„Ég hef verið prjónandi frá því ég var níu ára,“ segir Ýr, sem svo tók prjónamennskuna á næsta stig þegar hún hóf nám í textílgreininni við Myndlistaskólann í Reykjavík. „Þar kláraði ég textíl-diplómu og lærði mikilvæga tækni, tilraunir og hönnunarferli. Svo lauk ég BA-gráðu í textílhönnun frá Glasgow School of Art með áherslu á vélprjón sem ég vinn með til hliðar við peysurnar sem njóta meiri vinsælda.“
Nafnið Ýrurari segir Ýr að hafi orðið til fyrir textílnámið. „Ég byrjaði að nota það nafn þegar ég prjónaði fyrstu peysulínuna mína í Skapandi sumarstörfum í Kópavogi 2012 og hef af einhverjum ástæðum þrjóskast við að nota þetta óþjála nafn áfram.“ Hún segist hafa haldið mikið í það að vinna með peysuformið og hafi undanfarin ár unnið með að nota peysur eins og tóman striga sem hún vinnur á með ólíkum textílaðferðum.“
Sleikpeysa fyrir Miley Cyrus
Haustið 2018 tók Ýr þátt í sýningu …
Athugasemdir