Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spyr hvenær boðið verði upp á kynhlutlaus baðherbergi

Ný lög um kyn­rænt sjálfræði heim­ila hlut­lausa skrán­ingu kyns. Andrés Ingi Jóns­son vill vita hvenær bún­ings­að­stöð­ur og sal­erni muni mæta þess­um skil­yrð­um.

Spyr hvenær boðið verði upp á kynhlutlaus baðherbergi
Andrés Ingi Jónsson Þingmaður spyr um breytingar vegna nýrra laga um kynrænt sjálfræði.

Andrés Ingi Jónsson þingmaður spyr hvenær búningsaðstöður og salerni muni mæta kröfum nýrra laga sem gera ráð fyrir hlutlausri skráningu kyns.

Fyrirspurninni beinir hann til bæði Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, og Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Hvenær má vænta þess að ráðherra endurskoði lög, reglugerðir og reglur á málefnasviði sínu með hliðsjón af því að ákvæði þeirra um búningsaðstöðu og salerni gera ekki ráð fyrir hlutlausri skráningu kyns, sbr. lög nr. 80/2019, um kynrænt sjálfræði?“

Lög um kynrænt sjálfræði tóku gildi síðasta sumar. Í þeim var skilgreindur réttur fólks til að skilgreina kyn sitt og heimiluð hlutlaus skráning kyns. „Opinberum aðilum og einkaaðilum sem skrásetja kyn ber að gera ráð fyrir hlutlausri skráningu kyns, t.d. á skilríkjum, eyðublöðum og í gagnasöfnum, og skal skráningin táknuð á óyggjandi hátt,“ segir í lögunum. „Í vegabréfum skal ávallt tákna hlutlausa skráningu kyns með bókstafnum X.“

Ýmsar reglugerðir heyra undir umhverfis- og auðlindaráðherra sem tengjast búningsaðstöðum og salernum, meðal annars byggingarreglugerð, reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum og reglugerð um baðstaði í náttúrunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár