar um foreldraútilokun og eigin baráttu fyrir umgengni við börnin, sem útskýra nú hvers vegna þau hafna samskiptum við hann.

„Kenning hans og söguskýring gengur út á það að í fyrsta lagi að við segjum ósátt, í öðru lagi að okkur sé ekki sjálfrátt um að taka ákvörðun um að líta samskiptum við hann og í þriðja lagi að hann sé alltaf að bjarga okkur og berjast fyrir umgengni. Við ákváðum að slíta tengslum við hann vegna þess ofbeldis og yfirgangs sem hann beitti okkur. Þarna er á ferðinni gerandi ofbeldis sem felur sig í gervi þolanda.“ 

Yfirlýsing þeirra birtist á Facebook-síðu samtakanna Líf án ofbeldis, og má lesa í heild sinni hér að neðan. 

Dofri Hermannsson er fyrrverandi varaborgarfulltrúi úr Samfylkingunni í Reykjavík. 

Hann er núna meðlimur í Jafnréttisráði, tilnefndur af Félagi um foreldrajafnrétti og skipaður af Ásmundi Einari Daðasyni félagsmálaráðherra. Hlutverk Jafnréttisráðs er að vera ráðherra og framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu til ráðgjafar við faglega stefnumótum er varðar jafnrétti kynjanna.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
1
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Lenti í fæðingunni sem hún óttaðist mest
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Lenti í fæð­ing­unni sem hún ótt­að­ist mest

„Það erf­ið­asta var að það var ekki hlustað á mig þeg­ar ég sagði: Það er eitt­hvað óeðli­legt í gangi,“ seg­ir Sigrún Lilja Guð­jóns­dótt­ir, sem gekk í gegn­um mjög erf­iða fæð­ingu með eft­ir­mál­um á borð við lífs­hættu­leg­an blóð­missi, sýk­ingu, að­gerð og fæð­ing­ar­þung­lyndi. Hún kall­ar eft­ir því að bet­ur sé hlustað á kon­ur sem segja frá óeðli­leg­um sárs­auka og að ókeyp­is neyð­ar­þjón­ustu sé kom­ið á fyr­ir þær sem lenda í al­var­legu fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
6
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
4
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
6
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár