Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vorið er handan við hornið, segir veðurfræðingur

Ei­rík­ur Örn Jó­hann­es­son veð­ur­fræð­ing­ur á Veð­ur­stofu Ís­lands seg­ir enga ástæðu til að ör­vænta þó að snjó­að hafi víða um land í morg­un; vor­ið sé rétt hand­an við horn­ið. Hann seg­ir að bú­ast megi við að frem­ur kalt verði í veðri um land allt fram á laug­ar­dag, en það taki að hlýna eft­ir það.

Vorið er handan við hornið, segir veðurfræðingur
Brimbrettafólk Feðgar fylgjast með brimbrettaköppum við Gróttu á Seltjarnarnesi í kvöld. Mynd: Jón Trausti Reynisson

Býsna jólalegt er um að litast víða á landinu nú þegar vika er liðin af apríl og páskar í nánd og talsvert hefur snjóað það sem af er degi. Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir enga ástæðu til að örvænta um að betri tíðar sé ekki að vænta; vorið sé rétt handan við hornið.

„Að það sé kuldi og snjór í apríl er ekkert óalgengt. Páskahretin eru vel þekkt. En sólin er farin að hita og kuldatímabilin farin að styttast. Við förum að finna fyrir dægursveiflu, einkum sunnanlands,“ segir Eiríkur.

„Páskaveðrið lítur þokkalega út. Síðan mun hlýna enn meira í næstu viku“

Hann segir að búast megi við að fremur kalt verði í veðri um land allt fram á laugardag. „Við búumst við að það fari að hlýna aftur eftir það. Það er útlit fyrir að það muni gerast á öllu landinu, fyrst sunnanlands, og við fáum vonandi að fá að sjá vorið handan við hornið. Líklega hlýnar með einhverri úrkomu, en páskaveðrið lítur engu að síður þokkalega út. Síðan mun hlýna enn meira í næstu viku.“

Fjölskylda við BakkatjörnGóðviðri var á Seltjarnarnesi í kvöld.
BrimbrettamennTveir reyndu að stunda brimbretti við Gróttu.
GróttuvitiFólk naut þess að láta kvöldsólargeislana leika um sig nærri Gróttuvita.

Mars var kaldur og vindasamur

Á vef Veðurstofu Ísland er yfirlit um tíðarfar í nýliðnum marsmánuði. Þar segir að mars hafi verið kaldur og hiti undir meðallagi síðustu tíu ára á landinu öllu. Vindhraði hafi aftur á móti verið vel yfir meðallagi, illviðri tíð og töluverðar truflanir á samgöngum. Afar snjóþungt hafi verið, einkum á Vestfjörðum og um landið norðan- og austanvert og á Akureyri hafi verið alhvítt alla daga nema síðasta dag mánaðarins, þá hafi verið „flekkótt“. Alhvítir dagar í Reykjavík hafi verið 16, sem var fjórum dögum fleiri en að meðaltali.

Spurður hvernig veðrið, það sem af apríl, hafi verið samanborið við aprílmánuði undanfarinna ára segir Eiríkur að það hafi verið heldur hefðbundið. „Það hafa verið bæði hlýir og kaldir dagar það sem af er apríl, eins og gjarnan er og þessi vika segir lítið til um hvernig veðrið verði það sem eftir lifir mánaðar. “

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár