Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Bregðast við þrýstingi og ráðgera að senda ekki börn á flótta til Grikklands

Dóms­mála­ráð­herra, for­sæt­is­ráð­herra og barna­mála­ráð­herra vinna að því í sam­ein­ingu að breyta regl­um þannig að börn á flótta verði ekki send til Grikk­lands. Ekki ligg­ur fyr­ir hvaða áhrif breyt­ing­in mun hafa á mál sex manna fjöl­skyldu sem hef­ur ver­ið synj­að um vernd og bíð­ur brott­flutn­ings.

Bregðast við þrýstingi og ráðgera að senda ekki börn á flótta til Grikklands
Hyggjast hætta endursendingum til Grikklands Unnið er að því þvert á ráðuneyti að breyta reglum svo hætt verði að senda fjölskyldur úr landi og til Grikklands.

Greint var frá áformum um að hætt verði að senda fjölskyldur á flótta aftur til Grikklands í tíufréttum RÚV í gærkvöldi.

Ekki er ljóst hvort breytingin nái fram að ganga áður en sex manna fjölskylda frá Írak, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, verður flutt úr landi. Í frétt RÚV sagði Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra að hann vonaðist til að breytingin kæmi til framkvæmda á næstu dögum. 

Hingað til hefur fjölskyldum verið synjað um vernd á Íslandi, á þeim grundvelli að þær hafi þegar fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi sem eigi að tryggja þeim réttindi þar. Það hefur samt sem áður ekki komið til þess ennþá að fjölskyldur séu sendar úr land, þar sem tímafrestir hafa liðið áður en til brottvísunar hefur komið. Það hefur tryggt þeim fjölskyldum efnismeðferð hér. Brottvísun nokkurra fjölskyldna hefur hins vegar verið yfirvofandi. 

Undanfarna daga og vikur hafa æ fleiri einstaklingar og samtök skorað á íslensk stjórnvöld að veita fjölskyldum sem hafa fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi en hafa engu að síður flúið hingað, vernd hér á landi í stað þess að senda þær aftur til baka. Það hefur Rauði krossinn á Íslandi raunar gert lengi. Það gerðu síðast samtökin Barnaheill í gær, en þau vinna að réttindum og velferð barna með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. „Að marggefnu tilefni skora Barnaheill – Save the Children á Íslandi á íslensk stjórnvöld að framfylgja lögum til að tryggja að börnum, sem hingað til lands koma og leita eftir alþjóðlegri vernd, viðunandi meðferð mála,“ segir þar meðal annars og vitnað í Barnasáttmálann, sem íslensk stjórnvöld eru bundin af. 

Í nokkrum tilvikum hefur brottvísun verið frestað eða gerðar breytingar á reglugerðum, í því miði að bregðast við einstaka málum sem hafa hlotið athygli í fjölmiðlum. Skemmst er að minnast máls Zainab Safari, nemanda í Hagaskóla. Skólafélagar hennar börðust fyrir því að hún fengi að vera á Íslandi. Barátta þeirra og annarra varð til þess að reglugerð var breytt og fjölskyldan fékk að vera. 

Í viðtalinu á RÚV sagði Ásmundur Einar að aðstæður í Grikklandi nú kölluðu á breytingar. „Það eru auðvitað aðstæður þarna núna, sem að bæði vegna aðstæðna á landamærunum og svo hugsanlega kórónavírussins, sem gerir það að verkum að það kann að vera ákveðinn vafi á því að þau séu að njóta þeirrar þjónustu sem þau hafa réttindi á í Grikklandi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár