Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Play boðar flugfreyjur og flugþjóna í viðtal

Sala flug­miða er ekki haf­in, fé­lag­ið er ekki kom­ið með flugrekstr­ar­leyfi og óákveð­ið hvenær fyrsta flug­ferð­in verð­ur. Verð­andi flug­freyj­ur og -þjón­ar hafa ver­ið boð­uð í við­töl.

Play boðar flugfreyjur og flugþjóna í viðtal
Play Flugfélagið Play, sem kynnt var til sögunnar í byrjun nóvember í fyrra hefur boðað umsækjendur um störf flugfreyja og -þjóna í viðtöl. Félagið er ekki komið með flugrekstrarleyfi og óvíst er hvenær fyrsta flug félagsins verður farið. Mynd: Play

Umsækjendur um störf flugfreyja og -þjóna hafa verið boðaðir í viðtöl hjá flugfélaginu Play. Félagið er ekki komið með flugrekstrarleyfi, óvíst er hvenær fyrsta flug félagsins verður farið og sala á flugmiðum er enn ekki hafin.

Tilkynnt var um stofnun félagsins á blaðamannafundi í Perlunni fyrir rúmum þremur mánuðum,  5. nóvember í fyrra. Þá sögðu forsvarsmenn félagsins að félagið myndi fljótlega taka tvær Airbus A320 vélar í þjónustu sína sem hvor um sig tekur 200 manns og fljúga eingöngu til Evrópu fram á vor, en þá yrði stefnan sett á Bandaríkin og vélarnar yrðu orðnar sex í sumar.  

Sala á flugmiðum átti að hefjast í nóvember, en í lok þess mánaðar birti félagið  tilkynningu á Facebook-síðu sinni þar sem sagði að sölunni hefði verið frestað þar sem verkefnið hefði tekið lengri tíma en áætlað var.

Salan er enn ekki hafin og María Margrét Jóhannsdóttir, upplýsingafulltrúi Play segir að ekki liggi enn fyrir hvenær það verður. Dagsetning jómfrúrflugs félagsins hefur ekki heldur verið staðfest, að sögn Maríu Margrétar.

Sama dag og greint var frá stofnun félagsins í byrjun nóvember var auglýst eftir fjölda starfsfólks á vefsíðu Play, flyplay.com,  meðal annars í störf „brosandi flugliða“ sem myndu vilja taka þátt í að breyta íslenskri flugsögu. Athygli vakti að lágmarksaldur fólks í þessi störf var tiltekinn 18 ár, sem er nokkuð lægra en verið hefur hjá hinum íslensku flugfélögunum. 

Á vefsíðu Samgöngustofu er listi yfir handhafa flugrekstrarleyfa. Play er ekki á þeim lista og María Margrét staðfestir að leyfið sé ekki komið í hús.  Spurð um hvernig hlutafjármögnun félagsins gengi sagði hún engar upplýsingar gefnar um það.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár