Þegar Þórir Snær Sigurðarson var sextán ára gamall og nýbyrjaður í fjölbrautaskólanum Flensborg varð tónlistarmaðurinn Ragnar Bjarnason sjötugur. Þórir Snær þekkti á þeim tíma lítið til Ragga, en það átti heldur betur eftir að breytast eftir eitt menntaskólaball þar sem Raggi var að skemmta. „Á þessum árum fékk hann þetta rosalega come-back í bransann og verður allt í einu einn af aðalgaurunum. Hann verður vinsæll á menntaskólaböllum, skemmtir á sal og svona. Ég las það einhvers staðar að hann hefði aldrei haft eins mikið að gera eins og milli sjötugs og áttræðs. Það eitt og sér er stórmerkilegt.“
Skemmst er frá því að segja að hinn sextán ára Þórir Snær kolféll fyrir Ragga og varð upp frá því og til æviloka söngvarans ástsæla hans dyggasti aðdáandi. Skipti þá engu að rúmlega fimmtíu ár skildu þá að í aldri. „Hann var svo flottur og aðlaðandi persónuleiki. Kannski var það þessi blanda …
Athugasemdir