Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fór með hjartað í buxunum á fund átrúnaðargoðsins

Fyr­ir nokkr­um mán­uð­um, þeg­ar Þóri Snæ Sig­urð­ar­syni áskotn­að­ist allra fyrsta hljóm­plat­an sem Ragn­ar Bjarna­son söng inn á, lét hann slag standa og hringdi í átrún­að­ar­goð sitt í þeirri von að fá árit­un. Raggi tók vel á móti Þóri á heim­ili sínu, árit­aði plöt­una, sagði hon­um bransa­sög­ur og kvaddi að lok­um með orð­un­um: „Gangi þér vel, elsk­an!“

Fór með hjartað í buxunum á fund átrúnaðargoðsins
Þórir Snær Hann á flestar plöturnar sem Raggi Bjarna söng inn á í gegnum tíðina. Mynd: Heiða Helgadóttir

Þegar Þórir Snær Sigurðarson var sextán ára gamall og nýbyrjaður í fjölbrautaskólanum Flensborg varð tónlistarmaðurinn Ragnar Bjarnason sjötugur. Þórir Snær þekkti á þeim tíma lítið til Ragga, en það átti heldur betur eftir að breytast eftir eitt menntaskólaball þar sem Raggi var að skemmta. „Á þessum árum fékk hann þetta rosalega come-back í bransann og verður allt í einu einn af aðalgaurunum. Hann verður vinsæll á menntaskólaböllum, skemmtir á sal og svona. Ég las það einhvers staðar að hann hefði aldrei haft eins mikið að gera eins og milli sjötugs og áttræðs. Það eitt og sér er stórmerkilegt.“

Skemmst er frá því að segja að hinn sextán ára Þórir Snær kolféll fyrir Ragga og varð upp frá því og til æviloka söngvarans ástsæla hans dyggasti aðdáandi. Skipti þá engu að rúmlega fimmtíu ár skildu þá að í aldri. „Hann var svo flottur og aðlaðandi persónuleiki. Kannski var það þessi blanda …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár