Melgresi og fjölbreytt nýting þess birtist í ýmsum myndum á heimilum fólks og nærumhverfi á öldum áður. En hvað hefur það upp á að bjóða nú á tímum? Þetta er spurningin sem þau Sveinn Steinar Benediktsson, mastersnemi í vöruhönnun í Listaháskóla Íslands, Signý Jónsdóttir vöruhönnuður og Kjartan Óli Guðmundsson, matreiðslumaður og vöruhönnuður, varpa fram. Verkefni þeirra Sveins og Signýjar, Möguleikar melgresis, sem þau unnu í samstarfi við Kjartan, Landgræðsluna og Rannís, var tilnefnt sem öndvegisverkefni Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands nú í lok janúar. Þau standa einnig fyrir tveimur viðburðum í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, sem nefnast Melur Mathús þar sem gestum gefst kostur á að snæða fjögurra rétta máltíð unna úr melgresi og meira að segja að smakka bjór brugguðum úr sama hráefni.
Kjartan segist hafa velt fyrir sér möguleikum melgresis löngu áður en hann hóf nám í vöruhönnun. „Ég tók eftir því að öxin á melgresi litu út eins og öx …
Athugasemdir