Einn þeirra margra sem hafa á undanförnum árum óskað eftir hæli hér á landi, verið synjað um það og sendir aftur til Grikklands, er Milad, sem dvaldi á Íslandi um níu mánaða skeið árin 2018 og 2019. Hann vill ekki að fram komi hvaðan hann er vegna þess að hann óttast að fréttir af honum berist til heimalands hans, þar sem fjölskylda hans hafi orðið fyrir ofsóknum hans vegna eftir að hann flúði. Á meðan Milad dvaldi á Íslandi reyndi hann að vekja athygli á stöðu hælisleitenda hér á landi og þess sem biði þeirra, yrðu þeir sendir aftur til heimalands síns eða landa á borð við Grikkland, þar sem kerfin sem halda eiga utan um flóttamenn eru löngu sprungin.
Hann sagði meðal annars sögu sína í Stundinni í febrúar í fyrra ásamt þremur öðrum ungum karlmönnum. Allir áttu þeir það …
Athugasemdir