Við erum ekki morðingjar. Bæði titillinn og baksíðutextinn kalla strax á spurninguna: Af hverju þurfa þau að neita? Og af hverju „við“? Þessar spurningar fylgja manni í gegnum söguna – og þótt það sé augljóst hver annar helmingur þessa „við“ er þá er lengi óljósara með hinn. En þetta er játningasaga, eins og kemur fram jafnt á bókakápu og mjög snemma í bókinni.
Bókin hefst á þungskýjuðum vetrardegi í Reykjavík. Og þó, þetta er bara smá úði og það virðist vera farið að vora, en það er svo þungt yfir aðalpersónunni að maður sér fyrir sér eintóman drunga. Við erum föst í huga sögupersónu sem er búin að vera með skítaveður í hausnum síðasta árið.
Hún er ung skáldkona sem ráfar um götur Reykjavíkur og virðist fyrirlíta sjálfa sig, og er auk þess sannfærð um að allir sem …
Athugasemdir