Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Íslendingar hafa miklar áhyggjur af efnahagslegum áhrifum COVID-19

Hafa mun minni áhyggj­ur af smit­hættu eða heilsu sinni held­ur en fjár­hags­legu tjóni.

Íslendingar hafa miklar áhyggjur af efnahagslegum áhrifum COVID-19
Fjárhagsáhyggjur umfram heilsufarsáhyggjur Íslendingar hafa áhyggjur af efnahag landsins en minni af eigin heilsu í tengslum við kórónaveiru faraldurinn. Mynd: Kristinn Magnússon

Mikill meirihluti íslendinga óttast að COVID-19 kórónaveirufaraldurinn muni hafa alvarleg áhrif á íslenska efnahag og þriðjungur þjóðarinnar hefur áhyggjur af því að verða fyrir alvarlegu fjárhagslegu tjóni af völum útbreiðslu veirunnar. Að sama skapi hafa Íslendingar minni áhyggjur af því að smitast af veirunni eða að verða fyrir heilsufarstjóni vegna hennar.

Þetta eru niðurstöður könnunnar MMR þar sem spurt var um áhyggjur fólks af áhrifum COVID-19 á efnahag annars vegar og heilsufar hins vegar. Af þeim sem svöruðu könnuninni kváðust 79 prósent hafa frekar eða mjög miklar áhyggjur af áhrifum faraldursins á íslenskan efnahag. Aðeins 6 prósent höfðu litlar eða engar áhyggjur. Þá kváðust 34 prósent aðspurðra hafa miklar áhyggjur af því að þeir yrðu fyrir alvarlegu fjárhagslegu tjóni af völdum faraldursins. 43 prósent höfðu litlar áhyggjur af því. 

Færri hafa áhyggjur af því að smitast af veirunni sjálfir en 29 prósent sögðust hafa af því miklar áhyggjur. Á móti sögðust 35 prósent hafa litlar eða engar áhyggjur af smiti. 21 prósent svarenda sögðu að þeir hefðu miklar áhyggjur af því að verða fyrir alvarlegu heilsutjóni af völdum COVID-19 kórónaveirunnar. 

Óverulegur munur reyndist á afstöðu fólks eftir kyni eða eftir búsetu í könnuninni.  Svarendur í yngsta aldurshópnum reyndust hafa minni áhyggjur en aðrir af bæði því að smitast og af áhrifum veirunnar á íslenskan efnahag en aðeins 15 prósent þeirra höfðu áhyggjur af eigin heilsufari eða efnahag landsins. Elsti hópurinn hafði aftur á móti mestar áhyggjur af því að verða fyrir alvarlegu heilsufarslegu tjóni. 

Greina mátti mun á afstöðu fólks eftir stjórnmálaskoðunum en stuðningsfólk Viðreisnar reyndist líklegast til að hafa miklar áhyggjur af áhrifum faraldursins á íslenskan efnahag, alls 78 prósent aðspurðra. Minnstar áhyggjur hafði stuðningsfólk Miðflokksins, 70 prósent, og Pírata, 63 prósent. Að sama skapi reyndist stuðningsfólk tveggja síðasttöldu flokkanna líklegast til að hafa áhyggjur af því að verða fyrir fjárhagslegu tjóni, 45 prósent í báðum tilvikum. 

Stuðningsfólk Vinstri-grænna var líklegast til að hafa áhyggjur af því að smitast af veirunni en 37 prósent þeirra sögðust hafa slíkar áhyggjur. Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins og Pírata höfðu af því minnstar áhyggjur, 22 prósent í tilviki Sjálfstæðisflokksins og 20 prósent stuðningsfólks Pírata.  

Könnunin var unnin dagana 18. til 20. mars og var svarfjöldi 1.081 einstaklingar 18 ára og eldri úr hópi álitsgjafa MMR. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár