Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Play boðar flugfreyjur og flugþjóna í viðtal

Sala flug­miða er ekki haf­in, fé­lag­ið er ekki kom­ið með flugrekstr­ar­leyfi og óákveð­ið hvenær fyrsta flug­ferð­in verð­ur. Verð­andi flug­freyj­ur og -þjón­ar hafa ver­ið boð­uð í við­töl.

Play boðar flugfreyjur og flugþjóna í viðtal
Play Flugfélagið Play, sem kynnt var til sögunnar í byrjun nóvember í fyrra hefur boðað umsækjendur um störf flugfreyja og -þjóna í viðtöl. Félagið er ekki komið með flugrekstrarleyfi og óvíst er hvenær fyrsta flug félagsins verður farið. Mynd: Play

Umsækjendur um störf flugfreyja og -þjóna hafa verið boðaðir í viðtöl hjá flugfélaginu Play. Félagið er ekki komið með flugrekstrarleyfi, óvíst er hvenær fyrsta flug félagsins verður farið og sala á flugmiðum er enn ekki hafin.

Tilkynnt var um stofnun félagsins á blaðamannafundi í Perlunni fyrir rúmum þremur mánuðum,  5. nóvember í fyrra. Þá sögðu forsvarsmenn félagsins að félagið myndi fljótlega taka tvær Airbus A320 vélar í þjónustu sína sem hvor um sig tekur 200 manns og fljúga eingöngu til Evrópu fram á vor, en þá yrði stefnan sett á Bandaríkin og vélarnar yrðu orðnar sex í sumar.  

Sala á flugmiðum átti að hefjast í nóvember, en í lok þess mánaðar birti félagið  tilkynningu á Facebook-síðu sinni þar sem sagði að sölunni hefði verið frestað þar sem verkefnið hefði tekið lengri tíma en áætlað var.

Salan er enn ekki hafin og María Margrét Jóhannsdóttir, upplýsingafulltrúi Play segir að ekki liggi enn fyrir hvenær það verður. Dagsetning jómfrúrflugs félagsins hefur ekki heldur verið staðfest, að sögn Maríu Margrétar.

Sama dag og greint var frá stofnun félagsins í byrjun nóvember var auglýst eftir fjölda starfsfólks á vefsíðu Play, flyplay.com,  meðal annars í störf „brosandi flugliða“ sem myndu vilja taka þátt í að breyta íslenskri flugsögu. Athygli vakti að lágmarksaldur fólks í þessi störf var tiltekinn 18 ár, sem er nokkuð lægra en verið hefur hjá hinum íslensku flugfélögunum. 

Á vefsíðu Samgöngustofu er listi yfir handhafa flugrekstrarleyfa. Play er ekki á þeim lista og María Margrét staðfestir að leyfið sé ekki komið í hús.  Spurð um hvernig hlutafjármögnun félagsins gengi sagði hún engar upplýsingar gefnar um það.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár