Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fyrst íslenskra kvenna til að útskrifast sem hjarta- og lungnaskurðlæknir

„Ég ætla að verða lækn­ir þeg­ar ég verð stór,“ sagði Ragn­heið­ur Martha Jó­hann­es­dótt­ir við ömmu sína, þeg­ar hún var ekki nema tveggja ára. Nú, þrett­án ár­um eft­ir að hún hóf lækna­nám við Há­skóla Ís­lands, er hún orð­in hjarta- og lungna­skurð­lækn­ir, fyrst ís­lenskra kvenna.

Fyrst íslenskra kvenna til að útskrifast sem hjarta- og lungnaskurðlæknir
Brautryðjandi Ragnheiður Martha hefur alltaf stefnt á að verða læknir. Mynd: Úr einkasafni

Á sjúkrahúsinu í Umeå í Svíþjóð starfar Ragnheiður Martha Jóhannesdóttir sem sérfræðilæknir í hjarta- og lungnaskurðlækningum. Hún er fyrsta íslenska konan til að útskrifast sem slíkur. Þegar hún ákvað að fara þessa leið var hún þó ekki meðvituð um að svo fáar konur störfuðu á því sviði. „Ég hafði í rauninni ekki hugmynd um það. Það var ekki fyrr en ég byrjaði í deildarlæknaprógramminu á skurðsviði Landspítalans að ég tók eftir því að þetta voru allt karlmenn í kringum mig. Þegar ég svo frétti að það væri heldur engin kona í sérnámi erlendis áttaði ég mig á því að ég yrði sú fyrsta,“ segir Ragnheiður Martha. 

„Amma man eftir mér tveggja ára að segjast ætla að verða læknir“

Takmark hennar, að verða læknir, hefur hins vegar alltaf verið skýrt. „Amma man eftir mér tveggja ára að segjast ætla að verða læknir. Það var kannski helst í kringum fermingu að eitthvað annað komst að. Þá ætlaði ég kannski að verða klippikona eða hestakona – en alltaf læknir líka. Það breyttist aldrei.“

Með eigin líkamsrækt í skúrnum

ÍþróttakonaRagnheiður Martha og maðurinn hennar eru bæði mikið fyrir útivist, líkamsrækt og hin ýmsu farartæki. Þau keyra snjósleða á veturna og krossara á sumrin. 

Hún talar í símann út úr sinni eigin einka-líkamsræktarstöð, sem hún og maðurinn hennar, Benjamín Þór, hafa komið upp í bílskúrnum. Þau búa í Umeå í Svíþjóð, þangað sem þau fluttu fyrir fimm árum svo hún gæti hafið sitt sérfræðinám. „Við byggðum okkur hús hérna sem við fluttum inn í fyrir einu og hálfu ári síðan. Við vorum með sem skilyrði að setja upp gym í bílskúrnum okkar. Það var eitthvað sem okkur langaði bæði til að gera,“ segir Ragnheiður Martha.

Maðurinn hennar er einkaþjálfari en þau hafa bæði tvö mikinn áhuga á líkamsrækt. Hún tók meira að segja þátt í keppninni um sterkustu konu Íslands fyrir nokkrum árum, auk þess að taka tvisvar þátt í Hálandaleikunum. „Við reynum að æfa 5–6 sinnum í viku og við erum með voffa sem við löbbum með á hverjum degi. Svo erum við á krossurum á sumrin og snjósleðum á veturna,“ segir Ragnheiður Martha og bætir því við að þau Benjamín séu heppin að deila áhugamálum, enda geri þau flesta hluti saman. „Svo er draumur hjá okkur að setja upp rækt úti í garði líka. Vera með smá svona Hálandaleika-strongman-fíling hérna úti.“ 

Þrettán ár í námi

Áður en Ragnheiður Martha flutti út hafði hún starfað á skurðsviði Landspítalans, þar sem hún hafði hún fengið góða reynslu sem nýttist sem grunnur fyrir námið. Þar róteraðist hún á milli skurðdeilda, auk þess að vera um tíma í svæfingum og á gjörgæslunni. Hún var þó löngu búin að ákveða að hún ætlaði að verða hjartaskurðlæknir. „Það var gott að fá reynsluna áður en ég kom hingað út til Svíþjóðar. Ég gat líka fengið sumt af því sem ég vann við heima metið. Það er til dæmis skylda að taka hálft ár í svæfingu til þess að öðlast réttindin hér.“

Á spítalanum þar sem Ragnheiður Martha starfar eru þrjár aðrar konur sem einnig eru hjarta- og lungnaskurðlæknar, sem er óvenjulegt þar sem almennt eru mun færri konur í því starfi en karlar. Myndin er endurgerð þeirra samstarfskvenna á teiknaðri forsíðumynd New Yorker 2017 en í blaðinu var fjallað um kvenkyns skurðlækna.

Ragnheiður Martha var tvítug þegar hún byrjaði í læknisfræði við Háskóla Íslands. Nú er hún 33 ára og loks orðin sérfræðilæknir, en hún útskrifaðist af Norrlands-háskólasjúkrahúsinu fyrir skömmu. Hún er komin með stöðu á sjúkrahúsinu í Umeå og verður þar að öllum líkindum fastráðin innan skamms. „Það þarf að auglýsa allar stöður formlega svo ég þarf að sækja um. En ég er komin með öll leyfi og titla mig sem sérfræðilækni núna.“ Hún er ein fjögurra kvenna sem starfa sem hjarta- og lungnaskurðlæknar á spítalanum. Fjöldi þeirra hefur vakið talsverða athygli, því enn eru konur almennt mun færri í þeim hópi en karlar. 

Á sömu klossum í sjö ár 

Titli sérfræðilæknis fylgir ýmislegt skemmtilegt, svo sem nýir læknaklossar.

Það var reyndar hennar eigin þrjóska – að hennar eigin sögn – sem kom í veg fyrir að hún fengi nýja skó. „Ég keypti mér klossa þegar ég byrjaði að vinna sem deildarlæknir á skurðdeildinni heima á Íslandi 2013. Þeir hafa fylgt mér síðan þá og komu með mér hingað til Svíþjóðar árið 2015. Fyrir tveimur árum voru þeir farnir að láta ansi vel á sjá og skurðhjúkrunarfræðingarnir hér farnir að koma með athugasemdir: „Jæja! Þú veist að þú getur fengið nýja skó hér þegar þú vilt?“ En ég var búin að bíta það í mig að fá mér ekki nýja klossa fyrr en ég væri orðin sérfræðingur. Það voru því mikil fagnaðarlæti þegar ég kom loks á nýjum skóm í vinnuna.“

„Maður lifir ekki án hjartans“

Ragnheiður Martha er dóttir Laufeyjar Lindu Harðardóttur og Jóhannesar Georgssonar. Hún segir foreldra sína báða hafa hvatt hana og systur hennar tvær til að sækja sér menntun sem gæfi þeim fjárhagslegt öryggi. „Pabbi vildi sjá okkur í læknisfræði eða lögfræði og talaði um það alveg frá því að við vorum litlar,“ segir hún. Önnur af yngri systrum Ragnheiðar Mörthu, Alexandra, er einmitt lögfræðingur og gegnir nú starfi sveitarstjóra á Skagaströnd. Hún er yngsti sveitarstjóri landsins. „Pabba finnst algjör draumur í dós að ég sé læknir,“ segir Ragnheiður Martha. „Hann vildi verða læknir sjálfur en gat það ekki vegna aðstæðna í heimalandi hans. Hann er frá Rúmeníu en flúði þaðan og fékk vinnu sem kontrabassaleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann hafði eflaust mikil áhrif á mig, en samt hefði ég aldrei farið út í þetta nema að hafa brennandi áhuga á læknisfræði sjálf. Þetta er svo 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
3
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
4
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Secret Recording Exposes Political Deals Behind Iceland’s Whaling Licenses
6
English

Secret Record­ing Exposes Political Deals Behind Ice­land’s Whal­ing Licens­es

Prime Mini­ster Bjarni Bene­dikts­son has gran­ted whal­ing licens­es to two Icelandic whal­ing operati­ons. But secret record­ings of the son and bus­iness partner of a mem­ber of parlia­ment revea­led a political scheme behind the decisi­on, alle­ged­ly in­volving Bjarni tra­ding political favours that ensured that the MP’s close friend would recei­ve a whal­ing licen­se, even if political parties oppos­ing whal­ing were to take power.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár