Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Játningabók um játningabók

Oft hug­vekj­andi og sann­ferð­ug sál­fræð­istúd­ía sem er þó á stöku stað klaufa­lega sam­an sett. Bók sem er sann­ar­lega bein­tengd við sam­tím­ann, sem er bæði kost­ur og galli.

Játningabók um játningabók
Kárahnjúkar árið 2006 Ein af söguhetjum bókarinnar vinnur um tíma sem verkamaður á Kárahnjúkum. Mynd: Asgegg / Wikimedia Commons

Við erum ekki morðingjar. Bæði titillinn og baksíðutextinn kalla strax á spurninguna: Af hverju þurfa þau að neita? Og af hverju „við“? Þessar spurningar fylgja manni í gegnum söguna – og þótt það sé augljóst hver annar helmingur þessa „við“ er þá er lengi óljósara með hinn. En þetta er játningasaga, eins og kemur fram jafnt á bókakápu og mjög snemma í bókinni.

Bókin hefst á þungskýjuðum vetrardegi í Reykjavík. Og þó, þetta er bara smá úði og það virðist vera farið að vora, en það er svo þungt yfir aðalpersónunni að maður sér fyrir sér eintóman drunga. Við erum föst í huga sögupersónu sem er búin að vera með skítaveður í hausnum síðasta árið.

Hún er ung skáldkona sem ráfar um götur Reykjavíkur og virðist fyrirlíta sjálfa sig, og er auk þess sannfærð um að allir sem …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár