Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Íslendingar hafa miklar áhyggjur af efnahagslegum áhrifum COVID-19

Hafa mun minni áhyggj­ur af smit­hættu eða heilsu sinni held­ur en fjár­hags­legu tjóni.

Íslendingar hafa miklar áhyggjur af efnahagslegum áhrifum COVID-19
Fjárhagsáhyggjur umfram heilsufarsáhyggjur Íslendingar hafa áhyggjur af efnahag landsins en minni af eigin heilsu í tengslum við kórónaveiru faraldurinn. Mynd: Kristinn Magnússon

Mikill meirihluti íslendinga óttast að COVID-19 kórónaveirufaraldurinn muni hafa alvarleg áhrif á íslenska efnahag og þriðjungur þjóðarinnar hefur áhyggjur af því að verða fyrir alvarlegu fjárhagslegu tjóni af völum útbreiðslu veirunnar. Að sama skapi hafa Íslendingar minni áhyggjur af því að smitast af veirunni eða að verða fyrir heilsufarstjóni vegna hennar.

Þetta eru niðurstöður könnunnar MMR þar sem spurt var um áhyggjur fólks af áhrifum COVID-19 á efnahag annars vegar og heilsufar hins vegar. Af þeim sem svöruðu könnuninni kváðust 79 prósent hafa frekar eða mjög miklar áhyggjur af áhrifum faraldursins á íslenskan efnahag. Aðeins 6 prósent höfðu litlar eða engar áhyggjur. Þá kváðust 34 prósent aðspurðra hafa miklar áhyggjur af því að þeir yrðu fyrir alvarlegu fjárhagslegu tjóni af völdum faraldursins. 43 prósent höfðu litlar áhyggjur af því. 

Færri hafa áhyggjur af því að smitast af veirunni sjálfir en 29 prósent sögðust hafa af því miklar áhyggjur. Á móti sögðust 35 prósent hafa litlar eða engar áhyggjur af smiti. 21 prósent svarenda sögðu að þeir hefðu miklar áhyggjur af því að verða fyrir alvarlegu heilsutjóni af völdum COVID-19 kórónaveirunnar. 

Óverulegur munur reyndist á afstöðu fólks eftir kyni eða eftir búsetu í könnuninni.  Svarendur í yngsta aldurshópnum reyndust hafa minni áhyggjur en aðrir af bæði því að smitast og af áhrifum veirunnar á íslenskan efnahag en aðeins 15 prósent þeirra höfðu áhyggjur af eigin heilsufari eða efnahag landsins. Elsti hópurinn hafði aftur á móti mestar áhyggjur af því að verða fyrir alvarlegu heilsufarslegu tjóni. 

Greina mátti mun á afstöðu fólks eftir stjórnmálaskoðunum en stuðningsfólk Viðreisnar reyndist líklegast til að hafa miklar áhyggjur af áhrifum faraldursins á íslenskan efnahag, alls 78 prósent aðspurðra. Minnstar áhyggjur hafði stuðningsfólk Miðflokksins, 70 prósent, og Pírata, 63 prósent. Að sama skapi reyndist stuðningsfólk tveggja síðasttöldu flokkanna líklegast til að hafa áhyggjur af því að verða fyrir fjárhagslegu tjóni, 45 prósent í báðum tilvikum. 

Stuðningsfólk Vinstri-grænna var líklegast til að hafa áhyggjur af því að smitast af veirunni en 37 prósent þeirra sögðust hafa slíkar áhyggjur. Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins og Pírata höfðu af því minnstar áhyggjur, 22 prósent í tilviki Sjálfstæðisflokksins og 20 prósent stuðningsfólks Pírata.  

Könnunin var unnin dagana 18. til 20. mars og var svarfjöldi 1.081 einstaklingar 18 ára og eldri úr hópi álitsgjafa MMR. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var krabbamein í sýninu?
3
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
5
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár