Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Við erum spenntar og þakklátar“

Ing­veld­ur Guð­rún Ólafs­dótt­ir er stödd í Los Ang­eles ásamt dótt­ur sinni, tón­skáld­inu Hildi Guðna­dótt­ur. Hild­ur er til­nefnd til Ósk­ar­s­verð­launa fyr­ir bestu frum­sömdu tón­list­ina við kvik­mynd­ina Joker en verð­launa­há­tíð­in fer fram á sunnu­dags­kvöld­ið. Á nokkr­um mán­uð­um hef­ur Hild­ur feng­ið Em­my-verð­laun fyr­ir tón­list­ina við sjón­varps­serí­una Cherno­byl og Gold­en Globe verð­laun, Critic’s Choice og BAFTA-verð­laun fyr­ir tónlist sína við mynd­ina Joker.

„Við erum spenntar og þakklátar“
Mæðgur og mæðgin Mamma Hildar

Ingveldur er vöknuð eldsnemma að staðartíma í Borg englanna en hún er stödd þar ásamt dóttur sinni Hildi Guðnadóttur.  „Það má segja að ég hafi verið hennar hægri hönd hérna úti og í London á þessum tíma,“ segir Ingveldur hlæjandi þegar ég slæ á þráðinn og útskýrir að hún sé mikið að passa dótturson sinn, Kára, sem er sjö ára.  „Hildur var einstæð móðir með hann lengi þannig að ég er amman sem er alltaf henni innan handar.“ 

Máta Chanel kjóla og fara í partí með Lauru Dern

Ingveldur segir það engu líkt að vera staddar í Los Angeles að standa í undirbúningi fyrir Óskarsverðlaunin en Hildur mun ganga eftir rauða dreglinum núna á sunnudagskvöld. „Við vorum í Chanel að máta dress og svo fórum við að máta fleiri dress á fleiri stöðum. Nú er hún búin að velja kjólinn sem hún ætlar að fara í.  Fólk frá Dr. Hauschka …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár