Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Bregðast við þrýstingi og ráðgera að senda ekki börn á flótta til Grikklands

Dóms­mála­ráð­herra, for­sæt­is­ráð­herra og barna­mála­ráð­herra vinna að því í sam­ein­ingu að breyta regl­um þannig að börn á flótta verði ekki send til Grikk­lands. Ekki ligg­ur fyr­ir hvaða áhrif breyt­ing­in mun hafa á mál sex manna fjöl­skyldu sem hef­ur ver­ið synj­að um vernd og bíð­ur brott­flutn­ings.

Bregðast við þrýstingi og ráðgera að senda ekki börn á flótta til Grikklands
Hyggjast hætta endursendingum til Grikklands Unnið er að því þvert á ráðuneyti að breyta reglum svo hætt verði að senda fjölskyldur úr landi og til Grikklands.

Greint var frá áformum um að hætt verði að senda fjölskyldur á flótta aftur til Grikklands í tíufréttum RÚV í gærkvöldi.

Ekki er ljóst hvort breytingin nái fram að ganga áður en sex manna fjölskylda frá Írak, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, verður flutt úr landi. Í frétt RÚV sagði Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra að hann vonaðist til að breytingin kæmi til framkvæmda á næstu dögum. 

Hingað til hefur fjölskyldum verið synjað um vernd á Íslandi, á þeim grundvelli að þær hafi þegar fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi sem eigi að tryggja þeim réttindi þar. Það hefur samt sem áður ekki komið til þess ennþá að fjölskyldur séu sendar úr land, þar sem tímafrestir hafa liðið áður en til brottvísunar hefur komið. Það hefur tryggt þeim fjölskyldum efnismeðferð hér. Brottvísun nokkurra fjölskyldna hefur hins vegar verið yfirvofandi. 

Undanfarna daga og vikur hafa æ fleiri einstaklingar og samtök skorað á íslensk stjórnvöld að veita fjölskyldum sem hafa fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi en hafa engu að síður flúið hingað, vernd hér á landi í stað þess að senda þær aftur til baka. Það hefur Rauði krossinn á Íslandi raunar gert lengi. Það gerðu síðast samtökin Barnaheill í gær, en þau vinna að réttindum og velferð barna með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. „Að marggefnu tilefni skora Barnaheill – Save the Children á Íslandi á íslensk stjórnvöld að framfylgja lögum til að tryggja að börnum, sem hingað til lands koma og leita eftir alþjóðlegri vernd, viðunandi meðferð mála,“ segir þar meðal annars og vitnað í Barnasáttmálann, sem íslensk stjórnvöld eru bundin af. 

Í nokkrum tilvikum hefur brottvísun verið frestað eða gerðar breytingar á reglugerðum, í því miði að bregðast við einstaka málum sem hafa hlotið athygli í fjölmiðlum. Skemmst er að minnast máls Zainab Safari, nemanda í Hagaskóla. Skólafélagar hennar börðust fyrir því að hún fengi að vera á Íslandi. Barátta þeirra og annarra varð til þess að reglugerð var breytt og fjölskyldan fékk að vera. 

Í viðtalinu á RÚV sagði Ásmundur Einar að aðstæður í Grikklandi nú kölluðu á breytingar. „Það eru auðvitað aðstæður þarna núna, sem að bæði vegna aðstæðna á landamærunum og svo hugsanlega kórónavírussins, sem gerir það að verkum að það kann að vera ákveðinn vafi á því að þau séu að njóta þeirrar þjónustu sem þau hafa réttindi á í Grikklandi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu