Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Elísa­bet Ólafs­dótt­ir hafði próf­að marg­ar leið­ir til að tak­ast á við and­lega erf­ið­leika sína með mis­góð­um ár­angri. Nú vinn­ur hún úr áföll­um og kvíða með óhefð­bundn­um hætti. Hún seg­ist vera hætt að skamm­ast sín fyr­ir að vera hún sjálf.

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
Tekst á við áföll Elísabet hefur fundið óhefðbundna leið til að takast á við andlega erfiðleika. Mynd: Davíð Þór

„Ég reyndi að fá hjálp, ég fór oft niður á geðdeild og líka til sálfræðinga,“ segir Elísabet Ólafsdóttir, sem hefur allt frá unglingsaldri glímt við andlega erfiðleika, sjálfshatur á stundum, kvíða og þunglyndi. 

Að hennar sögn má rekja það til ýmissa þátta, baráttu við ofþyngd allt frá unglingsaldri, meðvirkni og mikla þörf fyrir viðurkenningu sem hún upplifði oft og tíðum að hún fengi ekki. 

Síðasta sumar gerðist hins vegar nokkuð sem hefur leitt Elísabetu til þess að beita öðrum aðferðum til að ná jafnvægi í lífinu og hætta að lifa eftir því hvernig aðrir sjá hana.

Vakti athygli með bók í bloggstíl

Einhverjir gætu kannast betur við Elísabetu sem Betu rokk, söngkonuna í hljómsveitinni Á túr, bloggara og höfund fyrstu íslensku bókarinnar sem skrifuð var í blogg-stílnum, Vaknað í Brussel. Elísabet var áberandi í íslensku samfélagi um og upp úr aldamótum en hefur látið fremur lítið fyrir sér fara um …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár