Tíu manns sem greinst hafa með COVID-19 kórónaveiruna hafa látist á Íslandi. Ættingjar þeirra sem fallnir eru frá lýsa óraunveruleikatilfinningu, því hvernig þeim finnst þau ekki hafa haft færi á að kveðja fólkið sitt og hversu sorglegt það sé að ættingjar þeirra hafi verið einir þegar þeir skildu við þennan heim. Þau lýsa miklu þakklæti í garð heilbrigðisstarfsfólks sem þau lýsa sem óeigingjörnum hetjum. Þau syrgja fólkið sitt en hugga sig við góðar minningar.
Fyrsta dauðsfallið sem tengt hefur verið veirufaldrinum var andlát átralsks ferðamanns sem kom mikið veikur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík og lést þar skömmu eftir komuna. Einkenni veikinda mannsins voru þó ekki dæmigerð fyrir COVID-19. Stundin hafði samband við unnustu mannsins, sem var á fertugsaldri og búsettur í Melbourne. Hún þakkaði fyrir hjálpsemi Íslendinga og velvild en baðst undan viðtali, þar eð ekki væri að fullu ljóst að unnusti hennar hefði látist af völdum COVID-19 kórónaveirunnar, …
Athugasemdir