Fór með hjartað í buxunum á fund átrúnaðargoðsins

Fyr­ir nokkr­um mán­uð­um, þeg­ar Þóri Snæ Sig­urð­ar­syni áskotn­að­ist allra fyrsta hljóm­plat­an sem Ragn­ar Bjarna­son söng inn á, lét hann slag standa og hringdi í átrún­að­ar­goð sitt í þeirri von að fá árit­un. Raggi tók vel á móti Þóri á heim­ili sínu, árit­aði plöt­una, sagði hon­um bransa­sög­ur og kvaddi að lok­um með orð­un­um: „Gangi þér vel, elsk­an!“

Fór með hjartað í buxunum á fund átrúnaðargoðsins
Þórir Snær Hann á flestar plöturnar sem Raggi Bjarna söng inn á í gegnum tíðina. Mynd: Heiða Helgadóttir

Þegar Þórir Snær Sigurðarson var sextán ára gamall og nýbyrjaður í fjölbrautaskólanum Flensborg varð tónlistarmaðurinn Ragnar Bjarnason sjötugur. Þórir Snær þekkti á þeim tíma lítið til Ragga, en það átti heldur betur eftir að breytast eftir eitt menntaskólaball þar sem Raggi var að skemmta. „Á þessum árum fékk hann þetta rosalega come-back í bransann og verður allt í einu einn af aðalgaurunum. Hann verður vinsæll á menntaskólaböllum, skemmtir á sal og svona. Ég las það einhvers staðar að hann hefði aldrei haft eins mikið að gera eins og milli sjötugs og áttræðs. Það eitt og sér er stórmerkilegt.“

Skemmst er frá því að segja að hinn sextán ára Þórir Snær kolféll fyrir Ragga og varð upp frá því og til æviloka söngvarans ástsæla hans dyggasti aðdáandi. Skipti þá engu að rúmlega fimmtíu ár skildu þá að í aldri. „Hann var svo flottur og aðlaðandi persónuleiki. Kannski var það þessi blanda …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár