Bandaríkjamaðurinn Jake Conroy var dæmdur fyrir hryðjuverk í Bandaríkjunum ásamt öðrum ungum aðgerðasinnum fyrir að halda úti heimasíðu og styðja við mótmæli gegn tilraunum á dýrum. Málið vakti mikla athygli vestanhafs á sínum tíma en Jake þurfti að afplána fjögurra ára dóm í bandarísku alríkisfangelsi. Heimildarmyndin The Animal People fjallar um þetta mál og er hún meðframleidd af stórleikaranum Joaquin Phoenix. Myndin er sýnd í Bíó Paradís fyrir tilstuðlan Veganúar og Samtaka grænkera á Íslandi en einnig er hægt að nálgast hana á Apple TV og Amazon. Jake er viðstaddur sýningu myndarinnar í Reykjavík en honum var boðið til landsins á vegum Sambands íslenskra grænkera sem standa fyrir Veganúar-átakinu. Hann verður áfram á landinu næstu vikuna til að halda fyrirlestra og hitta íslenska grænkera og dýraverndunarsinna.
Ég hitti Jake í fallegri þakíbúð efst á Laugavegi þar sem hann dvelur næstu vikuna. Hann bendir út um gluggann á útsýnið út á …
Athugasemdir