Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Play boðar flugfreyjur og flugþjóna í viðtal

Sala flug­miða er ekki haf­in, fé­lag­ið er ekki kom­ið með flugrekstr­ar­leyfi og óákveð­ið hvenær fyrsta flug­ferð­in verð­ur. Verð­andi flug­freyj­ur og -þjón­ar hafa ver­ið boð­uð í við­töl.

Play boðar flugfreyjur og flugþjóna í viðtal
Play Flugfélagið Play, sem kynnt var til sögunnar í byrjun nóvember í fyrra hefur boðað umsækjendur um störf flugfreyja og -þjóna í viðtöl. Félagið er ekki komið með flugrekstrarleyfi og óvíst er hvenær fyrsta flug félagsins verður farið. Mynd: Play

Umsækjendur um störf flugfreyja og -þjóna hafa verið boðaðir í viðtöl hjá flugfélaginu Play. Félagið er ekki komið með flugrekstrarleyfi, óvíst er hvenær fyrsta flug félagsins verður farið og sala á flugmiðum er enn ekki hafin.

Tilkynnt var um stofnun félagsins á blaðamannafundi í Perlunni fyrir rúmum þremur mánuðum,  5. nóvember í fyrra. Þá sögðu forsvarsmenn félagsins að félagið myndi fljótlega taka tvær Airbus A320 vélar í þjónustu sína sem hvor um sig tekur 200 manns og fljúga eingöngu til Evrópu fram á vor, en þá yrði stefnan sett á Bandaríkin og vélarnar yrðu orðnar sex í sumar.  

Sala á flugmiðum átti að hefjast í nóvember, en í lok þess mánaðar birti félagið  tilkynningu á Facebook-síðu sinni þar sem sagði að sölunni hefði verið frestað þar sem verkefnið hefði tekið lengri tíma en áætlað var.

Salan er enn ekki hafin og María Margrét Jóhannsdóttir, upplýsingafulltrúi Play segir að ekki liggi enn fyrir hvenær það verður. Dagsetning jómfrúrflugs félagsins hefur ekki heldur verið staðfest, að sögn Maríu Margrétar.

Sama dag og greint var frá stofnun félagsins í byrjun nóvember var auglýst eftir fjölda starfsfólks á vefsíðu Play, flyplay.com,  meðal annars í störf „brosandi flugliða“ sem myndu vilja taka þátt í að breyta íslenskri flugsögu. Athygli vakti að lágmarksaldur fólks í þessi störf var tiltekinn 18 ár, sem er nokkuð lægra en verið hefur hjá hinum íslensku flugfélögunum. 

Á vefsíðu Samgöngustofu er listi yfir handhafa flugrekstrarleyfa. Play er ekki á þeim lista og María Margrét staðfestir að leyfið sé ekki komið í hús.  Spurð um hvernig hlutafjármögnun félagsins gengi sagði hún engar upplýsingar gefnar um það.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
5
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár