Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hundrað nýnasistar sagðir á leiðinni til Lesbos

Frönsk nýnas­ista­sam­tök hafa sent frá sér herkvaðn­ingu sem geng­ur um spjall­rás­ir nýnas­ista í Evr­ópu. Þar eru þeir hvatt­ir til þess að fjöl­menna á grísku eyj­unni Les­bos til þess að herja á blaða­menn og sjálf­boða­liða. Þá full­yrða þeir að hundrað hægri öfga­menn séu þeg­ar á leið­inni, og að sum­ir þeirra hafi reynslu af hern­aði í Króa­tíu, Líb­anon, Bosn­íu og Don­bass.

Hundrað nýnasistar sagðir á leiðinni til Lesbos
Norræna mótstöðuhreyfingin Ekki kemur fram í umfjöllun Berliner Zeitung hvort meðlimir Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar séu á meðal þeirra sem stefni nú til Grikklands. Mynd: Expo

Um hundrað einstaklingar úr röðum hægri öfgamanna, víðsvegar að úr Evrópu streyma nú til eyjarinnar Lesbos sem og annarra staða í Grikklandi. Þeir kalla eftir fleirum til þess að taka þátt í baráttu sinni um „að verja Grikkland fyrir íslömsku flóttafólki“. Þetta kemur fram í umfjöllun Berliner Zeitung. Markmiðið ku meðal annars vera að herja á blaðamenn, hjálparstarfsmenn og flóttafólk á svæðinu með ofbeldi og ógnunum, en nú þegar hefur verið greint frá því að evrópskir hægri öfgamenn hafi komið sér fyrir á lesbos. Stundin hefur að undanförnu greint frá því hvernig þeir hafa síðustu daga og vikur ráðist gegn hjálparstarfsfólki, læknum, blaðamönnum og flóttafólki á eyjunni. Þá hefur meðal annars verið kveikt í flóttamannabúðum og birgðageymslum.

Sumir með reynslu af hernaði

Þýska blaðið Berliner Zeitung greindi frá því í gær að þýskir nýnasistar og hægri öfgamenn ræði nú um það á spjallrásum að fjölmenna til Grikklands. Í dreifibréfi sem þeir dreifa á milli sín, og á uppruna sinn hjá frönsku nýnasistasamtökunum „samtökum um franska sjálfsmynd“, kemur fram að að hundrað franskir þjóðernissinnar, þar á meðal fyrrum hermenn, séu nú þegar lagðir af stað til Grikklands. Bréfið er einskonar herkvaðning þar sem aðrir herskáir hægri öfgamenn eru hvattir til þess að fjölmenna til Grikklands til varnar Evrópu.

Þá kemur fram að sumir þeirra sem eru nú á leiðinni til landsins, hafi hlotið herþjálfun og reynslu af hernaði sem málaliðar í Króatíu, Líbanon, Bosníu og Donbass. Áfangastaðirnir eru sagðir á eyjunum Lesbos og Chios, en líka í Aþena og á tyrknesku landamærunum á meginlandinu. Meginmarkmið nýnasistananna er að „afgreiða“ blaðamenn og sjálfboðaliða sem aðstoða flóttafólk, eins og þeir komast að orði. Þá fyrirhuga þeir að taka ljósmyndir, myndbönd og framleiða efni til dreifingar á samfélagsmiðla. 

Meðlimur þýska þjóðernisflokksins á svæðinu

Berliner Zeitung segir ómögulegt að áætla hversu margir hægri öfgamenn frá Vestur-Evrópu séu þegar komnir til Lesbos og að landamærum Tyrklands. Í myndbandi af átökum sem brutust út við höfnina á Mytilini á Lesbos síðastliðinn föstudag, og hefur fengið dreifingu á internetinu, má meðal annars sjá þýska stjórnmálamanninn, Jonathan Stumpf, meðlim þýska þjóðernisflokksins, sem og Mario Müller hjá samtökum um franska sjálfsmynd. Blaðið hefur ekki fengið upplýsingar um það hvað þeir hafi verið að gera á eyjunni.

Der Spiegel hefur greint frá ítrekuðum árásum hægri öfgamanna á eyjunni Lesbos að undanförnu. Þannig er því meðal annars lýst hvernig hægri öfgamenn komu saman þar sem samfélagsmiðstöð fyrir flóttfólk hafði verið brennd til grunna. Miðstöðin tilheyrði svissnesku samtökunum „One Happy Family“. Nýnasistar sögðu að það hefði veirð kveikt í henni þar sem samtökin hefðu verið að stuðla að því að flytja ólöglega innflytjendur til Grikklands.

Börnin ekki send til Grikklands

Grikkir hafa þegar tekið við 115 þúsund flóttamönnum. Flóttamannabúðir eru yfirfullar og aðstæður fólksins hryllilegar og önnur evrópuríki hafa heitið því að létta birðinni með því að taka við fólki þaðan, enda hæliskerfið nú þegar löngu orðið yfirfullt. Þannig hafa Portúgalir, Frakkar og Finnar meðal annars heitið því að taka við fólki frá landinu til þess að létta undir með Grikkjum. Þá lýstu Þjóðverjar því yfir í fyrradag að þeir myndu taka við 1.500 manns frá Grikklandi. Á sama tíma fyrirhuguðu íslensk stjórnvöld að senda fimm barnafjölskyldur til landins.

Sema Erla Serdar, stofnandi hjálparsamtakanna Solaris, greindi frá því í gær að búið væri að fresta brottvísun ungu flóttabarnanna Ali, Kayan, Saja og Jadin og ungra foreldra þeirra frá Írak til Grikklands um óákveðinn tíma. „Sú skýring sem gefin er á því er að brottvísunin strandar á grískum stjórnvöldum sem segjast ekki geta tekið á móti þeim vegna aðstæðna þar!“ Upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar segir hinsvegar ekki rétt að grísk stjórnvöld hafni því að taka við einstaklingum sem hafi fengið alþjóðlega vernd þar í landi. Brottvísun fjölskyldu og einstaklings til Grikklands sé enn í bígerð, þó að henni hafi verið frestað aftur.

Aðstæður flóttafólks í Grikklandi hafa lengi verið bágbornar og fjöldi alþjóðstofnana og samtaka á borð við UNICEF og Rauða krossinn ítrekað fordæmt brottvísanir á börnum þangað. „Það er ekki með nokkru móti hægt að réttlæta brottvísanir á börnum til Grikklands,“ sagði Rauði krossinn á Íslandi í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér þann 4. mars síðastliðinn til þess að mótmæla umræddum brottvísunum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
4
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
6
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár