Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Íslendingar hafa miklar áhyggjur af efnahagslegum áhrifum COVID-19

Hafa mun minni áhyggj­ur af smit­hættu eða heilsu sinni held­ur en fjár­hags­legu tjóni.

Íslendingar hafa miklar áhyggjur af efnahagslegum áhrifum COVID-19
Fjárhagsáhyggjur umfram heilsufarsáhyggjur Íslendingar hafa áhyggjur af efnahag landsins en minni af eigin heilsu í tengslum við kórónaveiru faraldurinn. Mynd: Kristinn Magnússon

Mikill meirihluti íslendinga óttast að COVID-19 kórónaveirufaraldurinn muni hafa alvarleg áhrif á íslenska efnahag og þriðjungur þjóðarinnar hefur áhyggjur af því að verða fyrir alvarlegu fjárhagslegu tjóni af völum útbreiðslu veirunnar. Að sama skapi hafa Íslendingar minni áhyggjur af því að smitast af veirunni eða að verða fyrir heilsufarstjóni vegna hennar.

Þetta eru niðurstöður könnunnar MMR þar sem spurt var um áhyggjur fólks af áhrifum COVID-19 á efnahag annars vegar og heilsufar hins vegar. Af þeim sem svöruðu könnuninni kváðust 79 prósent hafa frekar eða mjög miklar áhyggjur af áhrifum faraldursins á íslenskan efnahag. Aðeins 6 prósent höfðu litlar eða engar áhyggjur. Þá kváðust 34 prósent aðspurðra hafa miklar áhyggjur af því að þeir yrðu fyrir alvarlegu fjárhagslegu tjóni af völdum faraldursins. 43 prósent höfðu litlar áhyggjur af því. 

Færri hafa áhyggjur af því að smitast af veirunni sjálfir en 29 prósent sögðust hafa af því miklar áhyggjur. Á móti sögðust 35 prósent hafa litlar eða engar áhyggjur af smiti. 21 prósent svarenda sögðu að þeir hefðu miklar áhyggjur af því að verða fyrir alvarlegu heilsutjóni af völdum COVID-19 kórónaveirunnar. 

Óverulegur munur reyndist á afstöðu fólks eftir kyni eða eftir búsetu í könnuninni.  Svarendur í yngsta aldurshópnum reyndust hafa minni áhyggjur en aðrir af bæði því að smitast og af áhrifum veirunnar á íslenskan efnahag en aðeins 15 prósent þeirra höfðu áhyggjur af eigin heilsufari eða efnahag landsins. Elsti hópurinn hafði aftur á móti mestar áhyggjur af því að verða fyrir alvarlegu heilsufarslegu tjóni. 

Greina mátti mun á afstöðu fólks eftir stjórnmálaskoðunum en stuðningsfólk Viðreisnar reyndist líklegast til að hafa miklar áhyggjur af áhrifum faraldursins á íslenskan efnahag, alls 78 prósent aðspurðra. Minnstar áhyggjur hafði stuðningsfólk Miðflokksins, 70 prósent, og Pírata, 63 prósent. Að sama skapi reyndist stuðningsfólk tveggja síðasttöldu flokkanna líklegast til að hafa áhyggjur af því að verða fyrir fjárhagslegu tjóni, 45 prósent í báðum tilvikum. 

Stuðningsfólk Vinstri-grænna var líklegast til að hafa áhyggjur af því að smitast af veirunni en 37 prósent þeirra sögðust hafa slíkar áhyggjur. Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins og Pírata höfðu af því minnstar áhyggjur, 22 prósent í tilviki Sjálfstæðisflokksins og 20 prósent stuðningsfólks Pírata.  

Könnunin var unnin dagana 18. til 20. mars og var svarfjöldi 1.081 einstaklingar 18 ára og eldri úr hópi álitsgjafa MMR. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu