Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Inga Sæland skorar á lánastofnanir að setja heimilin í skuldaskjól

Formað­ur Flokks fólks­ins vill að rík­is­stjórn­in beiti sér fyr­ir því að bank­arn­ir sendi ekki út greiðslu­seðla á með­an far­ald­ur­inn geng­ur yf­ir.

Inga Sæland skorar á lánastofnanir að setja heimilin í skuldaskjól
Inga Sæland Formaður Flokks fólksins segir aðgerðir stjórnvalda ekki beinast að viðkvæmustu hópunum.

„Er furða þótt ég sé undrandi á aðgerðarpakkanum sem augljóslega er ætlað að slá skjaldborg um fyrirtækin og fjármagnsöflin á kostnað almennings og heimilanna í landinu? Eru aðgerðirnar sniðnar að öryrkjum og öldruðum sem enga framfærslu hafa umfram strípaða framfærslu almannatrygginga? Hvað með heimilislaus sem lifa nú við ömurlegri aðstæður en nokkru sinni fyrr?“

Þetta skrifar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, í grein í Morgunblaðinu í dag sem ber titilinn „Verndum heimilin og þá verst settu“. Í greininni kallar hún eftir því að lánastofnanir setji heimilin í greiðsluskjól og að stjórnvöld grípi til róttækari aðgerða í þágu viðkvæmari hópa.

„Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru ekki að koma til móts við þau bágstöddustu í samfélaginu,“ skrifar hún. „Þau gleymast eina ferðina enn. Ég segi gleymast því ekki ætla ég ríkisstjórninni að hafa lagt í björgunarleiðangur þar sem viðkvæmustu þjóðfélagsþegnarnir eru viljandi skildir eftir á flæðiskeri. Stjórnarliðar segja þetta fyrsta skrefið og gera þurfi meira en minna. Þrátt fyrir það lætur ríkisstjórnin fátækt fólk enn bíða eftir réttlætinu.“

Inga segist undrast á því að vextir húsnæðislána hafi ekki lækkað og að á sama tíma standi til að lækka bankaskattinn um 11 milljarða króna. „Er það rétt forgangsröðun á almannafé að hjálpa bönkunum sem settu okkur á hausinn 2008?“ skrifar hún. „Það sem verra er, að í stað þessa að tryggja að þessar aðgerðir nýtist viðskiptavinum þeirra, þá sendir ríkisstjórnin þeim vinsamleg tilmæli um að þeir lækki nú vexti sína. Þar við situr. Í kjölfar hrunsins sótti margt fólk vinnu og tekjur til annarra landa, s.s. Noregs. Þannig tókst mörgum að standa í skilum. Nú er þessi möguleiki lokaður. Ég skora því á allar lánastofnanir landsins að setja heimilin í skuldaskjól; senda ekki einn einasta greiðsluseðil út fyrr en við sjáum til lands í þeirri miklu óvissu sem nú ríkir. Ríkisstjórnin ætti að beita sér fyrir þessu. Bankarnir geta beðið. Við eigum það inni hjá þeim.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár