Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Razia Abassi og Ali Ahma­di, átján og nítj­án ára nýbak­að­ir for­eldr­ar frá Af­gan­ist­an, fá ekki að setj­ast að á Ís­landi. Þau eign­uð­ust sitt fyrsta barn á Land­spít­al­an­um í Reykja­vík ann­an í jól­um. Þau dreym­ir um að geta veitt ný­fæddri dótt­ur sinni skjól og ör­yggi sem þau kann­ast sjálf ekki við, en þau hafa ver­ið á flótta síð­an þau voru þrett­án og fjór­tán ára.

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
Ali og Razia Þau voru 15 og 14 ára þegar þau flúðu Afganistan. Í dag eru þau 19 og 18 ára, nýbúin að eignast sitt fyrsta barn og búa við fullkomna óvissu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Það eru ekki beinlínis heimilislegar kveðjur á útidyrahurðinni þar sem bankað er upp á í einmanalegri blokk að Ásbrú í Reykjanesbæ: Óviðkomandi bannaður aðgangur. Þegar inn er komið verður gestum líka strax ljóst að þetta er ekki heimili, jafnvel þó að þarna dvelji ung hjón sem eru nýbúin að eignast sitt fyrsta barn. Íbúðin er rúmgóð og hreinleg en áþreifanlega ópersónuleg. Engar myndir á veggjum eða munir sem benda til þess að hér búi fjölskylda, ef frá eru skildar nokkrar ljósmyndir af litlum börnum, sem hafa verið límdar með límbandi upp á vegg fyrir ofan ósamstætt sófasett í miðju íbúðarinnar. 

Þetta er heldur ekki heimili, heldur húsnæði sem hælisleitendur sem hafa börn á framfæri eða eiga von á barni dvelja í meðan þeir bíða svars við því hvort þau fái að dvelja á Íslandi eða ekki. Hér hafa þau samt sem áður búið og beðið í nær hálft ár, Ali Ahmadi og Razia Abassi, nítján og átján ára gömul hjón ættuð frá Afganistan. Þeim hefur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi, þrátt fyrir að vera kornung, hafa verið á flótta frá því þau voru börn og nú með kornabarn á sínu framfæri. 

Stjórnvöldum til skammar

Í desember var þeim Ali og Raziu birt sú ákvörðun Útlendingastofnunar að þau fengju ekki alþjóðlega vernd á Íslandi, á grundvelli þess að þau hefðu þegar vernd í Grikklandi. Sú ákvörðun var kærð fyrir þeirra hönd til kærunefndar útlendingamála, sem staðfesti ákvörðunina. Fram að þessum tímapunkti í umsóknarferlinu um alþjóðlega vernd eru talsmenn hælisleitenda hjá Rauða krossinum fólki til aðstoðar. Eftir að synjun fæst taka í sumum tilvikum sjálfstætt starfandi lögmenn við málunum. 

Magnús Davíð Norðdahl er nú tekinn við máli hjónanna og hefur hann lagt fram tvær kröfur til kærunefndarinnar. Annars vegar um frestun réttaráhrifa og hins vegar um endurupptöku málsins. Verði fallist á endurupptökukröfuna fær mál þeirra efnislega meðferð og þá er sá möguleiki til staðar að þau fái alþjóðlega vernd. Krafan um frestun réttaráhrifa snýr að því að fari mál hjónanna fyrir dóm fái þau að vera á Íslandi á meðan dómsmálið er í gangi.

Alls er óvíst hvort fallist verður á kröfurnar og hvenær hjónin mega eiga von á að verða flutt úr landi. Það er hins vegar ekkert sem bannar stjórnvöldum að flytja þau úr landi núna, þó að ólíklegt þyki að það verði gert á allra næstu vikum. „Þetta mál er sama merki brennt og mörg önnur sambærileg mál. Það skortir á mannúðlega nálgun hjá íslenskum stjórnvöldum þegar kemur að börnum á flótta. Komi til þess að brottvísun verði framkvæmd er það íslenskum stjórnvöldum til háborinnar skammar, enda eru skilyrði uppfyllt til að taka þetta mál til efnismeðferðar, andstætt mati stjórnvalda,“ sagði Magnús þegar blaðamaður hafði samband við hann, eftir að hafa heimsótt fjölskylduna.   

Áhyggjur af fjölskyldunni

Þau eru augljóslega lúin, bæði tvö. Þau afsaka það og útskýra fyrir okkur að þeim hafi ekki komið dúr á auga um nóttina sem leið. „Þið vitið hvað er að gerast í Íran, er það ekki?“ segir Ali og segir frá því að áður en þau fóru í háttinn kvöldið áður hafi þau lesið fréttirnar af loftskeytaárásum Írana á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak. „Stór hluti af fjölskyldu okkar býr í Íran núna, svo við erum mjög áhyggjufull,“ útskýrir Ali.

„Stór hluti af fjölskyldu okkar býr í Íran núna, svo við erum mjög áhyggjufull“

Það var einmitt í Íran sem ungu hjónin urðu viðskila við fjölskylduna, fyrir um það bil tveimur árum síðan, eftir að hafa verið með henni á flótta í önnur tvö ár. Í hópnum eru foreldrar hans, yngri bróðir, eldri systir og þrjú börn hennar. Sjálf hafa þau verið gift frá því þau voru 13 og 14 ára en það var fjölskylda þeirra sem tók þá ákvörðun fyrir

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár