Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fór einn í fylgd fjögurra lögreglumanna til Grikklands

Mað­ur, sem synj­að var um al­þjóð­lega vernd hér á landi og var send­ur aft­ur á göt­una í Grikklandi, flúði það­an aft­ur og bíð­ur nú efn­is­með­ferð­ar í Bretlandi. Hann seg­ir að þar hafi saga hans um hætt­una sem hon­um er bú­in ver­ið tek­in al­var­lega, öf­ugt við hér á landi. Hann seg­ir breska kerf­ið halda mun bet­ur ut­an um hæl­is­leit­end­ur en það ís­lenska. Þar séu hæl­is­leit­end­um þó sýnd­ir meiri for­dóm­ar.

Fór einn í fylgd fjögurra lögreglumanna til Grikklands
Milad Þegar hann dvaldi á Íslandi vaknaði hjá honum von um að hann fengi að setjast hér að. Hann fékk því áfall þegar hann var sendur með fjögurra lögreglumanna fylgd aftur til Grikklands. Mynd: Davíð Þór

Einn þeirra margra sem hafa á undanförnum árum óskað eftir hæli hér á landi, verið synjað um það og sendir aftur til Grikklands, er Milad, sem dvaldi á Íslandi um níu mánaða skeið árin 2018 og 2019. Hann vill ekki að fram komi hvaðan hann er vegna þess að hann óttast að fréttir af honum berist til heimalands hans, þar sem fjölskylda hans hafi orðið fyrir ofsóknum hans vegna eftir að hann flúði. Á meðan Milad dvaldi á Íslandi reyndi hann að vekja athygli á stöðu hælisleitenda hér á landi og þess sem biði þeirra, yrðu þeir sendir aftur til heimalands síns eða landa á borð við Grikkland, þar sem kerfin sem halda eiga utan um flóttamenn eru löngu sprungin.

Hann sagði meðal annars sögu sína í Stundinni í febrúar í fyrra ásamt þremur öðrum ungum karlmönnum. Allir áttu þeir það …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár