Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna

Kín­verski vís­inda­mað­ur­inn He Jiankui tók áhættu þeg­ar hann ákvað að erfða­breyta fóstr­um tví­bura til að forða þeim frá HIV. Nú er kom­in nán­ari reynsla á af­leið­ing­arn­ar.

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna
He Jiankui Vísindamaðurinn sem erfðabreytti börnum var fangelsaður í Kína. Mynd: Wikimedia Commons / The He Lab

Margir muna eflaust eftir því þegar fréttir af fyrstu erfðabreyttu börnunum hristu upp í vísindaheiminum fyrir rúmlega ári síðan. Það var í nóvember 2018 sem kínverski vísindamaðurinn He Jiankui tilkynnti á blaðamannafundi um rannsóknir sínar á fósturvísum. Hann tilkynnti þar að hann hefði, svo gott sem einn síns liðs, í samvinnu við að minnsta kosti sjö HIV-smituð pör erfðabreytt fósturvísum. 

Árangur þessarar vinnu hafði svo komið í heiminn stuttu fyrir blaðamannafundinn, tvíburastúlkurnar Nana og Lulu. Þessar litlu stúlkur voru, þökk sé erfðabreytingum Jinkui og hans rannsóknarhóps, að öllum líkindum með breytingu á geni sem mögulega getur hindrað HIV veiruna í að smita þær.

Greinin enn þá óbirt

Rannsóknarhópur Jiankui hefur enn ekki birt grein í ritrýndu vísindariti þar sem þessum rannsóknum er lýst. Hins vegar hafa drög að greinum farið á milli rannsóknastofa, drög sem líklegast voru send bæði á Nature og JAMA til birtingar. Hópur vísindamanna, sem tengjast einhverju af þeim fögum sem rannsókn Jiankui hafa nú fengið að berja drögin augum. Sameiginlega hafa þau svo birt pistil á vefsíðunni MIT Technology Reveiw, þar sem vangaveltur þeirra varðandi rannsóknir Jiankui eru viðraðar.

Á vissan hátt stangast greinin, eða drögin að henni, á við það sem almennt gildir um vísindarannsóknir. Greinin segir ekki sögu af því hvernig ítrekaðar tilraunir og niðurstöður leiddu til þess að fósturvísunum var breytt og ákvörðun tekin um að leyfa þeim að vaxa og verða einstaklingar.

Í staðinn er greinin miklu frekar réttlæting á því hvers vegna lagt var upp í þessa vegferð. Það er ekki augljóst hvers vegna ákveðið var að innleiða þessar erfðabreytingar í fósturvísunum. Það er ekki augljóst hvaða afleiðingar þessar erfðabreytingar munu hafa á einstaklingana sem fósturvísarnir mynduðu. Þar að auki er ólíklegt að erfðabreytingarnar hafi komist til skila í öllum frumum fósturvísanna og til að bæta gráu ofan á svart er ekki alveg víst hvort einhver önnur gen hafi hugsanlega breyst við erfðabreytingarnar.

Ávinningurinn óljós

Ávinningurinn af erfðabreytingunum er ekki fullkomlega ljós. Genið CCR5 skráir fyrir viðtaka á yfirborði ónæmisfrumna. Afbrigði af þessu geni, þar sem ákveðinn bút vantar, leiðir til galla á viðtakanum. Einstaklingar sem eru með þennan gallaða viðtaka virðast vera ónæmir fyrir HIV-veirunni.

Börnin hafa væntanlega verið álitin í meiri hættu en hinn almenni borgari að smitast af HIV þar sem annað foreldri þeirra, í tilfelli tvíburanna faðirinn, var HIV-smitað. Jiankui hefur kannski ekki tekið tillit til allra þeirra meðferða sem nú eru til staðar sem halda HIV-veirunni í skefjum sem of fyrirbyggjandi meðferðum sem aðstandendur HIV-smitaðra fá gjarnan til þess einmitt að koma í veg fyrir smit. 

Foreldrarnir kannski fórnarlömb aðstæðna

Eins og kemur fram hér að ofan fól erfðabreytingin í sér meint ónæmi gegn HIV-veirunni. Pörin sem samþykktu að taka þátt í rannsókn Jinkui, sem voru að minnsta kosti sjö, samanstóðu öll af konu og HIV-smituðum karli. Pörunum var öllum boðin gjaldfrjáls ófrjósemismeðferð í skiptum fyrir þátttöku í rannsókninni.

Það er ekki endilega hlaupið að því fyrir pör, þar sem annar aðilinn er HIV-smitaður, að eignast börn. Í því tilfelli þar sem karlinn er HIV-smitaður getur veiran leynst í sæðisvökvanum, þannig að fóstrið er útsett fyrir smiti. Af þessum ástæðum er nauðsynlegt fyrir HIV-smitaða karla að fara í gegnum tæknifrjóvgun, þar sem sæðið er hreinsað áður en það getur frjóvgað eggið.

Hreinsun á sæði HIV-smitaðra karla er vel þekkt aðferð, sem er ekki bara notuð víðs vegar í heiminum heldur var henni einnig beitt í rannsókn Jiankui. Enda var erfðabreytingin framkvæmd eftir að frjóvgun átti sér stað.

CRISP/Cas tæknin notuð

Stuttu eftir frjóvgun eggjanna var CRISPR/Cas erfðabreytingartólinu sprautað inn í eggin til að koma breytingu á CCR5 geninu inn í erfðaefnið. Af þeim 12 eggjum sem voru frjóvguð náðu fjögur stigi fósturvísa. Af þeim voru tveir fósturvísar þar sem erfðabreytingin átti sér stað.

Til að skoða árangurinn voru nokkrar frumur teknar úr fósturvísunum til raðgreiningar. Röðin fyrir CCR5 genið var skoðuð en einnig var skimað fyrir svokölluðum off-target breytingum. Þó reynt sé að gera árangri hópsins hátt undir höfði verður að segjast að árangurinn var ekki nógu góður.

Hjá öðrum tvíburanum tókst einungis að breyta einu af tveimur eintökum af geninu

Hjá öðrum tvíburanum tókst einungis að breyta einu af tveimur eintökum af geninu, sem að sögn rannsóknarhópsins gefur að hluta til vernd gegn HIV. Það á þó eftir að koma í ljós hvort fyrirbærið hlutavernd gegn HIV sé til.

Í þeim tilfellum þar sem tókst að breyta CCR5 geninu var úrfellingin ekki sambærileg við það afbrigði sem finnst í einstaklingum sem eru ónæmir fyrir HIV. Jinkui og hópur hans fullyrða í grein sinni að breytingin sé þó nægjanleg til að gefa vernd gegn HIV, en það hefur ekki verið prófað. Hvort þessi nýja óþekkta breyting á geninu hafi einhver neikvæð áhrif á virkni þess hefur heldur ekki verið prófað.

Árangurinn mældur eftir á

Greinarhöfundar taka fram að til standi að fylgjast náið með tvíburunum Lulu og Nönu. Til að staðfesta að breytingin hafi örugglega tilætluð áhrif stendur til að safna blóðsýnum úr þeim og skoða hvernig blóðfrumunum tekst að verjast HIV-veirunni.

Slíkar tilraunir hefði verið mun heiðarlegra að framkvæma áður en meðgangan hófst. Hægt er að erfðabreyta ónæmisfrumulínum með sömu tækni og sjá hvort breytingin hefur tilskilin áhrif. Eins og bent er á í greininni í MIT Technology Reveiw hefði jafnvel verið hægt að frysta fósturvísana meðan á þeim tilraunum stóð.

Skrítnar útskýringar á tilraunum

Flest allt bendir þetta til þess að tilraunin hafi verið framkvæmd einungis til að athuga hvort það myndi heppnast. Flestar fullyrðingar um ágæti framkvæmdanna og ávinning mannkynsins til framtíðar eiga við lítil eða engin rök að styðjast.

Það sem vekur hugsanlega mesta athygli á endanum er hvernig vísindahópi hugkvæmist að leika sér svona með líf einstaklinga án þess að hafa fyrir því vísindaleg rök eða fullvissu um að það muni heppnast. Þess má að lokum geta að He Jiankui var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir ólöglegar erfðabreytingar í lok síðasta árs. 

Ítarefni:

https://www.technologyreview.com/s/614764/chinas-crispr-babies-read-exclusive-excerpts-he-jiankui-paper/

 https://www.ruv.is/frett/daemdur-fyrir-ologlegar-erfdabreytingar?fbclid=IwAR0bzsXc3he_m5sH-ZhFdHLJrCY6Zcpt7aF-RzFTNStwAco7hgeIFXZSbUM

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
2
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Skærustu stjörnur rappsins heyja vægðarlaust upplýsingastríð
4
Greining

Skær­ustu stjörn­ur rapps­ins heyja vægð­ar­laust upp­lýs­inga­stríð

Rapp­ar­arn­ir Kendrick Lam­ar og Dra­ke kepp­ast nú við að gefa út hvert lag­ið á fæt­ur öðru þar sem þeir bera hvorn ann­an þung­um sök­um. Kendrick Lam­ar sak­ar Dra­ke um barn­aníð og Dra­ke seg­ir Kendrick hafa beitt sína nán­ustu of­beldi fyr­ir lukt­um dyr­um. Á und­an­förn­um mán­uð­um hafa menn­irn­ir gef­ið út níu lög um hvorn ann­an og virð­ast átök­un­um hvergi nærri lok­ið. Rapp­spek­úl­ant­inn Berg­þór Más­son seg­ir stríð­ið af­ar at­hygl­is­vert.
Hvað gera Ásgeir og félagar á morgun?
5
Greining

Hvað gera Ás­geir og fé­lag­ar á morg­un?

Tveir valda­mestu ráð­herr­ar lands­ins telja Seðla­bank­ann geta lækk­að stýri­vexti á morg­un en grein­ing­ar­að­il­ar eru nokk­uð viss­ir um að þeir hald­ist óbreytt­ir. Ef það ger­ist munu stýri­vext­ir ná því að vera 9,25 pró­sent í heilt ár. Af­leið­ing vaxta­hækk­un­ar­ferl­is­ins er með­al ann­ars sú að vaxta­gjöld heim­ila hafa auk­ist um 80 pró­sent á tveim­ur ár­um.
Þetta er hálfgerður öskurgrátur
6
Viðtal

Þetta er hálf­gerð­ur ösk­ur­grát­ur

Reyn­ir Hauks­son gít­ar­leik­ari, sem þekkt­ur er sem Reyn­ir del norte, eða Reyn­ir norð­urs­ins, hef­ur elt æv­in­týr­in um heim­inn og hik­ar ekki við að hefja nýj­an fer­il á full­orð­ins­ár­um. Hann flutti til Spán­ar til að læra flamenco-gít­ar­leik, end­aði á ís­lensk­um jökli og er nú að hefja mynd­list­ar­nám á Spáni. Hann hef­ur þurft að tak­ast á við sjálf­an sig, ást­ir og ástarsorg og lent oft­ar en einu sinni í lífs­háska.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár