Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Play boðar flugfreyjur og flugþjóna í viðtal

Sala flug­miða er ekki haf­in, fé­lag­ið er ekki kom­ið með flugrekstr­ar­leyfi og óákveð­ið hvenær fyrsta flug­ferð­in verð­ur. Verð­andi flug­freyj­ur og -þjón­ar hafa ver­ið boð­uð í við­töl.

Play boðar flugfreyjur og flugþjóna í viðtal
Play Flugfélagið Play, sem kynnt var til sögunnar í byrjun nóvember í fyrra hefur boðað umsækjendur um störf flugfreyja og -þjóna í viðtöl. Félagið er ekki komið með flugrekstrarleyfi og óvíst er hvenær fyrsta flug félagsins verður farið. Mynd: Play

Umsækjendur um störf flugfreyja og -þjóna hafa verið boðaðir í viðtöl hjá flugfélaginu Play. Félagið er ekki komið með flugrekstrarleyfi, óvíst er hvenær fyrsta flug félagsins verður farið og sala á flugmiðum er enn ekki hafin.

Tilkynnt var um stofnun félagsins á blaðamannafundi í Perlunni fyrir rúmum þremur mánuðum,  5. nóvember í fyrra. Þá sögðu forsvarsmenn félagsins að félagið myndi fljótlega taka tvær Airbus A320 vélar í þjónustu sína sem hvor um sig tekur 200 manns og fljúga eingöngu til Evrópu fram á vor, en þá yrði stefnan sett á Bandaríkin og vélarnar yrðu orðnar sex í sumar.  

Sala á flugmiðum átti að hefjast í nóvember, en í lok þess mánaðar birti félagið  tilkynningu á Facebook-síðu sinni þar sem sagði að sölunni hefði verið frestað þar sem verkefnið hefði tekið lengri tíma en áætlað var.

Salan er enn ekki hafin og María Margrét Jóhannsdóttir, upplýsingafulltrúi Play segir að ekki liggi enn fyrir hvenær það verður. Dagsetning jómfrúrflugs félagsins hefur ekki heldur verið staðfest, að sögn Maríu Margrétar.

Sama dag og greint var frá stofnun félagsins í byrjun nóvember var auglýst eftir fjölda starfsfólks á vefsíðu Play, flyplay.com,  meðal annars í störf „brosandi flugliða“ sem myndu vilja taka þátt í að breyta íslenskri flugsögu. Athygli vakti að lágmarksaldur fólks í þessi störf var tiltekinn 18 ár, sem er nokkuð lægra en verið hefur hjá hinum íslensku flugfélögunum. 

Á vefsíðu Samgöngustofu er listi yfir handhafa flugrekstrarleyfa. Play er ekki á þeim lista og María Margrét staðfestir að leyfið sé ekki komið í hús.  Spurð um hvernig hlutafjármögnun félagsins gengi sagði hún engar upplýsingar gefnar um það.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár