Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fagnar sjö ára afmæli í dag og verður fluttur úr landi á mánudag

Muhammed Zohair Faisal á sjö ára af­mæli í dag og á marga vini í Vest­ur­bæj­ar­skóla sem vilja fagna því með hon­um. Lík­lega verð­ur þó lít­ið um veislu­höld, því til stend­ur að fylgja hon­um úr landi á mánu­dag­inn með for­eldr­um sín­um, Niha og Faisal. Þau eru bæði há­skóla­mennt­uð, hafa beð­ið í tvö ár eft­ir úr­lausn sinna mála hér á landi og máttu ekki vinna á með­an. Und­ir­skrifta­söfn­un fyr­ir þau var sett af stað seint í gær­kvöldi sem 3.300 manns höfðu skrif­að und­ir up­p­úr há­degi í dag.

Fagnar sjö ára afmæli í dag og verður fluttur úr landi á mánudag
Muhammed Þegar pabbi hans sagði honum að þau væru að fara til Pakistan leist honum vel á það ferðalag. Hann hélt þau væru að fara í ferðalag og spurði: „En hvenær komum við svo aftur heim?“ Mynd: Heiða Helgadóttir

Uppúr klukkan tíu í gærkvöldi settu foreldrar vina Muhammeds Zohair Faisal, sem er sjö ára nemandi við Vesturbæjarskóla, af stað undirskriftarsöfnun til að þrýsta á íslensk stjórnvöld að hætta við brottvísun hans og foreldra hans á mánudaginn, 3. febrúar. Undirskriftarsöfnunin hlaut strax mikið brautarfylgi, um miðnætti höfðu 750 manns skrifað undir hana. 3.300 manns höfðu skrifað undir hana í hádeginu í dag og bætist hratt í hóp fólks sem skrifar undir. 

Muhammed á sjö ára afmæli í dag, laugardaginn 1. febrúar. Hann var fjögurra ára, alveg að verða fimm, þegar foreldrar hans komu til Íslands og sóttu um hæli hér. Þau eru frá Islamabad í Pakistan en hafa ekki komið þangað í tíu ár. Áður en þau komu til Íslands bjuggu þau í nær áratug í Óman. Að búa í Pakistan var ekki inni í myndinni fyrir þau, þar sem þau óttast hefndaraðgerðir fjölskyldu hennar. Þau giftu sig í óþökk föðurbróður hennar, sem að þeirra sögn var áður fyrr hátt settur maður í Alríkislögreglu Pakistan. Hann er jafnframt faðir mannsins sem Niha átti að giftast. Því til viðbótar eru þau Faisal og Niha ekki úr sömu stétt, en brúðkaup stétta á milli er illa séð á þeirra heimaslóðum. 

Niha, Muhammad og FaisalUm það bil tíu ár eru frá því hjónin yfirgáfu Pakistan. Þau giftust í óþökk fjölskyldu hennar og óttast um afdrif sín þar.

Faisal og Niha eru bæði háskólamenntuð á sviði viðskipta, hann með meistaragráðu og hún með BS-gráðu. Í Óman vann Faisal við bókhald í byggingariðnaði og hún vann í banka. Þau áttu gott líf þar en höfðu hins vegar ekki möguleika á að fá ríkisborgaraétt. Þar sem þau óttuðust að missa atvinnuleyfið og þurfa að fara aftur til Pakistan ákváðu þau að fara lengra í burtu, eitthvert þar sem þau væru örugg. Eftir nokkra leit að öruggasta staðnum tóku þau ákvörðun um að fara til Íslands. Þau seldu bílinn sinn, sögðu upp störfum sínum og yfirgáfu heimili sitt. Þau komu hingað í desember 2017 og sóttu um hæli hér. Þau áttu ekki von á því að fram undan yrði langur tími sem færi fyrst og fremst í bið og að þau mættu ekki nýta menntun sína og reynslu til að vinna á meðan.

„Hann er svo duglegur strákur og sérstaklega klár í stærðfræði. Ég segi það ekki bara af því að ég er mamma hans“

Biðin hefur reynt á þau Faisal og Nihu en sonur þeirra varð ekki var við hana. Á meðan á henni hefur staðið hefur hann aðlagast lífinu á Íslandi vel. Hann talar lýtalausa íslensku, stendur sig afburðavel í skóla, lyndir vel við skólasystkin sín og á góða vini. „Hann er svo duglegur strákur og sérstaklega klár í stærðfræði. Ég segi það ekki bara af því að ég er mamma hans. Faisal, viltu sýna henni heimavinnuheftið hans?“ segir Niha. Þau taka fram stærðfræðibók sem sýnir ansi flókna útreikninga, með margföldun og deilingu hárra talna. 

Þau tóku á móti blaðamanni í litlu stúdíóíbúðinni þar sem þau hafa búið undanfarin tvö ár. Í kringum þau eru ferðatöskur, þau eru byrjuð að pakka fyrir ferðina sem þau vilja síst af öllu fara í. Þegar Faisal sagði Muhammad fyrir nokkrum dögum að fjölskyldan væri að fara til Pakistan varð hann spenntur, því þangað hefur hann aldrei komið. Hann hélt þau væru að fara í ferðalag og spurði strax: „En hvenær komum við svo aftur heim?“ „Ísland er eina heimilið sem hann þekkir,“ segir pabbi hans. 

VinirMuhammed með vinum sínum, Bjarti og Illuga.

Í beiðninni til stjórnvalda nefna stuðningsmenn fjölskyldunnar þá staðreynd, að Muhammed þekkir ekki heimaland foreldra sinna, heldur lítur á Ísland sem sinn stað í tilverunni. „Þegar málsmeðferð ungs barns hefur staðið yfir í  rúmlega tvö ár bera stjórnvöld ríkar skyldur gagnvart barninu, sem dvalið hefur hér stóran hluta ævi sinnar og aldrei séð heimaland foreldranna. Íslensk stjórnvöld hafa gefið það út að Ísland skuli verða besta land í heimi fyrir börn. Sýnum það í verki,“ segir í áskoruninni. 

„Ísland er eina heimilið sem hann þekkir“

Þegar lögreglan kom að undirbúa fjölskylduna fyrir brottflutninginn og skoða hversu mikinn farangur hún hygðist taka með sér tók Mohammed lögreglumönnunum opnum örmum, vildi sýna þeim dótið sitt og leika við þá. Hann spurði þá líka hvort þeir vildu ekki bara búa með þeim, þarna í íbúðinni. „Hann er svona opinn og glaður strákur og vill vera vinur allra. Við fáum ekki oft gesti svo hann var mjög spenntur yfir því að fá lögreglumennina í heimsókn. Þeir tóku honum líka vel og voru góðir við hann. Svoleiðis er þetta á Íslandi. Lögreglan og fólkið hjá Útlendingstofnun kemur vel fram við okkur. Það er annað en við megum eiga von á í Pakistan. Þar er ekki komið svona vel fram við þig, nema þú sért hátt settur. Í Pakistan eru heiðursmorð ennþá við lýði. Við erum mjög hrædd við að fara þangað aftur,“ segir Niha. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár