Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Ég hef lært að gefast ekki upp“

Ólaf­ur H. Jóns­son greind­ist með MS-sjúk­dóm­inn ár­ið 1991, en stund­ar fjall­göng­ur af kappi til að bæta sál­ar­líf­ið.

Ólafur H. Jónsson er fráskilinn, þriggja barna faðir og býr einn í fallegri íbúð. Tveir rauðir stólar úr Þjóðleikhúsinu standa í stofunni. Andlitin á áklæðinu sýna annars vegar gleði og hins vegar sorg.

„Ég held að líf mitt sé frekar brosandi heldur en hitt. Ég vil hafa það þannig. En að sjálfsögðu getur maður reiðst,“ segir hann. 

Ólafur greindist með MS-sjúkdóminn fyrir tæpum þrjátíu árum, þá 23 ára gamall. Hann heldur á bók sem hann hefur skrifað í lýsingar á köstunum sem hann hefur fengið frá upphafi. Hann les. 

„3. mars 1991. Um kl. 12. Byrjaði að sjá tvöfalt og það jókst næstu þrjá til fjóra tímana. Flökurleiki og óstöðugleiki kom um kvöldið. Fór í vinnu daginn eftir en varð fljótlega að fara. Fór til augnlæknis í Hafnarfirði. Hann skoðaði mig og sagði mér að ef mér versnaði eða flökurleikinn myndi aukast þá ætti ég að fara til Torfa Magnússonar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár