Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hundrað nýnasistar sagðir á leiðinni til Lesbos

Frönsk nýnas­ista­sam­tök hafa sent frá sér herkvaðn­ingu sem geng­ur um spjall­rás­ir nýnas­ista í Evr­ópu. Þar eru þeir hvatt­ir til þess að fjöl­menna á grísku eyj­unni Les­bos til þess að herja á blaða­menn og sjálf­boða­liða. Þá full­yrða þeir að hundrað hægri öfga­menn séu þeg­ar á leið­inni, og að sum­ir þeirra hafi reynslu af hern­aði í Króa­tíu, Líb­anon, Bosn­íu og Don­bass.

Hundrað nýnasistar sagðir á leiðinni til Lesbos
Norræna mótstöðuhreyfingin Ekki kemur fram í umfjöllun Berliner Zeitung hvort meðlimir Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar séu á meðal þeirra sem stefni nú til Grikklands. Mynd: Expo

Um hundrað einstaklingar úr röðum hægri öfgamanna, víðsvegar að úr Evrópu streyma nú til eyjarinnar Lesbos sem og annarra staða í Grikklandi. Þeir kalla eftir fleirum til þess að taka þátt í baráttu sinni um „að verja Grikkland fyrir íslömsku flóttafólki“. Þetta kemur fram í umfjöllun Berliner Zeitung. Markmiðið ku meðal annars vera að herja á blaðamenn, hjálparstarfsmenn og flóttafólk á svæðinu með ofbeldi og ógnunum, en nú þegar hefur verið greint frá því að evrópskir hægri öfgamenn hafi komið sér fyrir á lesbos. Stundin hefur að undanförnu greint frá því hvernig þeir hafa síðustu daga og vikur ráðist gegn hjálparstarfsfólki, læknum, blaðamönnum og flóttafólki á eyjunni. Þá hefur meðal annars verið kveikt í flóttamannabúðum og birgðageymslum.

Sumir með reynslu af hernaði

Þýska blaðið Berliner Zeitung greindi frá því í gær að þýskir nýnasistar og hægri öfgamenn ræði nú um það á spjallrásum að fjölmenna til Grikklands. Í dreifibréfi sem þeir dreifa á milli sín, og á uppruna sinn hjá frönsku nýnasistasamtökunum „samtökum um franska sjálfsmynd“, kemur fram að að hundrað franskir þjóðernissinnar, þar á meðal fyrrum hermenn, séu nú þegar lagðir af stað til Grikklands. Bréfið er einskonar herkvaðning þar sem aðrir herskáir hægri öfgamenn eru hvattir til þess að fjölmenna til Grikklands til varnar Evrópu.

Þá kemur fram að sumir þeirra sem eru nú á leiðinni til landsins, hafi hlotið herþjálfun og reynslu af hernaði sem málaliðar í Króatíu, Líbanon, Bosníu og Donbass. Áfangastaðirnir eru sagðir á eyjunum Lesbos og Chios, en líka í Aþena og á tyrknesku landamærunum á meginlandinu. Meginmarkmið nýnasistananna er að „afgreiða“ blaðamenn og sjálfboðaliða sem aðstoða flóttafólk, eins og þeir komast að orði. Þá fyrirhuga þeir að taka ljósmyndir, myndbönd og framleiða efni til dreifingar á samfélagsmiðla. 

Meðlimur þýska þjóðernisflokksins á svæðinu

Berliner Zeitung segir ómögulegt að áætla hversu margir hægri öfgamenn frá Vestur-Evrópu séu þegar komnir til Lesbos og að landamærum Tyrklands. Í myndbandi af átökum sem brutust út við höfnina á Mytilini á Lesbos síðastliðinn föstudag, og hefur fengið dreifingu á internetinu, má meðal annars sjá þýska stjórnmálamanninn, Jonathan Stumpf, meðlim þýska þjóðernisflokksins, sem og Mario Müller hjá samtökum um franska sjálfsmynd. Blaðið hefur ekki fengið upplýsingar um það hvað þeir hafi verið að gera á eyjunni.

Der Spiegel hefur greint frá ítrekuðum árásum hægri öfgamanna á eyjunni Lesbos að undanförnu. Þannig er því meðal annars lýst hvernig hægri öfgamenn komu saman þar sem samfélagsmiðstöð fyrir flóttfólk hafði verið brennd til grunna. Miðstöðin tilheyrði svissnesku samtökunum „One Happy Family“. Nýnasistar sögðu að það hefði veirð kveikt í henni þar sem samtökin hefðu verið að stuðla að því að flytja ólöglega innflytjendur til Grikklands.

Börnin ekki send til Grikklands

Grikkir hafa þegar tekið við 115 þúsund flóttamönnum. Flóttamannabúðir eru yfirfullar og aðstæður fólksins hryllilegar og önnur evrópuríki hafa heitið því að létta birðinni með því að taka við fólki þaðan, enda hæliskerfið nú þegar löngu orðið yfirfullt. Þannig hafa Portúgalir, Frakkar og Finnar meðal annars heitið því að taka við fólki frá landinu til þess að létta undir með Grikkjum. Þá lýstu Þjóðverjar því yfir í fyrradag að þeir myndu taka við 1.500 manns frá Grikklandi. Á sama tíma fyrirhuguðu íslensk stjórnvöld að senda fimm barnafjölskyldur til landins.

Sema Erla Serdar, stofnandi hjálparsamtakanna Solaris, greindi frá því í gær að búið væri að fresta brottvísun ungu flóttabarnanna Ali, Kayan, Saja og Jadin og ungra foreldra þeirra frá Írak til Grikklands um óákveðinn tíma. „Sú skýring sem gefin er á því er að brottvísunin strandar á grískum stjórnvöldum sem segjast ekki geta tekið á móti þeim vegna aðstæðna þar!“ Upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar segir hinsvegar ekki rétt að grísk stjórnvöld hafni því að taka við einstaklingum sem hafi fengið alþjóðlega vernd þar í landi. Brottvísun fjölskyldu og einstaklings til Grikklands sé enn í bígerð, þó að henni hafi verið frestað aftur.

Aðstæður flóttafólks í Grikklandi hafa lengi verið bágbornar og fjöldi alþjóðstofnana og samtaka á borð við UNICEF og Rauða krossinn ítrekað fordæmt brottvísanir á börnum þangað. „Það er ekki með nokkru móti hægt að réttlæta brottvísanir á börnum til Grikklands,“ sagði Rauði krossinn á Íslandi í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér þann 4. mars síðastliðinn til þess að mótmæla umræddum brottvísunum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár